Telur fæsta þingmenn spillta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2018 10:13 Guðmundur Andri setur þó þann varnagla við skoðun sína að reynsla hans af Alþingi sé enn takmörkuð. FBL/Eyþór Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Alþingismenn upp til hópa fólk sem reyni að sinna vinnu sinni af samviskusemi. Hann kemur ekki auga á að þingmenn séu almennt spilltir og veit ekki í hverju sú spilling ætti að lýsa sér. Þetta segir Guðmundur Andri á Facebook en um er að ræða viðbrögð þingmannsins við nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar kom fram að 65 prósent landsmanna telja að margir eða nánast allir 63 þingmenn landsins séu viðriðnir spillingu. Aðeins 2 prósent landsmanna telja að nánast engir þingmenn séu spilltir. Stofnunin gerði sömu könnun fyrir tveimur árum. Þá var hlutfall þeirra sem töldu nokkra ef ekki alla þingmenn viðriðna spillingu helmingi minna eða 34 prósent.Samanburður á skoðanakönnunum Félagsvísindastofnunar árið 2016 og 2018.Félagsvísindastofnun HÍ„Reynsla mín af þingi er svo sem takmörkuð enn. Ég er kannski ekki nógu næmur á þessa hluti, en ég kem hreinlega ekki auga á það að þingmenn séu almennt spilltir og veit ekki í hverju það ætti að lýsa sér,“ segir Guðmundur Andri sem tók sæti á Alþingi fyrir Samfylkinguna árið 2017. „Þetta er upp til hópa fólk sem er að reyna að sinna sinni vinnu af samviskusemi - margt með skrýtnar skoðanir vissulega, en það eitt og sér gerir manneskju ekki spillta, svona eins og ég skil það orð. Satt að segja stendur mér stuggur af þessari rótgrónu andúð á þinginu og því fólki sem þar starfar, held að við höfum vonda reynslu af andþingræðislegum stefnum á síðustu öld.“Uppfært klukkan 14:20Fyrirsögn var breytt eftir athugasemd frá þingmanninum. Hún var Kemur ekki auga á spillingu hjá kollegum sínum. Þingmaðurinn taldi þá fyrirsögn ekki lýsa færslu hans réttilega. Hann þyrfti að vera sjóndapur ef hann kæmi ekki auga á einhverja spillingu en hún væri ekki almenn. Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Alþingismenn upp til hópa fólk sem reyni að sinna vinnu sinni af samviskusemi. Hann kemur ekki auga á að þingmenn séu almennt spilltir og veit ekki í hverju sú spilling ætti að lýsa sér. Þetta segir Guðmundur Andri á Facebook en um er að ræða viðbrögð þingmannsins við nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar kom fram að 65 prósent landsmanna telja að margir eða nánast allir 63 þingmenn landsins séu viðriðnir spillingu. Aðeins 2 prósent landsmanna telja að nánast engir þingmenn séu spilltir. Stofnunin gerði sömu könnun fyrir tveimur árum. Þá var hlutfall þeirra sem töldu nokkra ef ekki alla þingmenn viðriðna spillingu helmingi minna eða 34 prósent.Samanburður á skoðanakönnunum Félagsvísindastofnunar árið 2016 og 2018.Félagsvísindastofnun HÍ„Reynsla mín af þingi er svo sem takmörkuð enn. Ég er kannski ekki nógu næmur á þessa hluti, en ég kem hreinlega ekki auga á það að þingmenn séu almennt spilltir og veit ekki í hverju það ætti að lýsa sér,“ segir Guðmundur Andri sem tók sæti á Alþingi fyrir Samfylkinguna árið 2017. „Þetta er upp til hópa fólk sem er að reyna að sinna sinni vinnu af samviskusemi - margt með skrýtnar skoðanir vissulega, en það eitt og sér gerir manneskju ekki spillta, svona eins og ég skil það orð. Satt að segja stendur mér stuggur af þessari rótgrónu andúð á þinginu og því fólki sem þar starfar, held að við höfum vonda reynslu af andþingræðislegum stefnum á síðustu öld.“Uppfært klukkan 14:20Fyrirsögn var breytt eftir athugasemd frá þingmanninum. Hún var Kemur ekki auga á spillingu hjá kollegum sínum. Þingmaðurinn taldi þá fyrirsögn ekki lýsa færslu hans réttilega. Hann þyrfti að vera sjóndapur ef hann kæmi ekki auga á einhverja spillingu en hún væri ekki almenn.
Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira