Duterte segist hafa brotið gegn vinnukonu sem táningur Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2018 14:55 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. EPA/FRANCIS R. MALASIG Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur enn á ný ollið usla heima fyrir og í þetta sinn þegar hann sagðist hafa „snert“ vinnukonu sem starfaði á heimili hans þegar hann var táningur. Samkvæmt AFP fréttaveitunni sagðist Duterte hafa farið inn í herbergi konunnar þar sem hún svaf og snert á henni kynfærin.Þetta sagði forsetinn í nótt þar sem hann var að rifja upp játningu hans við prest á árum áður. Hann sagðist hafa farið aftur inn í herbergi konunnar seinna og reynt að snerta hana aftur. Í sömu ræðu gagnrýndi Duterte kaþólsku kirkjuna vegna kynferðisbrota presta. Hann hefur áður haldið því fram að prestur hafi káfað á honum. Kirkjan hefur reglulega gagnrýnt Duterte fyrir „stríð“ hans gegn fíkniefnum en minnst fimm þúsund manns hafa dáið vegna þess, samkvæmt opinberu tölum.Ummæli forsetans hafa verið harðlega gagnrýnd en forsetaembættið segir að einungis hafi verið um hlægilega skrýtlu að ræða og sagan hafi bæði verið tilbúin og að Duterte hafi kryddað hana verulega. Stjórnarandstæðingar í Filippseyjum segja að Duterte ætti að segja af sér. Hann hafi í raun viðurkennt að hafa reynt að nauðga konu. Þingmaðurinn France Castro, lýsti Duterte sem sjúkum, samkvæmt Philippine Star. Forsvarsmenn kvennaflokksins Gabriela gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem Duterte er kallaður vitfirringur.Duterte hefur margsinnis valdið reiði með ummælum sínum og hegðun varðandi konur. Hann hefur til dæmis sagt hermönnum að skjóta konur í píkuna, til að gera þær gagnslausar. Hann hefur einnig sagt að hann hefði viljað nauðga sendiboða frá Ástralíu en hún var myrt í óeirðum í fangelsi í Filippseyjum árið 2016. Þá var hann gagnrýndur fyrr á árinu fyrir að kyssa konu á munninn á fjöldafundi. Asía Ástralía Filippseyjar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur enn á ný ollið usla heima fyrir og í þetta sinn þegar hann sagðist hafa „snert“ vinnukonu sem starfaði á heimili hans þegar hann var táningur. Samkvæmt AFP fréttaveitunni sagðist Duterte hafa farið inn í herbergi konunnar þar sem hún svaf og snert á henni kynfærin.Þetta sagði forsetinn í nótt þar sem hann var að rifja upp játningu hans við prest á árum áður. Hann sagðist hafa farið aftur inn í herbergi konunnar seinna og reynt að snerta hana aftur. Í sömu ræðu gagnrýndi Duterte kaþólsku kirkjuna vegna kynferðisbrota presta. Hann hefur áður haldið því fram að prestur hafi káfað á honum. Kirkjan hefur reglulega gagnrýnt Duterte fyrir „stríð“ hans gegn fíkniefnum en minnst fimm þúsund manns hafa dáið vegna þess, samkvæmt opinberu tölum.Ummæli forsetans hafa verið harðlega gagnrýnd en forsetaembættið segir að einungis hafi verið um hlægilega skrýtlu að ræða og sagan hafi bæði verið tilbúin og að Duterte hafi kryddað hana verulega. Stjórnarandstæðingar í Filippseyjum segja að Duterte ætti að segja af sér. Hann hafi í raun viðurkennt að hafa reynt að nauðga konu. Þingmaðurinn France Castro, lýsti Duterte sem sjúkum, samkvæmt Philippine Star. Forsvarsmenn kvennaflokksins Gabriela gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem Duterte er kallaður vitfirringur.Duterte hefur margsinnis valdið reiði með ummælum sínum og hegðun varðandi konur. Hann hefur til dæmis sagt hermönnum að skjóta konur í píkuna, til að gera þær gagnslausar. Hann hefur einnig sagt að hann hefði viljað nauðga sendiboða frá Ástralíu en hún var myrt í óeirðum í fangelsi í Filippseyjum árið 2016. Þá var hann gagnrýndur fyrr á árinu fyrir að kyssa konu á munninn á fjöldafundi.
Asía Ástralía Filippseyjar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira