Bæjarstjórinn segir mjög gott hljóð í íbúum Árborgar vegna alþjóðaflugvallar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. janúar 2019 21:00 Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir mjög gott hljóð í íbúum sveitarfélagsins vegna hugmyndar um að byggja alþjóðaflugvöll á mýrinni við Stokkseyri, en málið hefur verið kynnt fyrir landeigendum. Völlurinn yrði með þriggja kílómetra braut, á tveggja og hálfs ferkílómetra svæði og gæti kostað um 150 milljarða króna. Það var þétt skipaður bekkurinn í Ráðhúsi Árborgar síðdegis í gær þar sem landeigendur voru boðaðir á fund þar sem hugmyndin um nýja alþjóðaflugvöllinn var kynnt. Það eru bræðurnir Andri Björgvin og Sigtryggur Arnþórssynir, báðir lögfræðingar og Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali sem eru forsvarsmenn verkefnisins. Þeir segja að það mikilvægasta í málinu núna sé að fá viljayfirlýsingu frá Árborg um að farið verði í að kanna með alla möguleika verkefnisins. „Það er í rauninni grundvöllurinn, við erum ekki að fara að bora þarna eða setja niður veðurathugunarstöðvar í vanþökk sveitarfélagsins“, segir Andri Björgvin. „Ég geri ráði fyrir að viðskiptaáætlun yrði mjög jákvæð og veðurfarsathuganir verði mjög jákvæðar. Það er svolítið flókið varðandi jarðveginn, það þarf að skipta þarna út gríðarlegum jarðvegi til þess að gera þetta og svo er það náttúrulega umhverfismatið og afstaða íbúanna, það eru óljósu þættirnir held ég“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.En hvernig er hljóðið í íbúum varðandi flugvöllinn?„Það er mjög gott hljóð í íbúum finnst mér, mikill áhugi á að þetta verði skoðað.“Fjölmenni sótti fundinn þar sem skipst var á skoðunum á kostum og göllum flugvallarins í Árborg.Magnús HlynurÁætlanir gera ráð fyrir einni þriggja kílómetra flugbraut og nefnt var á fundinum að kostnaður við flugvöllinn gæti verið um 150 milljarðar króna. Það er þó alveg ljóst að mjög skiptar skoðanir eru á meðal íbúa um flugvöllinn, ekki síst hjá þeim sem búa á Stokkseyri og þar í kring. Guðnýju Rúnu Bjarkarsdóttir, íbúa á Stokkseyri, finnst hugmyndin um alþjóðaflugvöll í Stokkseyrarmýri galin. „Mér finnst hún frekar galin já, með fullri virðingu fyrir þeim sem eiga hlut að máli. Ég held að fólki lítist ekkert allt of vel á það að vera með þotuumferð yfir höfðinu á sér, flugvélar, sem eru að lenda og taka á loft, en ég tala að sjálfsögðu ekki fyrir aðra, en mér finnst að það eigi að bera málið undir okkur sem búum þarna“, segir Guðný. Páll Bjarnason, verkfræðingur hjá Eflu bendir hér á hugsanlega staðsetningu flugvallarins verði af byggingu hans í Stokkseyrarmýri.Ingimar Baldvinsson, sem rekur hestamiðstöðina Hólaborg rétt við Stokkseyri, er ánægður með hugmyndina að flugvellinum þó hann vilji ekki sjá hann í Stokkseyrarmýri, heldur frekar rétt hjá gatnamótum Eyrarbakka og Stokkseyrar þar sem er land í eigu Árborgar og ríkisins, sem afmarkast af Hraunsá í austri og hreppamarkaskurði í norður. „Mér finnst bara frábært að menn séu með svona hugmyndir og mjög gaman af því að fá stórar hugmyndir um nýjan flugvöll, það er sannarlega þörf á því,“ segir Ingimar.Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg sem segir hljóðið mjög gott í íbúum sveitarfélagsins gagnvart hugmyndinni um bygginu alþjóðaflugvallar í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Árborg Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Skipulag Stjórnsýsla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir mjög gott hljóð í íbúum sveitarfélagsins vegna hugmyndar um að byggja alþjóðaflugvöll á mýrinni við Stokkseyri, en málið hefur verið kynnt fyrir landeigendum. Völlurinn yrði með þriggja kílómetra braut, á tveggja og hálfs ferkílómetra svæði og gæti kostað um 150 milljarða króna. Það var þétt skipaður bekkurinn í Ráðhúsi Árborgar síðdegis í gær þar sem landeigendur voru boðaðir á fund þar sem hugmyndin um nýja alþjóðaflugvöllinn var kynnt. Það eru bræðurnir Andri Björgvin og Sigtryggur Arnþórssynir, báðir lögfræðingar og Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali sem eru forsvarsmenn verkefnisins. Þeir segja að það mikilvægasta í málinu núna sé að fá viljayfirlýsingu frá Árborg um að farið verði í að kanna með alla möguleika verkefnisins. „Það er í rauninni grundvöllurinn, við erum ekki að fara að bora þarna eða setja niður veðurathugunarstöðvar í vanþökk sveitarfélagsins“, segir Andri Björgvin. „Ég geri ráði fyrir að viðskiptaáætlun yrði mjög jákvæð og veðurfarsathuganir verði mjög jákvæðar. Það er svolítið flókið varðandi jarðveginn, það þarf að skipta þarna út gríðarlegum jarðvegi til þess að gera þetta og svo er það náttúrulega umhverfismatið og afstaða íbúanna, það eru óljósu þættirnir held ég“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.En hvernig er hljóðið í íbúum varðandi flugvöllinn?„Það er mjög gott hljóð í íbúum finnst mér, mikill áhugi á að þetta verði skoðað.“Fjölmenni sótti fundinn þar sem skipst var á skoðunum á kostum og göllum flugvallarins í Árborg.Magnús HlynurÁætlanir gera ráð fyrir einni þriggja kílómetra flugbraut og nefnt var á fundinum að kostnaður við flugvöllinn gæti verið um 150 milljarðar króna. Það er þó alveg ljóst að mjög skiptar skoðanir eru á meðal íbúa um flugvöllinn, ekki síst hjá þeim sem búa á Stokkseyri og þar í kring. Guðnýju Rúnu Bjarkarsdóttir, íbúa á Stokkseyri, finnst hugmyndin um alþjóðaflugvöll í Stokkseyrarmýri galin. „Mér finnst hún frekar galin já, með fullri virðingu fyrir þeim sem eiga hlut að máli. Ég held að fólki lítist ekkert allt of vel á það að vera með þotuumferð yfir höfðinu á sér, flugvélar, sem eru að lenda og taka á loft, en ég tala að sjálfsögðu ekki fyrir aðra, en mér finnst að það eigi að bera málið undir okkur sem búum þarna“, segir Guðný. Páll Bjarnason, verkfræðingur hjá Eflu bendir hér á hugsanlega staðsetningu flugvallarins verði af byggingu hans í Stokkseyrarmýri.Ingimar Baldvinsson, sem rekur hestamiðstöðina Hólaborg rétt við Stokkseyri, er ánægður með hugmyndina að flugvellinum þó hann vilji ekki sjá hann í Stokkseyrarmýri, heldur frekar rétt hjá gatnamótum Eyrarbakka og Stokkseyrar þar sem er land í eigu Árborgar og ríkisins, sem afmarkast af Hraunsá í austri og hreppamarkaskurði í norður. „Mér finnst bara frábært að menn séu með svona hugmyndir og mjög gaman af því að fá stórar hugmyndir um nýjan flugvöll, það er sannarlega þörf á því,“ segir Ingimar.Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg sem segir hljóðið mjög gott í íbúum sveitarfélagsins gagnvart hugmyndinni um bygginu alþjóðaflugvallar í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur
Árborg Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Skipulag Stjórnsýsla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira