Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2018 19:00 Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. Samkvæmt Isavia hefur gefið út bráðabirgðaspá fyrir fyrstu þrjá mánuði á næsta ári. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir að farþegum fækki alls um níu komma sex prósent á næsta ári. Vefurinn turisti.is sagði fyrst frá málinu. Ef það verður tilfellið fækkar um allt að 1800 farþega á degi hverjum. Tölurnar segja alls ekkert til um hvernig málin þróast út árið að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Þetta er spá sem ber að taka þannig. Það var t.d. búist við ákveðinni fækkun á þessu ári sem stóðst svo ekki. Yfirleitt gefur Isavia út spá fyrir allt árið en nú nær hún aðeins til þriggja mánaða því það er svo mikil hreyfing í flugmálum hér á landi og þetta hefur allt áhrif. Við fylgjumst með en höfum ekki gríðarlegar áhyggjur,“ segir Inga Hlín. Desember kemur hins vegar afar vel út og enn eitt árið verður slegið met í fjölda ferðamanna yfir jólin. Enda hefur Reykjavík nokkrum sinnum verið útnefnd einn af bestu áfangastöðum yfir jólin af bandaríska fjölmiðlinum CNN. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá að þetta er orðinn áfangastaður sem fólk hugsar til um jól og áramót. Hugsar til okkar vegna jólahefðanna og nú eru jólabækurnar okkar að vekja sífellt meiri eftirtekt erlendis,“ segir Inga Hlín. Ferðamenn sem ætla að dveljast hér á landi um jólin voru í skýjunum með þá ákvörðun þegar fréttastofa ræddi við þá í dag og ræddu um hversu fallegt landið væri, friðsælt og ein bar það saman við einhvers konar leikfangalandi úr bandarískri kvikmynd. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. Samkvæmt Isavia hefur gefið út bráðabirgðaspá fyrir fyrstu þrjá mánuði á næsta ári. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir að farþegum fækki alls um níu komma sex prósent á næsta ári. Vefurinn turisti.is sagði fyrst frá málinu. Ef það verður tilfellið fækkar um allt að 1800 farþega á degi hverjum. Tölurnar segja alls ekkert til um hvernig málin þróast út árið að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Þetta er spá sem ber að taka þannig. Það var t.d. búist við ákveðinni fækkun á þessu ári sem stóðst svo ekki. Yfirleitt gefur Isavia út spá fyrir allt árið en nú nær hún aðeins til þriggja mánaða því það er svo mikil hreyfing í flugmálum hér á landi og þetta hefur allt áhrif. Við fylgjumst með en höfum ekki gríðarlegar áhyggjur,“ segir Inga Hlín. Desember kemur hins vegar afar vel út og enn eitt árið verður slegið met í fjölda ferðamanna yfir jólin. Enda hefur Reykjavík nokkrum sinnum verið útnefnd einn af bestu áfangastöðum yfir jólin af bandaríska fjölmiðlinum CNN. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá að þetta er orðinn áfangastaður sem fólk hugsar til um jól og áramót. Hugsar til okkar vegna jólahefðanna og nú eru jólabækurnar okkar að vekja sífellt meiri eftirtekt erlendis,“ segir Inga Hlín. Ferðamenn sem ætla að dveljast hér á landi um jólin voru í skýjunum með þá ákvörðun þegar fréttastofa ræddi við þá í dag og ræddu um hversu fallegt landið væri, friðsælt og ein bar það saman við einhvers konar leikfangalandi úr bandarískri kvikmynd.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira