Neytendur hvattir til að skoða fjarskiptareikningana sína vel Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Reikningar fjarskiptafyrirtækja geta verið nokkuð flóknir enda oft um margþætta þjónustu að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Samskiptastjóri Vodafone segist hafa hlegið að atriði í Áramótaskaupinu þar sem gert var grín að flóknum reikningum fjarskiptafyrirtækja. Vandkvæði hafi komið upp vegna sameiningar á síðasta ári en ástandið sé nú komið í lag. Neytendasamtökin aðstoðuðu félagsmann sem var færður sjálfkrafa í dýrari þjónustuleið. „Við erum að vinna í því að einfalda og skýra reikningagerðina okkar og þar er verið að vinna úr ábendingum frá viðskiptavinum. Það varð ákveðinn ruglingur um mitt síðasta ár þegar sameiningin varð. Þá vorum við að keyra saman reikningakerfi tveggja ólíkra fyrirtækja. Það voru ákveðin vandkvæði með það á tímabili,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Vodafone, um umræðuna um flókna og ógagnsæja reikninga fjarskiptafyrirtækja. Í Áramótaskaupinu var atriði sem fjallaði um par sem ræddi um hina og þessa fjarskiptareikninga. Parið var ekki visst um hvaða þjónustu verið væri að rukka fyrir en ákvað að best væri bara að borga þá alla. „Þetta atriði var mjög lýsandi. Þetta hefði ekki orðið gott atriði nema fólk þekkti þessar aðstæður og það hljóta mjög margir að gera. Við tökum undir það að þetta er of flókið og ógagnsætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Guðfinnur segir að umrætt atriði hafi kannski að einhverju leyti verið byggt á þessum vandkvæðum Vodafone. Þar á bæ hafi hins vegar verið hlegið að atriðinu. „Ef maður getur ekki hlegið stundum að sjálfum sér þá getur maður ekki hlegið að öðrum en þessi mál eru núna komin í eðlilegan og miklu betri farveg.“ Neytendasamtökin aðstoðuðu nýverið félagsmann sem hafði verið færður sjálfkrafa yfir í dýrari þjónustuleið þegar ódýrari leið var lögð niður. Hins vegar var hann ekki færður til baka þegar ódýrari leiðin var endurvakin. Fékk hann endurgreiddan kostnað vegna þess. Brynhildur segir að það berist töluverður fjöldi erinda vegna breytinga á þjónustuleiðum. „Við höfum líka verið að gera athugasemdir ef það eru óskiljanlegar upplýsingar á greiðsluseðlum. Það ætti að vera lýsandi heiti á þeirri þjónustu sem verið er að rukka fyrir.“ Hún brýnir fyrir fólki að skoða reikningana vel. „Við sjáum mörg dæmi um að neytandinn hafi ekki brugðist við. Það er á ábyrgð neytandans að hafa stjórn á þessu. Við höfum samt náð árangri þar sem hægt er að sýna fram á að fyrirtæki hafi ekki upplýst um breytingar.“ Guðfinnur segist ekki kannast við dæmi eins og Neytendasamtökin hafi rakið enda séu allar breytingar á verði og þjónustu vel kynntar. Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, tekur í sama streng og segir að lögum samkvæmt þurfi að tilkynna um allar verð- og þjónustubreytingar með góðum fyrirvara. Hann hvetur neytendur til að skoða reikningana sína vel. „Það á við um fjarskiptareikninga eins og alla reikninga að maður á að skoða þá áður en maður borgar þá. Það kemur alltaf fyrir að einhverjum finnist þeir flóknir eða átti sig ekki á því hvað verið sé að borga fyrir. Það er samt ekki mikill fjöldi af þeim gríðarlega fjölda reikninga sem við sendum.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Símreikningurinn fjórfalt hærri en lagt var upp með Neytendasamtökin segjast hafa fengið margar ábendingar og kvartanir vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. 7. janúar 2019 14:40 Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
