Íslenska kvennalandsliðið í blaki spilaði í dag sinn síðasta leik í undanriðli EM kvenna 2019 þegar Belgar komu í heimsókn í Kópavoginn.
Belgíska liðið er eitt það besta í Evrópu og var þegar búið að tryggja sér sæti á toppi riðilsins. Gestirnir áttu ekki í vandræðum með að tryggja sér sigurinn í Digranesinu og unnu leikinn 3-0.
Hrinurnar enduðu 25-4, 25-7 og 25-6.
Ísland lýkur keppni án stiga en Belgar kláruðu riðilinn með fullt hús stiga. Slóvenía og Ísrael slást í kvöld um annað sætið og þar með sæti í lokakeppninni sem fram fer í haust.
Belgar reyndust Íslandi ofjarl
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

