Heimdallur segir braggaskýrsluna vera áfellisdóm yfir borgarstjóra Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 21:03 Nýkjörin stjórn Heimdallar. Facebook/Heimdallur Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, birtu í kvöld yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem þau fordæma vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík í ljósi nýrrar skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið. Þau segja borgarstjóra hafa alvarlega vanrækt skyldur sínar og segja skýrsluna vera áfellisdóm yfir vinnubrögð hans. „Borgarstjóri hefur alvarlega vanrækt skyldur sínar en unnið er að fjórum skýrslum til viðbótar á málum þar sem farið hefur verið gríðarlega fram úr fjárhagsáætlunum. Innri endurskoðun skilaði úttekt á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar árið 2015, henni fylgdu 30 ábendingar og tillögur að úrbótum en flestum þeirra var ekki sinnt,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir jafnframt í yfirlýsingunni að tortryggilegt sé að tölvupóstum Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, hafi verið eytt við starfslok hans og það gefi sterklega til kynna að reynt hafi verið að „sópa málinu undir teppið“ og slík vinnubrögð eiga ekki að líðast í íslensku samfélagi. Styðja ákvörðun Hildar Heimdallur lýsir einnig fullum stuðningi við ákvörðun Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa að víkja úr starfshópi um niðurstöður skýrslunnar geri borgarstjóri það ekki sjálfur en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Hildur það vera óeðlilegt að hann fari sjálfur yfir málið. „Borgarstjóri ber ábyrgð á þessu máli, hann er einn þeirra. Þannig að mér finnst óeðlilegt að hann sitji í nefnd sem fer yfir niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar,“ sagði Hildur. Að lokum hvetur Heimdallur aðrar grasrótir og stjórnir í öðrum flokkum til þess að taka afstöðu í málinu burtséð frá því hvort flokkurinn sé í meiri- eða minnihluta. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir Dag B. Eggertsson, borgarstjóra vera rúinn trausti í færslu á Facebook síðu sinni í dag. 23. desember 2018 12:41 Von á nýrri úttekt Innri endurskoðunar vegna fjögurra verkefna Skýrslan fjallar um úttektir á Sundhöll Reykjavíkur, Mathöllinni á Hlemmi, Vesturbæjarskóla og hjólastígunum á Grensásvegi. 21. desember 2018 20:31 Stjórn Varðar krefst afsagnar borgarstjóra vegna Braggamálsins Stjórn Varðar segir vinnubrögð borgarinnar í tengslum við Braggamálið vera forkastanleg. 22. desember 2018 23:40 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, birtu í kvöld yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem þau fordæma vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík í ljósi nýrrar skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið. Þau segja borgarstjóra hafa alvarlega vanrækt skyldur sínar og segja skýrsluna vera áfellisdóm yfir vinnubrögð hans. „Borgarstjóri hefur alvarlega vanrækt skyldur sínar en unnið er að fjórum skýrslum til viðbótar á málum þar sem farið hefur verið gríðarlega fram úr fjárhagsáætlunum. Innri endurskoðun skilaði úttekt á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar árið 2015, henni fylgdu 30 ábendingar og tillögur að úrbótum en flestum þeirra var ekki sinnt,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir jafnframt í yfirlýsingunni að tortryggilegt sé að tölvupóstum Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, hafi verið eytt við starfslok hans og það gefi sterklega til kynna að reynt hafi verið að „sópa málinu undir teppið“ og slík vinnubrögð eiga ekki að líðast í íslensku samfélagi. Styðja ákvörðun Hildar Heimdallur lýsir einnig fullum stuðningi við ákvörðun Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa að víkja úr starfshópi um niðurstöður skýrslunnar geri borgarstjóri það ekki sjálfur en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Hildur það vera óeðlilegt að hann fari sjálfur yfir málið. „Borgarstjóri ber ábyrgð á þessu máli, hann er einn þeirra. Þannig að mér finnst óeðlilegt að hann sitji í nefnd sem fer yfir niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar,“ sagði Hildur. Að lokum hvetur Heimdallur aðrar grasrótir og stjórnir í öðrum flokkum til þess að taka afstöðu í málinu burtséð frá því hvort flokkurinn sé í meiri- eða minnihluta.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir Dag B. Eggertsson, borgarstjóra vera rúinn trausti í færslu á Facebook síðu sinni í dag. 23. desember 2018 12:41 Von á nýrri úttekt Innri endurskoðunar vegna fjögurra verkefna Skýrslan fjallar um úttektir á Sundhöll Reykjavíkur, Mathöllinni á Hlemmi, Vesturbæjarskóla og hjólastígunum á Grensásvegi. 21. desember 2018 20:31 Stjórn Varðar krefst afsagnar borgarstjóra vegna Braggamálsins Stjórn Varðar segir vinnubrögð borgarinnar í tengslum við Braggamálið vera forkastanleg. 22. desember 2018 23:40 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir Dag B. Eggertsson, borgarstjóra vera rúinn trausti í færslu á Facebook síðu sinni í dag. 23. desember 2018 12:41
Von á nýrri úttekt Innri endurskoðunar vegna fjögurra verkefna Skýrslan fjallar um úttektir á Sundhöll Reykjavíkur, Mathöllinni á Hlemmi, Vesturbæjarskóla og hjólastígunum á Grensásvegi. 21. desember 2018 20:31
Stjórn Varðar krefst afsagnar borgarstjóra vegna Braggamálsins Stjórn Varðar segir vinnubrögð borgarinnar í tengslum við Braggamálið vera forkastanleg. 22. desember 2018 23:40