Börn með krabbamein fengu hár Atla að gjöf Lovísa Arnardóttir skrifar 7. janúar 2019 06:30 Á myndinni eru þeir Atli Freyr til hægri og til vinstri er Breki Freyr bróðir hans. Þeir eru tvíburar. Atli ákvað að klippa sitt hár, en Breki er enn með sitt síða hár. Þeir æfa báðir fimleika og fótbolta. MYND/ERNIR Atli Freyr er í sjötta bekk. Hann æfir fimleika og fótbolta með Breiðabliki. Atli hefur nær alla sína ævi safnað hári og náði það alveg niður á rass, en seint á síðasta ári, eftir langa umhugsun, ákvað hann að láta klippa sig og gefa hárið til samtakanna Wigs for Kids sem búa til hárkollur fyrir börn sem glíma við krabbamein. Móðir Atla, Soffía Jónasdóttir, er barnalæknir sem lengi starfaði í Bandaríkjunum og því hafði Atli heyrt það hjá mömmu sinni að það væri hægt að gefa hárið. Spurður hvers vegna hann ákvað að láta klippa sig segir Atli:Á myndinni má sjá hversu sítt hárið á Atla var áður en það var klippt.MYND/SOFFÍA JÓNASDÓTTIR„Ég bara þarf það ekki og annað fólk þarf það meira.“ Ákvörðun Atla var þó langt frá því að vera skyndiákvörðun. Soffía móðir hans segir frá því að þau hafi verið búin að ræða það í nærri heilt ár, en eftir að hann vissi að það væri hægt að gefa það, reyndist honum auðveldara að taka ákvörðunina, þó hann segi það líka hafa verið skrítið. Þau pöntuðu tíma á hárgreiðslustofunni með mánaðarfyrirvara svo Atli hefði smá umhugsunartíma. Þegar kom að stóra deginum var Soffía vel undirbúin með poka og teygjur svo hægt væri að setja hárið beint í poka og varðveita það fyrir hárkollugerðina. Hún segir að hárgreiðslumeistarinn hafi aldrei klippt neinn áður sem ætlaði að gefa hárið og sagði síðar að Atli væri líklega með síðasta hár sem hann hafði nokkurn tíma klippt af karli eða strák. Atli vissi ekki hver myndi fá hárið en fyrir viku fékk Soffía móðir hans mynd af lítilli stúlku sem hafði fengið allt hárið hans Atla í hárkollu. Viðbrögð Atla voru fyrst að velta því fyrir sér hvort hún fyndi fyrir hárinu eins og hann gerði, en hann heldur nú að hún geri það ekki. Atli segir að honum hafi fundist það flott og gaman að fá myndina en hann hélt að hann myndi aldrei sjá mynd af einhverjum öðrum með hárið. Spurður hvort hann ætli að safna hári aftur svarar Atli því neitandi. Honum finnst þægilegt að vera stutthærður. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Atli Freyr er í sjötta bekk. Hann æfir fimleika og fótbolta með Breiðabliki. Atli hefur nær alla sína ævi safnað hári og náði það alveg niður á rass, en seint á síðasta ári, eftir langa umhugsun, ákvað hann að láta klippa sig og gefa hárið til samtakanna Wigs for Kids sem búa til hárkollur fyrir börn sem glíma við krabbamein. Móðir Atla, Soffía Jónasdóttir, er barnalæknir sem lengi starfaði í Bandaríkjunum og því hafði Atli heyrt það hjá mömmu sinni að það væri hægt að gefa hárið. Spurður hvers vegna hann ákvað að láta klippa sig segir Atli:Á myndinni má sjá hversu sítt hárið á Atla var áður en það var klippt.MYND/SOFFÍA JÓNASDÓTTIR„Ég bara þarf það ekki og annað fólk þarf það meira.“ Ákvörðun Atla var þó langt frá því að vera skyndiákvörðun. Soffía móðir hans segir frá því að þau hafi verið búin að ræða það í nærri heilt ár, en eftir að hann vissi að það væri hægt að gefa það, reyndist honum auðveldara að taka ákvörðunina, þó hann segi það líka hafa verið skrítið. Þau pöntuðu tíma á hárgreiðslustofunni með mánaðarfyrirvara svo Atli hefði smá umhugsunartíma. Þegar kom að stóra deginum var Soffía vel undirbúin með poka og teygjur svo hægt væri að setja hárið beint í poka og varðveita það fyrir hárkollugerðina. Hún segir að hárgreiðslumeistarinn hafi aldrei klippt neinn áður sem ætlaði að gefa hárið og sagði síðar að Atli væri líklega með síðasta hár sem hann hafði nokkurn tíma klippt af karli eða strák. Atli vissi ekki hver myndi fá hárið en fyrir viku fékk Soffía móðir hans mynd af lítilli stúlku sem hafði fengið allt hárið hans Atla í hárkollu. Viðbrögð Atla voru fyrst að velta því fyrir sér hvort hún fyndi fyrir hárinu eins og hann gerði, en hann heldur nú að hún geri það ekki. Atli segir að honum hafi fundist það flott og gaman að fá myndina en hann hélt að hann myndi aldrei sjá mynd af einhverjum öðrum með hárið. Spurður hvort hann ætli að safna hári aftur svarar Atli því neitandi. Honum finnst þægilegt að vera stutthærður.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira