Ofbýður framkoma í garð Dags Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 18:43 Jón Gnarr furðar sig á umræðunni í kringum Braggamálið. Vísir/Stefán Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. Í færslunni segir Jón að það sé algengt að opinberar framkvæmdir fari fram úr áætlun og hann sjái ekki tilganginn í því að ráðast að Degi vegna þess. „Ég spyr mig daglega hver sé eiginlega tilgangurinn með svona upphlaupi eða aðför eða hvern andskotann maður á að kalla svona. Daglega birtast nú fyrirsagnir, í hreinlega öllum fjölmiðlum, að einhver segi að honum finnist að Dagur eigi að segja af sér út af þessu,“ skrifar Jón í færslunni og bætir við það sé löngu ljóst að allt þetta fólk eigi sér enga ósk heitari en að hann segi af sér. Hann segir framúrkeyslu framkvæmda ekki vera vegna spillingar eða vanhæfni, það sé einfaldlega kerfislægur vandi vegna lélegs regluverk sem bjóði upp á slíkt „klúður“. Það sé því ekki við Dag persónulega að sakast. Gagnrýnir tvískinnung Vigdísar Þá skýtur Jón föstum skotum að Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins sem krafðist afsagnar borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni nú á dögunum. Hann bendir á að hún hafi ekki enn svarað því hvort formaður hennar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þrír aðrir samflokksmenn hennar ættu að segja af sér vegna upptakanna á Klaustur bar. „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í hvað henni finnst? Hún er t.d. ekki enn búin að svara því hvort formaðurinn hennar og þrír aðrir meðlimir flokks hennar eigi að segja af sér þingmennsku út af yfirgengilegu fylleríis-rugli.“„Enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá“ Jón segist ekki hafa lesið skýrsluna en hann þekki kerfið af eigin raun og flesta þá sem starfa innan þess. Hvorki Dagur né Hrólfur séu vondir, spilltir eða heimskir heldur sé kerfið einfaldlega svona uppbyggt og þeir sem skilji það ekki hafi annað hvort ekki kynnt sér málið eða hreinlega þykjist ekki skilja til þess að koma sínu á framfæri. „Munum það að það er enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá. Það má hafa allskonar við þetta allt að athuga en það réttlætir ekki miskunnarleysi,“ skrifar Jón og á þar við ummæli vegna veikinda borgarstjóra sem þurfti að fara í veikindaleyfi vegna alvarlegrar sýkingar í kviðarholi.Í kjölfar sýkingarinnar greindist Dagur með fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Fréttablaðið/Anton BrinkJón segir helstu ástæðuna fyrir því að Dagur hafi ekki getað svarað fyrir málið sé vegna sjúkdómsins. Hann sé nýkominn úr veikindaleyfi og furðar sig á því að í fyrsta viðtali Dags eftir veikindaleyfi var ekki minnst á umrædd veikindi. „Í korters löngu Kastljós viðtali, sem er fyrsta viðtalið við borgarstjóra í langan tíma er ekki vikið einu orði að veikindum hans. Á öllum sviðum samfélagsins er það þetta sem skiptir mestu máli og ef fólk er að ganga í gegnum veikindi þá á það rétt á stuðningi og umhyggju annarra.“ Jón segir ekkert réttlæta það að láta eins og veikt fólk sé ekki veikt, sama þó það starfi í stjórnmálum. Þá segir hann „landlægan ruddaskap“ og „villimennsku“ vera helstu ástæðuna fyrir því að fólk sé tregt til að skipta sér af stjórnmálum, og að eina fólkið sem virðist þrífast þar séu „fárveikir alkóhólistar“. „Annars óska ég öllum gleðilegra jóla og vona að við getum fengið heilbrigðari stjórnmál og aðeins uppbyggilegri umræðu á nýju ári,“ skrifar Jón að lokum. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. Í færslunni segir Jón að það sé algengt að opinberar framkvæmdir fari fram úr áætlun og hann sjái ekki tilganginn í því að ráðast að Degi vegna þess. „Ég spyr mig daglega hver sé eiginlega tilgangurinn með svona upphlaupi eða aðför eða hvern andskotann maður á að kalla svona. Daglega birtast nú fyrirsagnir, í hreinlega öllum fjölmiðlum, að einhver segi að honum finnist að Dagur eigi að segja af sér út af þessu,“ skrifar Jón í færslunni og bætir við það sé löngu ljóst að allt þetta fólk eigi sér enga ósk heitari en að hann segi af sér. Hann segir framúrkeyslu framkvæmda ekki vera vegna spillingar eða vanhæfni, það sé einfaldlega kerfislægur vandi vegna lélegs regluverk sem bjóði upp á slíkt „klúður“. Það sé því ekki við Dag persónulega að sakast. Gagnrýnir tvískinnung Vigdísar Þá skýtur Jón föstum skotum að Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins sem krafðist afsagnar borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni nú á dögunum. Hann bendir á að hún hafi ekki enn svarað því hvort formaður hennar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þrír aðrir samflokksmenn hennar ættu að segja af sér vegna upptakanna á Klaustur bar. „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í hvað henni finnst? Hún er t.d. ekki enn búin að svara því hvort formaðurinn hennar og þrír aðrir meðlimir flokks hennar eigi að segja af sér þingmennsku út af yfirgengilegu fylleríis-rugli.“„Enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá“ Jón segist ekki hafa lesið skýrsluna en hann þekki kerfið af eigin raun og flesta þá sem starfa innan þess. Hvorki Dagur né Hrólfur séu vondir, spilltir eða heimskir heldur sé kerfið einfaldlega svona uppbyggt og þeir sem skilji það ekki hafi annað hvort ekki kynnt sér málið eða hreinlega þykjist ekki skilja til þess að koma sínu á framfæri. „Munum það að það er enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá. Það má hafa allskonar við þetta allt að athuga en það réttlætir ekki miskunnarleysi,“ skrifar Jón og á þar við ummæli vegna veikinda borgarstjóra sem þurfti að fara í veikindaleyfi vegna alvarlegrar sýkingar í kviðarholi.Í kjölfar sýkingarinnar greindist Dagur með fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Fréttablaðið/Anton BrinkJón segir helstu ástæðuna fyrir því að Dagur hafi ekki getað svarað fyrir málið sé vegna sjúkdómsins. Hann sé nýkominn úr veikindaleyfi og furðar sig á því að í fyrsta viðtali Dags eftir veikindaleyfi var ekki minnst á umrædd veikindi. „Í korters löngu Kastljós viðtali, sem er fyrsta viðtalið við borgarstjóra í langan tíma er ekki vikið einu orði að veikindum hans. Á öllum sviðum samfélagsins er það þetta sem skiptir mestu máli og ef fólk er að ganga í gegnum veikindi þá á það rétt á stuðningi og umhyggju annarra.“ Jón segir ekkert réttlæta það að láta eins og veikt fólk sé ekki veikt, sama þó það starfi í stjórnmálum. Þá segir hann „landlægan ruddaskap“ og „villimennsku“ vera helstu ástæðuna fyrir því að fólk sé tregt til að skipta sér af stjórnmálum, og að eina fólkið sem virðist þrífast þar séu „fárveikir alkóhólistar“. „Annars óska ég öllum gleðilegra jóla og vona að við getum fengið heilbrigðari stjórnmál og aðeins uppbyggilegri umræðu á nýju ári,“ skrifar Jón að lokum.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira