Bæjarstjórinn segir mjög gott hljóð í íbúum Árborgar vegna alþjóðaflugvallar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. janúar 2019 21:00 Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir mjög gott hljóð í íbúum sveitarfélagsins vegna hugmyndar um að byggja alþjóðaflugvöll á mýrinni við Stokkseyri, en málið hefur verið kynnt fyrir landeigendum. Völlurinn yrði með þriggja kílómetra braut, á tveggja og hálfs ferkílómetra svæði og gæti kostað um 150 milljarða króna. Það var þétt skipaður bekkurinn í Ráðhúsi Árborgar síðdegis í gær þar sem landeigendur voru boðaðir á fund þar sem hugmyndin um nýja alþjóðaflugvöllinn var kynnt. Það eru bræðurnir Andri Björgvin og Sigtryggur Arnþórssynir, báðir lögfræðingar og Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali sem eru forsvarsmenn verkefnisins. Þeir segja að það mikilvægasta í málinu núna sé að fá viljayfirlýsingu frá Árborg um að farið verði í að kanna með alla möguleika verkefnisins. „Það er í rauninni grundvöllurinn, við erum ekki að fara að bora þarna eða setja niður veðurathugunarstöðvar í vanþökk sveitarfélagsins“, segir Andri Björgvin. „Ég geri ráði fyrir að viðskiptaáætlun yrði mjög jákvæð og veðurfarsathuganir verði mjög jákvæðar. Það er svolítið flókið varðandi jarðveginn, það þarf að skipta þarna út gríðarlegum jarðvegi til þess að gera þetta og svo er það náttúrulega umhverfismatið og afstaða íbúanna, það eru óljósu þættirnir held ég“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.En hvernig er hljóðið í íbúum varðandi flugvöllinn?„Það er mjög gott hljóð í íbúum finnst mér, mikill áhugi á að þetta verði skoðað.“Fjölmenni sótti fundinn þar sem skipst var á skoðunum á kostum og göllum flugvallarins í Árborg.Magnús HlynurÁætlanir gera ráð fyrir einni þriggja kílómetra flugbraut og nefnt var á fundinum að kostnaður við flugvöllinn gæti verið um 150 milljarðar króna. Það er þó alveg ljóst að mjög skiptar skoðanir eru á meðal íbúa um flugvöllinn, ekki síst hjá þeim sem búa á Stokkseyri og þar í kring. Guðnýju Rúnu Bjarkarsdóttir, íbúa á Stokkseyri, finnst hugmyndin um alþjóðaflugvöll í Stokkseyrarmýri galin. „Mér finnst hún frekar galin já, með fullri virðingu fyrir þeim sem eiga hlut að máli. Ég held að fólki lítist ekkert allt of vel á það að vera með þotuumferð yfir höfðinu á sér, flugvélar, sem eru að lenda og taka á loft, en ég tala að sjálfsögðu ekki fyrir aðra, en mér finnst að það eigi að bera málið undir okkur sem búum þarna“, segir Guðný. Páll Bjarnason, verkfræðingur hjá Eflu bendir hér á hugsanlega staðsetningu flugvallarins verði af byggingu hans í Stokkseyrarmýri.Ingimar Baldvinsson, sem rekur hestamiðstöðina Hólaborg rétt við Stokkseyri, er ánægður með hugmyndina að flugvellinum þó hann vilji ekki sjá hann í Stokkseyrarmýri, heldur frekar rétt hjá gatnamótum Eyrarbakka og Stokkseyrar þar sem er land í eigu Árborgar og ríkisins, sem afmarkast af Hraunsá í austri og hreppamarkaskurði í norður. „Mér finnst bara frábært að menn séu með svona hugmyndir og mjög gaman af því að fá stórar hugmyndir um nýjan flugvöll, það er sannarlega þörf á því,“ segir Ingimar.Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg sem segir hljóðið mjög gott í íbúum sveitarfélagsins gagnvart hugmyndinni um bygginu alþjóðaflugvallar í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Árborg Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Skipulag Stjórnsýsla Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir mjög gott hljóð í íbúum sveitarfélagsins vegna hugmyndar um að byggja alþjóðaflugvöll á mýrinni við Stokkseyri, en málið hefur verið kynnt fyrir landeigendum. Völlurinn yrði með þriggja kílómetra braut, á tveggja og hálfs ferkílómetra svæði og gæti kostað um 150 milljarða króna. Það var þétt skipaður bekkurinn í Ráðhúsi Árborgar síðdegis í gær þar sem landeigendur voru boðaðir á fund þar sem hugmyndin um nýja alþjóðaflugvöllinn var kynnt. Það eru bræðurnir Andri Björgvin og Sigtryggur Arnþórssynir, báðir lögfræðingar og Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali sem eru forsvarsmenn verkefnisins. Þeir segja að það mikilvægasta í málinu núna sé að fá viljayfirlýsingu frá Árborg um að farið verði í að kanna með alla möguleika verkefnisins. „Það er í rauninni grundvöllurinn, við erum ekki að fara að bora þarna eða setja niður veðurathugunarstöðvar í vanþökk sveitarfélagsins“, segir Andri Björgvin. „Ég geri ráði fyrir að viðskiptaáætlun yrði mjög jákvæð og veðurfarsathuganir verði mjög jákvæðar. Það er svolítið flókið varðandi jarðveginn, það þarf að skipta þarna út gríðarlegum jarðvegi til þess að gera þetta og svo er það náttúrulega umhverfismatið og afstaða íbúanna, það eru óljósu þættirnir held ég“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.En hvernig er hljóðið í íbúum varðandi flugvöllinn?„Það er mjög gott hljóð í íbúum finnst mér, mikill áhugi á að þetta verði skoðað.“Fjölmenni sótti fundinn þar sem skipst var á skoðunum á kostum og göllum flugvallarins í Árborg.Magnús HlynurÁætlanir gera ráð fyrir einni þriggja kílómetra flugbraut og nefnt var á fundinum að kostnaður við flugvöllinn gæti verið um 150 milljarðar króna. Það er þó alveg ljóst að mjög skiptar skoðanir eru á meðal íbúa um flugvöllinn, ekki síst hjá þeim sem búa á Stokkseyri og þar í kring. Guðnýju Rúnu Bjarkarsdóttir, íbúa á Stokkseyri, finnst hugmyndin um alþjóðaflugvöll í Stokkseyrarmýri galin. „Mér finnst hún frekar galin já, með fullri virðingu fyrir þeim sem eiga hlut að máli. Ég held að fólki lítist ekkert allt of vel á það að vera með þotuumferð yfir höfðinu á sér, flugvélar, sem eru að lenda og taka á loft, en ég tala að sjálfsögðu ekki fyrir aðra, en mér finnst að það eigi að bera málið undir okkur sem búum þarna“, segir Guðný. Páll Bjarnason, verkfræðingur hjá Eflu bendir hér á hugsanlega staðsetningu flugvallarins verði af byggingu hans í Stokkseyrarmýri.Ingimar Baldvinsson, sem rekur hestamiðstöðina Hólaborg rétt við Stokkseyri, er ánægður með hugmyndina að flugvellinum þó hann vilji ekki sjá hann í Stokkseyrarmýri, heldur frekar rétt hjá gatnamótum Eyrarbakka og Stokkseyrar þar sem er land í eigu Árborgar og ríkisins, sem afmarkast af Hraunsá í austri og hreppamarkaskurði í norður. „Mér finnst bara frábært að menn séu með svona hugmyndir og mjög gaman af því að fá stórar hugmyndir um nýjan flugvöll, það er sannarlega þörf á því,“ segir Ingimar.Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg sem segir hljóðið mjög gott í íbúum sveitarfélagsins gagnvart hugmyndinni um bygginu alþjóðaflugvallar í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur
Árborg Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Skipulag Stjórnsýsla Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira