Þórarinn í IKEA segir sjálfsafgreiðslu í verslunum útrýma störfum sem þykja ekki spennandi Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2019 17:49 Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Vísir Sjálfsafgreiðsla í verslunum mun aukast á næstu árum og sá tími mun renna upp að peningar hverfa úr umferð og fólk þarf ekki lengur að fara á kassa til að greiða fyrir vörurnar. Þetta sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var spurður út í þróun á sjálfsafgreiðslu í verslunum og hvort sú þjónusta væri betri en mannaðir kassar. Þórarinn sagði þessa þróun hafa átt sér stað á mun lengri tíma en fólk áttaði sig ár. Þórarinn rifjaði upp þegar hann var ungur maður og stóð í marga klukkutíma í biðröð eftir því að kaupa sér ferð til útlanda hjá Samvinnuferðum Landsýn. Í dag geri hann þetta vandræðalaust á örskotsstund á netinu þar sem hann sér um leið allskonar möguleika. Sama eigi við um heimabanka en áður fyrr þurfti að standa í biðröð í bönkum eftir einfaldri þjónustu sem er framkvæmd í tölvunni í dag. Sama eigi við um starfsfólk á bensíndælum en Þórarinn sagðist sjálfur hafa starfað sem bensíntittur á sínum yngri árum.Spurður hvort þetta þýddi ekki að störfum myndi fækka í verslunum svaraði Þórarinn að starfsfólkið færðist einungis til og myndi væntanlega taka að sér ráðgjöf og aðra þjónustu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni væri verið að fækka störfum sem flest séu ekki spennandi. „Það er ekki draumastarf að vera áratugi á kassa þó það séu margir sem byrji þar,“ sagði Þórarinn. Hann sagði það mun betri þjónustu að geta rokið beint á sjálfsafgreiðslukassa með eina tannkremstúpu í stað þess að þurfa bíða óralengi í röð eftir fólki sem væri með troðfullar körfur af vörum. Þórarinn bætti þó við að mannaðir kassar yrðu vafalaust til staðar í einhver ár til viðbótar en hjá Amazon eru þó komnar verslanir sem eru mannlausar. Þar eru RFID-flögur settar á vörurnar sem skannar nema og segja til um hvað viðkomandi hefur verslað og er það síðan dregið af viðskiptavininum.Sjálfsafgreiðslukassar í Krónunni.VísirSpurður út í hvernig reynslan væri af sjálfsafgreiðslu þegar kemur að því að viðskiptavinir séu samviskusamir og skanni allar vörur sem þeir eru með svaraði Þórarinn að tölfræðin sýni að rýrnun á vörum sé álíka mikil á mönnuðum kössum og sjálfsafgreiðslukössum. Þeir sem ætli sér að stela geri það hvort sem kassar eru mannaðir eða ekki. „Íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt fólk og ég er ekki með vantraust gagnvart þeim,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagði fólk verðmeti tíma sinn hátt og því kunni það ekki við að bíða lengi í röðum eftir afgreiðslu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni er ætlunin að stytta þann tíma. „Menn sakna ekki stórra ferðaskrifstofa þar sem menn biðu í röðum eftir að kaupa sér ferð til London,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að þeir sem ekki notuðu greiðslukort heldur vilja eða þurfa að greiða allt með reiðufé þurfi að fara á mannaða kassa og þannig verði það áfram. Með tíð og tíma muni þó peningar hverfa úr umferð. Hann var einnig spurður út í fjölbýlishúsið sem IKEA er að byggja í Urriðaholti fyrir starfsfólk sitt. Þórarinn sagði að reiknað sé með að flutt verði inn í mars en um er að ræða 34 íbúðir sem eru á bilinu 25 til 65 metrar að stærð en 450 starfa hjá IKEA á Íslandi í dag. IKEA Neytendur Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Sjálfsafgreiðsla í verslunum mun aukast á næstu árum og sá tími mun renna upp að peningar hverfa úr umferð og fólk þarf ekki lengur að fara á kassa til að greiða fyrir vörurnar. Þetta sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var spurður út í þróun á sjálfsafgreiðslu í verslunum og hvort sú þjónusta væri betri en mannaðir kassar. Þórarinn sagði þessa þróun hafa átt sér stað á mun lengri tíma en fólk áttaði sig ár. Þórarinn rifjaði upp þegar hann var ungur maður og stóð í marga klukkutíma í biðröð eftir því að kaupa sér ferð til útlanda hjá Samvinnuferðum Landsýn. Í dag geri hann þetta vandræðalaust á örskotsstund á netinu þar sem hann sér um leið allskonar möguleika. Sama eigi við um heimabanka en áður fyrr þurfti að standa í biðröð í bönkum eftir einfaldri þjónustu sem er framkvæmd í tölvunni í dag. Sama eigi við um starfsfólk á bensíndælum en Þórarinn sagðist sjálfur hafa starfað sem bensíntittur á sínum yngri árum.Spurður hvort þetta þýddi ekki að störfum myndi fækka í verslunum svaraði Þórarinn að starfsfólkið færðist einungis til og myndi væntanlega taka að sér ráðgjöf og aðra þjónustu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni væri verið að fækka störfum sem flest séu ekki spennandi. „Það er ekki draumastarf að vera áratugi á kassa þó það séu margir sem byrji þar,“ sagði Þórarinn. Hann sagði það mun betri þjónustu að geta rokið beint á sjálfsafgreiðslukassa með eina tannkremstúpu í stað þess að þurfa bíða óralengi í röð eftir fólki sem væri með troðfullar körfur af vörum. Þórarinn bætti þó við að mannaðir kassar yrðu vafalaust til staðar í einhver ár til viðbótar en hjá Amazon eru þó komnar verslanir sem eru mannlausar. Þar eru RFID-flögur settar á vörurnar sem skannar nema og segja til um hvað viðkomandi hefur verslað og er það síðan dregið af viðskiptavininum.Sjálfsafgreiðslukassar í Krónunni.VísirSpurður út í hvernig reynslan væri af sjálfsafgreiðslu þegar kemur að því að viðskiptavinir séu samviskusamir og skanni allar vörur sem þeir eru með svaraði Þórarinn að tölfræðin sýni að rýrnun á vörum sé álíka mikil á mönnuðum kössum og sjálfsafgreiðslukössum. Þeir sem ætli sér að stela geri það hvort sem kassar eru mannaðir eða ekki. „Íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt fólk og ég er ekki með vantraust gagnvart þeim,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagði fólk verðmeti tíma sinn hátt og því kunni það ekki við að bíða lengi í röðum eftir afgreiðslu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni er ætlunin að stytta þann tíma. „Menn sakna ekki stórra ferðaskrifstofa þar sem menn biðu í röðum eftir að kaupa sér ferð til London,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að þeir sem ekki notuðu greiðslukort heldur vilja eða þurfa að greiða allt með reiðufé þurfi að fara á mannaða kassa og þannig verði það áfram. Með tíð og tíma muni þó peningar hverfa úr umferð. Hann var einnig spurður út í fjölbýlishúsið sem IKEA er að byggja í Urriðaholti fyrir starfsfólk sitt. Þórarinn sagði að reiknað sé með að flutt verði inn í mars en um er að ræða 34 íbúðir sem eru á bilinu 25 til 65 metrar að stærð en 450 starfa hjá IKEA á Íslandi í dag.
IKEA Neytendur Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun