Þórarinn í IKEA segir sjálfsafgreiðslu í verslunum útrýma störfum sem þykja ekki spennandi Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2019 17:49 Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Vísir Sjálfsafgreiðsla í verslunum mun aukast á næstu árum og sá tími mun renna upp að peningar hverfa úr umferð og fólk þarf ekki lengur að fara á kassa til að greiða fyrir vörurnar. Þetta sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var spurður út í þróun á sjálfsafgreiðslu í verslunum og hvort sú þjónusta væri betri en mannaðir kassar. Þórarinn sagði þessa þróun hafa átt sér stað á mun lengri tíma en fólk áttaði sig ár. Þórarinn rifjaði upp þegar hann var ungur maður og stóð í marga klukkutíma í biðröð eftir því að kaupa sér ferð til útlanda hjá Samvinnuferðum Landsýn. Í dag geri hann þetta vandræðalaust á örskotsstund á netinu þar sem hann sér um leið allskonar möguleika. Sama eigi við um heimabanka en áður fyrr þurfti að standa í biðröð í bönkum eftir einfaldri þjónustu sem er framkvæmd í tölvunni í dag. Sama eigi við um starfsfólk á bensíndælum en Þórarinn sagðist sjálfur hafa starfað sem bensíntittur á sínum yngri árum.Spurður hvort þetta þýddi ekki að störfum myndi fækka í verslunum svaraði Þórarinn að starfsfólkið færðist einungis til og myndi væntanlega taka að sér ráðgjöf og aðra þjónustu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni væri verið að fækka störfum sem flest séu ekki spennandi. „Það er ekki draumastarf að vera áratugi á kassa þó það séu margir sem byrji þar,“ sagði Þórarinn. Hann sagði það mun betri þjónustu að geta rokið beint á sjálfsafgreiðslukassa með eina tannkremstúpu í stað þess að þurfa bíða óralengi í röð eftir fólki sem væri með troðfullar körfur af vörum. Þórarinn bætti þó við að mannaðir kassar yrðu vafalaust til staðar í einhver ár til viðbótar en hjá Amazon eru þó komnar verslanir sem eru mannlausar. Þar eru RFID-flögur settar á vörurnar sem skannar nema og segja til um hvað viðkomandi hefur verslað og er það síðan dregið af viðskiptavininum.Sjálfsafgreiðslukassar í Krónunni.VísirSpurður út í hvernig reynslan væri af sjálfsafgreiðslu þegar kemur að því að viðskiptavinir séu samviskusamir og skanni allar vörur sem þeir eru með svaraði Þórarinn að tölfræðin sýni að rýrnun á vörum sé álíka mikil á mönnuðum kössum og sjálfsafgreiðslukössum. Þeir sem ætli sér að stela geri það hvort sem kassar eru mannaðir eða ekki. „Íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt fólk og ég er ekki með vantraust gagnvart þeim,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagði fólk verðmeti tíma sinn hátt og því kunni það ekki við að bíða lengi í röðum eftir afgreiðslu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni er ætlunin að stytta þann tíma. „Menn sakna ekki stórra ferðaskrifstofa þar sem menn biðu í röðum eftir að kaupa sér ferð til London,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að þeir sem ekki notuðu greiðslukort heldur vilja eða þurfa að greiða allt með reiðufé þurfi að fara á mannaða kassa og þannig verði það áfram. Með tíð og tíma muni þó peningar hverfa úr umferð. Hann var einnig spurður út í fjölbýlishúsið sem IKEA er að byggja í Urriðaholti fyrir starfsfólk sitt. Þórarinn sagði að reiknað sé með að flutt verði inn í mars en um er að ræða 34 íbúðir sem eru á bilinu 25 til 65 metrar að stærð en 450 starfa hjá IKEA á Íslandi í dag. IKEA Neytendur Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Sjálfsafgreiðsla í verslunum mun aukast á næstu árum og sá tími mun renna upp að peningar hverfa úr umferð og fólk þarf ekki lengur að fara á kassa til að greiða fyrir vörurnar. Þetta sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var spurður út í þróun á sjálfsafgreiðslu í verslunum og hvort sú þjónusta væri betri en mannaðir kassar. Þórarinn sagði þessa þróun hafa átt sér stað á mun lengri tíma en fólk áttaði sig ár. Þórarinn rifjaði upp þegar hann var ungur maður og stóð í marga klukkutíma í biðröð eftir því að kaupa sér ferð til útlanda hjá Samvinnuferðum Landsýn. Í dag geri hann þetta vandræðalaust á örskotsstund á netinu þar sem hann sér um leið allskonar möguleika. Sama eigi við um heimabanka en áður fyrr þurfti að standa í biðröð í bönkum eftir einfaldri þjónustu sem er framkvæmd í tölvunni í dag. Sama eigi við um starfsfólk á bensíndælum en Þórarinn sagðist sjálfur hafa starfað sem bensíntittur á sínum yngri árum.Spurður hvort þetta þýddi ekki að störfum myndi fækka í verslunum svaraði Þórarinn að starfsfólkið færðist einungis til og myndi væntanlega taka að sér ráðgjöf og aðra þjónustu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni væri verið að fækka störfum sem flest séu ekki spennandi. „Það er ekki draumastarf að vera áratugi á kassa þó það séu margir sem byrji þar,“ sagði Þórarinn. Hann sagði það mun betri þjónustu að geta rokið beint á sjálfsafgreiðslukassa með eina tannkremstúpu í stað þess að þurfa bíða óralengi í röð eftir fólki sem væri með troðfullar körfur af vörum. Þórarinn bætti þó við að mannaðir kassar yrðu vafalaust til staðar í einhver ár til viðbótar en hjá Amazon eru þó komnar verslanir sem eru mannlausar. Þar eru RFID-flögur settar á vörurnar sem skannar nema og segja til um hvað viðkomandi hefur verslað og er það síðan dregið af viðskiptavininum.Sjálfsafgreiðslukassar í Krónunni.VísirSpurður út í hvernig reynslan væri af sjálfsafgreiðslu þegar kemur að því að viðskiptavinir séu samviskusamir og skanni allar vörur sem þeir eru með svaraði Þórarinn að tölfræðin sýni að rýrnun á vörum sé álíka mikil á mönnuðum kössum og sjálfsafgreiðslukössum. Þeir sem ætli sér að stela geri það hvort sem kassar eru mannaðir eða ekki. „Íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt fólk og ég er ekki með vantraust gagnvart þeim,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagði fólk verðmeti tíma sinn hátt og því kunni það ekki við að bíða lengi í röðum eftir afgreiðslu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni er ætlunin að stytta þann tíma. „Menn sakna ekki stórra ferðaskrifstofa þar sem menn biðu í röðum eftir að kaupa sér ferð til London,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að þeir sem ekki notuðu greiðslukort heldur vilja eða þurfa að greiða allt með reiðufé þurfi að fara á mannaða kassa og þannig verði það áfram. Með tíð og tíma muni þó peningar hverfa úr umferð. Hann var einnig spurður út í fjölbýlishúsið sem IKEA er að byggja í Urriðaholti fyrir starfsfólk sitt. Þórarinn sagði að reiknað sé með að flutt verði inn í mars en um er að ræða 34 íbúðir sem eru á bilinu 25 til 65 metrar að stærð en 450 starfa hjá IKEA á Íslandi í dag.
IKEA Neytendur Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira