22 þúsund sörur fleyta fimleikahópnum til Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. desember 2018 11:43 Hluti hópsins við baksturinn, í húsakynnum Dunkin' Donuts, í október. Ella Holt „Krúttlega fjáröflunarhugmyndin“ fyrir meistarahóp Gróttu í fimleikum gekk vonum framar, að sögn eins aðstandenda hópsins. Greint var frá því um miðjan október að fimleikastelpurnar, sem eru á aldrinum 13 til 18 ára, væru byrjaðar að baka sörur af miklum móð og ætluðu sér svo að selja þær á 100 krónur stykkið. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Að sögn Ellu Holt, móðir einnar stúlku í hópnum, bakaði hópurinn alls rúmlega 22 þúsund sörur sem seldust allar. „Og gott betur, við erum löngu hættar að taka pantanir,“ segir Ella og bætir við að nú sér verið að ganga frá síðustu afhendingunum, en sörurnar voru afhentar í gjafaumbúðum.Sjá einnig: Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörumEinfaldur reikningur sýnir að óhætt er að áætla að með því að selja 22 þúsund sörur á 100 krónur stykkið hafi hópnum tekist að safna rúmum 2,2 milljónum króna með uppátækinu. Stelpurnar komist því í keppnisferða til Bandaríkjanna eins og stefnt var að og mun hópurinn fljúga til Tennessee þann 14. febrúar næstkomandi. Ella segir stúlkurnar þakklátar þeim styrktaraðilum sem gerðu baksturinn mögulegan; Mjólkursamsölunni, Nathan og Olsen, ísbúðin Skúbb auk Freyju. Þá hafi hópurinn fengið afnot af eldhúsi Dunkin’ Donuts við baksturinn og segir Ella að þetta hafi verið „ótrúlega lærdómsríkt ferli“ sem hafi gefist vel. Þá vilji hópurinn koma á framfæri þökkum til íbúa Vesturbæjar Reykjavíkur og Seltjarnarness, sem Ella segir að hafa veitt stúlkunum frábærar móttökur. Jól Matur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörum Móður stúlku í meistarahópi Gróttu í fimleikum datt í hug að sörubakstur væri góð fjáröflun. Hana óraði þó ekki fyrir undirtektunum. 19. október 2018 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
„Krúttlega fjáröflunarhugmyndin“ fyrir meistarahóp Gróttu í fimleikum gekk vonum framar, að sögn eins aðstandenda hópsins. Greint var frá því um miðjan október að fimleikastelpurnar, sem eru á aldrinum 13 til 18 ára, væru byrjaðar að baka sörur af miklum móð og ætluðu sér svo að selja þær á 100 krónur stykkið. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Að sögn Ellu Holt, móðir einnar stúlku í hópnum, bakaði hópurinn alls rúmlega 22 þúsund sörur sem seldust allar. „Og gott betur, við erum löngu hættar að taka pantanir,“ segir Ella og bætir við að nú sér verið að ganga frá síðustu afhendingunum, en sörurnar voru afhentar í gjafaumbúðum.Sjá einnig: Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörumEinfaldur reikningur sýnir að óhætt er að áætla að með því að selja 22 þúsund sörur á 100 krónur stykkið hafi hópnum tekist að safna rúmum 2,2 milljónum króna með uppátækinu. Stelpurnar komist því í keppnisferða til Bandaríkjanna eins og stefnt var að og mun hópurinn fljúga til Tennessee þann 14. febrúar næstkomandi. Ella segir stúlkurnar þakklátar þeim styrktaraðilum sem gerðu baksturinn mögulegan; Mjólkursamsölunni, Nathan og Olsen, ísbúðin Skúbb auk Freyju. Þá hafi hópurinn fengið afnot af eldhúsi Dunkin’ Donuts við baksturinn og segir Ella að þetta hafi verið „ótrúlega lærdómsríkt ferli“ sem hafi gefist vel. Þá vilji hópurinn koma á framfæri þökkum til íbúa Vesturbæjar Reykjavíkur og Seltjarnarness, sem Ella segir að hafa veitt stúlkunum frábærar móttökur.
Jól Matur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörum Móður stúlku í meistarahópi Gróttu í fimleikum datt í hug að sörubakstur væri góð fjáröflun. Hana óraði þó ekki fyrir undirtektunum. 19. október 2018 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörum Móður stúlku í meistarahópi Gróttu í fimleikum datt í hug að sörubakstur væri góð fjáröflun. Hana óraði þó ekki fyrir undirtektunum. 19. október 2018 07:00