Í ár gaf hann svo út plötuna Allt í einu sem heldur hlustandanum á fleygiferð eftir sömu afslöppuðu ítölsku diskókappakstursbrautinni og fyrri platan. Hún toppaði svo fyrirrennara sinn og var valin besta plata ársins hjá Straumi.
„Listinn er tvískiptur,“ sagði Andri um lagasamsetninguna, „en öll lögin eiga það sameiginlegt að hverfast í kringum teknótónlist.“
Laugardaginn 29. desember hitar Andri tvívegis upp fyrir Grísalappalísu á Húrra, fyrst með dularfullu hljómsveitinni Ryba, og síðan sem Andi.