Samskiptastjóri Vodafone segist hafa hlegið að atriði í Áramótaskaupinu þar sem gert var grín að flóknum reikningum fjarskiptafyrirtækja. Vandkvæði hafi komið upp vegna sameiningar á síðasta ári en ástandið sé nú komið í lag. Neytendasamtökin aðstoðuðu félagsmann sem var færður sjálfkrafa í dýrari þjónustuleið. „Við erum að vinna í því að einfalda og skýra reikningagerðina okkar og þar er verið að vinna úr ábendingum frá viðskiptavinum. Það varð ákveðinn ruglingur um mitt síðasta ár þegar sameiningin varð. Þá vorum við að keyra saman reikningakerfi tveggja ólíkra fyrirtækja. Það voru ákveðin vandkvæði með það á tímabili,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Vodafone, um umræðuna um flókna og ógagnsæja reikninga fjarskiptafyrirtækja. Í Áramótaskaupinu var atriði sem fjallaði um par sem ræddi um hina og þessa fjarskiptareikninga. Parið var ekki visst um hvaða þjónustu verið væri að rukka fyrir en ákvað að best væri bara að borga þá alla. „Þetta atriði var mjög lýsandi. Þetta hefði ekki orðið gott atriði nema fólk þekkti þessar aðstæður og það hljóta mjög margir að gera. Við tökum undir það að þetta er of flókið og ógagnsætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Guðfinnur segir að umrætt atriði hafi kannski að einhverju leyti verið byggt á þessum vandkvæðum Vodafone. Þar á bæ hafi hins vegar verið hlegið að atriðinu. „Ef maður getur ekki hlegið stundum að sjálfum sér þá getur maður ekki hlegið að öðrum en þessi mál eru núna komin í eðlilegan og miklu betri farveg.“ Neytendasamtökin aðstoðuðu nýverið félagsmann sem hafði verið færður sjálfkrafa yfir í dýrari þjónustuleið þegar ódýrari leið var lögð niður. Hins vegar var hann ekki færður til baka þegar ódýrari leiðin var endurvakin. Fékk hann endurgreiddan kostnað vegna þess. Brynhildur segir að það berist töluverður fjöldi erinda vegna breytinga á þjónustuleiðum. „Við höfum líka verið að gera athugasemdir ef það eru óskiljanlegar upplýsingar á greiðsluseðlum. Það ætti að vera lýsandi heiti á þeirri þjónustu sem verið er að rukka fyrir.“ Hún brýnir fyrir fólki að skoða reikningana vel. „Við sjáum mörg dæmi um að neytandinn hafi ekki brugðist við. Það er á ábyrgð neytandans að hafa stjórn á þessu. Við höfum samt náð árangri þar sem hægt er að sýna fram á að fyrirtæki hafi ekki upplýst um breytingar.“ Guðfinnur segist ekki kannast við dæmi eins og Neytendasamtökin hafi rakið enda séu allar breytingar á verði og þjónustu vel kynntar. Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, tekur í sama streng og segir að lögum samkvæmt þurfi að tilkynna um allar verð- og þjónustubreytingar með góðum fyrirvara. Hann hvetur neytendur til að skoða reikningana sína vel. „Það á við um fjarskiptareikninga eins og alla reikninga að maður á að skoða þá áður en maður borgar þá. Það kemur alltaf fyrir að einhverjum finnist þeir flóknir eða átti sig ekki á því hvað verið sé að borga fyrir. Það er samt ekki mikill fjöldi af þeim gríðarlega fjölda reikninga sem við sendum.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Símreikningurinn fjórfalt hærri en lagt var upp með Neytendasamtökin segjast hafa fengið margar ábendingar og kvartanir vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. 7. janúar 2019 14:40 Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
Símreikningurinn fjórfalt hærri en lagt var upp með Neytendasamtökin segjast hafa fengið margar ábendingar og kvartanir vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. 7. janúar 2019 14:40
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent