Stjórn Varðar krefst afsagnar borgarstjóra vegna Braggamálsins Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2018 23:40 Vísir/Elín Margrét Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, krefst þess að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segi af sér embætti vegna Braggamálsins. Þetta kemur fram í ályktun frá Verði. Þar segir að stjórnin „[fordæmi] þau forkastanlegu vinnubrögð Reykjavíkurborgar sem útlistuð eru í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Nauthólsveg 100“. Stjórn Varðar krefst þess að borgarstjóri „axli fulla ábyrgð á þessu máli og hvetur Vörður hann til að segja af sér embætti“. Innantóm loforð um bætta stjórnunarhætti eða skipan nýrra starfshópa dugi hreinlega ekki í kjölfar þess áfellisdóms sem skýrsla innri endurskoðunar svo sannarlega er, líkt og segir í ályktuninni. „Fyrir liggur að við framkvæmd þessa var brotið gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar, undanþáguheimilda innkauparáðs var ekki aflað, en borginni ber skylda til að afla þeirra. Þá liggur jafnframt fyrir að borgin eyddi mikilvægum gögnum í tengslum við málið, en slík vinnubrögð eru ekki íslensku stjórnvaldi til sóma. Ábyrgð æðstu yfirmanna borgarinnar í máli þessu er bæði algjör og vítaverð, það er því lágmarkskrafa að þeir axli hana af fullri einlægni og stígi til hliðar,“ segir í ályktun stjórnar Varðar.Dagur víki sæti Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, krafðist þess fyrr í dag að hún krefjist þess að borgarstjóri víki úr hópi sem sé ætlað að rýna í niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar. „Skýrslan var áfellisdómur yfir borgarstjóra og enginn er dómari í eigin sök,“ segir Hildur sem kveðst sjálf munu segja sig úr hópnum, gangi Dagur ekki að kröfum hennar. Þá sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, að borgarstjóri geti ekki vikið sér undan því að axla ábyrgð á málinu. Telji hún rétt að Dagur segi af sér. Framúrkeyrsla Braggans hefur verið mikið rædd en raunkostnaður við byggingu nam 425 milljónum króna, en upphafleg kostnaðaráætlun nam 158 milljónir króna. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Krefst þess að borgarstjóri víki úr starfshópi um Braggaskýrslu Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. 22. desember 2018 13:03 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Maðurinn sem féll í ána er látinn Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, krefst þess að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segi af sér embætti vegna Braggamálsins. Þetta kemur fram í ályktun frá Verði. Þar segir að stjórnin „[fordæmi] þau forkastanlegu vinnubrögð Reykjavíkurborgar sem útlistuð eru í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Nauthólsveg 100“. Stjórn Varðar krefst þess að borgarstjóri „axli fulla ábyrgð á þessu máli og hvetur Vörður hann til að segja af sér embætti“. Innantóm loforð um bætta stjórnunarhætti eða skipan nýrra starfshópa dugi hreinlega ekki í kjölfar þess áfellisdóms sem skýrsla innri endurskoðunar svo sannarlega er, líkt og segir í ályktuninni. „Fyrir liggur að við framkvæmd þessa var brotið gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar, undanþáguheimilda innkauparáðs var ekki aflað, en borginni ber skylda til að afla þeirra. Þá liggur jafnframt fyrir að borgin eyddi mikilvægum gögnum í tengslum við málið, en slík vinnubrögð eru ekki íslensku stjórnvaldi til sóma. Ábyrgð æðstu yfirmanna borgarinnar í máli þessu er bæði algjör og vítaverð, það er því lágmarkskrafa að þeir axli hana af fullri einlægni og stígi til hliðar,“ segir í ályktun stjórnar Varðar.Dagur víki sæti Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, krafðist þess fyrr í dag að hún krefjist þess að borgarstjóri víki úr hópi sem sé ætlað að rýna í niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar. „Skýrslan var áfellisdómur yfir borgarstjóra og enginn er dómari í eigin sök,“ segir Hildur sem kveðst sjálf munu segja sig úr hópnum, gangi Dagur ekki að kröfum hennar. Þá sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, að borgarstjóri geti ekki vikið sér undan því að axla ábyrgð á málinu. Telji hún rétt að Dagur segi af sér. Framúrkeyrsla Braggans hefur verið mikið rædd en raunkostnaður við byggingu nam 425 milljónum króna, en upphafleg kostnaðaráætlun nam 158 milljónir króna.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Krefst þess að borgarstjóri víki úr starfshópi um Braggaskýrslu Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. 22. desember 2018 13:03 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Maðurinn sem féll í ána er látinn Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Krefst þess að borgarstjóri víki úr starfshópi um Braggaskýrslu Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. 22. desember 2018 13:03