Krefst þess að borgarstjóri víki úr starfshópi um Braggaskýrslu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. desember 2018 13:03 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. Vísir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mun fara fram á að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, víki úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. Í Stöðuuppfærslu á Facebook segir Hildur að Dagur hafi vanrækt skyldur sínar. „Strax í upphafi gerði minnihlutinn athugasemdir við þátttöku borgarstjóra í úrvinnslu málsins. Eftir nánari lestur hef ég styrkst enn frekar í þeirri afstöðu,“ segir Hildur. Hún greinir frá því að á fimmtudaginn síðasta hafi verið skipaður þriggja manna hópur til að rýna í niðurstöðurnar og vinna tillögur að úrbótum. Hún segir að Dagur hafi tekið sæti sem og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs. „Það var auðvitað ótækt að meirihlutinn hefði einn aðkomu að þessari vinnu. Af þeim sökum tók ég sæti í hópnum sem fulltrúi minnihlutans – sem fulltrúi skattgreiðenda sem kæra sig ekki um fjálglega meðför almannafjár,“ segir Hildur. Hildur segir að forsendur fyrir trúverðugri vinnu séu brostnar. „Hefðu borgarstjóri og borgarritari brugðist við öllum ábendingum hefði braggabruðlið aldrei raungerst. Þetta staðfestir nýjasta skýrslan. Borgarstjóri vanrækti skyldur sínar. Honum bar að hafa heildarsýn yfir rekstur og verkefni SEA. Honum bar að yfirfara veruleg frávik í verkefnum skrifstofunnar. Kostnaðareftirlit var ófullnægjandi. Ábyrgð og forsvar ekki nægjanlegt. Sveitarstjórnarlög og innkaupareglur voru brotnar. Allt þetta staðfestir skýrslan,“ segir Hildur sem ætlar sjálf að segja sig úr hópnum ef Dagur verði ekki að ósk hennar.Vill að borgarstjóri segi af sér Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði þá í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni í gær að borgarstjóri gæti ekki vikið sér undan því að axla ábyrgð á málinu. Hún telur rétt að Dagur segi af sér.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að borgarstjóri segi af sér vegna málsins.Vísir/EgillMarta segir að „eyðslufylleríið“ megi rekja til þess að borgarstjóri hafi setið auðum höndum í stað þess að bregðast við ábendingum Innri endurskoðunar árið 2015. Sjálfur segist Dagur ætla að axla ábyrgð á málinu með því að stofna vinnuhópinn: „Ég axla mína ábyrgð með því að við förum núna í það, ég ásamt formanni borgarráðs og fulltrúa minnihlutans […] Í fyrsta lagi að upplýsa málið með því að kalla eftir þessari skýrslu og síðan taka þær ákvarðanir sem þarf með breytingum á reglum og eftirfylgni með niðurstöðum eins og þarf,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu í fyrradag. Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mun fara fram á að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, víki úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. Í Stöðuuppfærslu á Facebook segir Hildur að Dagur hafi vanrækt skyldur sínar. „Strax í upphafi gerði minnihlutinn athugasemdir við þátttöku borgarstjóra í úrvinnslu málsins. Eftir nánari lestur hef ég styrkst enn frekar í þeirri afstöðu,“ segir Hildur. Hún greinir frá því að á fimmtudaginn síðasta hafi verið skipaður þriggja manna hópur til að rýna í niðurstöðurnar og vinna tillögur að úrbótum. Hún segir að Dagur hafi tekið sæti sem og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs. „Það var auðvitað ótækt að meirihlutinn hefði einn aðkomu að þessari vinnu. Af þeim sökum tók ég sæti í hópnum sem fulltrúi minnihlutans – sem fulltrúi skattgreiðenda sem kæra sig ekki um fjálglega meðför almannafjár,“ segir Hildur. Hildur segir að forsendur fyrir trúverðugri vinnu séu brostnar. „Hefðu borgarstjóri og borgarritari brugðist við öllum ábendingum hefði braggabruðlið aldrei raungerst. Þetta staðfestir nýjasta skýrslan. Borgarstjóri vanrækti skyldur sínar. Honum bar að hafa heildarsýn yfir rekstur og verkefni SEA. Honum bar að yfirfara veruleg frávik í verkefnum skrifstofunnar. Kostnaðareftirlit var ófullnægjandi. Ábyrgð og forsvar ekki nægjanlegt. Sveitarstjórnarlög og innkaupareglur voru brotnar. Allt þetta staðfestir skýrslan,“ segir Hildur sem ætlar sjálf að segja sig úr hópnum ef Dagur verði ekki að ósk hennar.Vill að borgarstjóri segi af sér Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði þá í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni í gær að borgarstjóri gæti ekki vikið sér undan því að axla ábyrgð á málinu. Hún telur rétt að Dagur segi af sér.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að borgarstjóri segi af sér vegna málsins.Vísir/EgillMarta segir að „eyðslufylleríið“ megi rekja til þess að borgarstjóri hafi setið auðum höndum í stað þess að bregðast við ábendingum Innri endurskoðunar árið 2015. Sjálfur segist Dagur ætla að axla ábyrgð á málinu með því að stofna vinnuhópinn: „Ég axla mína ábyrgð með því að við förum núna í það, ég ásamt formanni borgarráðs og fulltrúa minnihlutans […] Í fyrsta lagi að upplýsa málið með því að kalla eftir þessari skýrslu og síðan taka þær ákvarðanir sem þarf með breytingum á reglum og eftirfylgni með niðurstöðum eins og þarf,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu í fyrradag.
Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58
Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45