Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Anton Ingi Leifsson skrifar 5. janúar 2019 13:16 Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, á ársþingi sambandsins fyrir árið 2015. Myndasafn KSÍ Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta, ætli íslenskur fótbolti ekki að dragast aftur úr. Geir tilkynnti í dag að hann myndi bjóða sig fram sem formaður KSÍ en ársþing KSÍ fer fram 9. febrúar. Geir býður sig því fram gegn sitjandi formanni, Guðna Bergssyni, sem tók við af Geir fyrir tveimur árum eftir spennandi formannsslag við Björn Einarsson. „Þetta á sér töluverðan aðdraganda og ég byrjaði fyrst að hugsa um þetta í haust. Ég hef rætt við marga aðila í hreyfingunni og mín niðurstaða er sú að gefa kost á mér aftur,“ sagði Geir í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 þar sem hann ræddi um framboð sitt. „Ástríðan er enn til staðar og gríðarlegur áhugi. Þetta er stór hluti af mínu lífi að vinna við íslenska knattspyrnu og ég ákvað að slá fyrst og fremst til því ég hef nýja sýn fyrir íslenska knattspyrnu.“ Geir er fullur efasemda um stöðuna í dag. „Ég tel að staða okkar í dag sé ekki svo góð í heildina litið. Við verðum að gera breytingar,“ sagði Geir sem hefur starfað mikið á vegum UEFA og FIFA sem eftirlitsmaður og fleira frá því hann hætti sem formaður KSÍ í febrúar 2017. „Það voru margir að spyrja af hverju ég hætti og hvað kom fyrir og svo framvegis. Eftir samtals 25 ár í KSÍ og þar áður tíu ár í KR þá bara vantaði starfsgleðina. Mig vantaði gleði í mín störf og fyrra árið fór að hlaða batteríin.“Hlusta má á viðtalið við Geir í heild sinni hér fyrir neðan.Togstreita bakvið tjöldin Með fjarlægðinni segir Geir að hann hafi fengið nýja sýn á knattspyrnusambandið þar sem hann var nánast innsti koppur í búri í um 25 ár. Fyrst sem framkvæmdastjóri en síðar formaður. „Þegar maður stígur út fyrir og er ekki í daglegri umsýslu þá fer maður að hugsa og sjá hlutina í nýju ljósi. Ég áttaði mig á því að við þurfum að gera breytingar og veigamiklar breytingar á skipulagi okkar knattspyrnu til að ná enn meiri framförum.“ „Meginástæðan fyrir því að ég býð mig fram núna er því ég hef nýja sýn á skipulag íslenskrar knattspyrnu. Hvernig við eigum að byggja upp knattspyrnuna til framtíðar og það er ekki lausnin að KSÍ blási út. Það er að myndast gjá á milli KSÍ og aðildarfélaganna.“ „Eins og þetta er í dag er mikil togstreita milli KSÍ og aðildarfélaganna. Íslenskur toppfótbolti stendur þar fyrir utan án þess að vera formlegur hluti af skipluagi KSÍ. Nú þurfum við að stofna deildarsamtök.“ Margir hafa gagnrýnt markaðsstarf Pepsi-deildanna undanfarin ár og segir Geir að deildirnar hér heima hafi gleymst í öllu því góðæri sem hefur staðið yfir. „Á síðasta áratugi hefur íslenska knattspyrnan vaxið svo mikið og Ísland hefur reglulega farið í úrslitakeppnir. Þá hefur Íslandsmótið ekki fengið þá athygli sem vera skildi og ekki verið unnið að því á þann hátt sem þarf til að markaðssetja íslenska knattspyrnu. Þetta gengur ekki svona áfram.“ „Við þurfum að sameina íslensku knattspyrnuhreyfinguna. Bakvið tjöldin er rosaleg togstreita innan íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Geir sem neitaði því að framboð sitt tengdist samtökunum íslenskum toppfótbolta eða ÍTF. „Við erum ekki á góðum stað í dag. Það eru átök innan hreyfingarinnar og það er ekki upp á yfirborðinu en er þannig undir. Við verðum að vinna saman og það verður að vera meiri eining innan íslenskrar knattspyrnur. Til þess að það verði þá verðum við að gera skipulagsbreytingar.“Guðni Bergsson núverandi formaður KSÍ. Vísir/VilhelmEkki svo viss um yfirmann knattspyrnumála Komist Geir til valda segir hann að hans fyrstu verk í sambandinu verði að stofna nýjan hóp til að vinna að miklum breytingum sem Geir vill gera á deildakeppninni hér heima. „Það fyrsta sem ég ætla að gera er að stofna hóp til að vinna að þessum miklu kerfisbreytingum. Við getum ekki innleitt þær á þessu þingi og þyrftum að innleiða þær eftir ár. Við þurfum að setja þetta mál í fjarveg.“ „Síðan er auðvitað gríðarlega mikilvægt mál fyrir íslenska knattspyrnu að tryggja okkur þáttöku á EM 2020,“ sagði Geir en umræðan snérist þá að A-landsliði karla sem vann ekki leik á síðasta ári. „Árangur okkar á síðasta ári var undir væntingum og september var mikil vonbrigði bæði karla- og kvennamegin. Við misstum fótana í íslenskri knattspyrnu og það er mikilvægt að standa vel að málum og koma landsliðinu á Evrópumótin 2020 og kvennalandsliðinu 2021.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um yfirmann knattspyrnumála. Geir segir þó að aðalatriðið fyrir íslenskan fótbolta sé að styrkja liðin í landinu - ekki eyða meiri peningum innan veggja KSÍ. „Það getur vel verið að það eigi rétt á sér að vera með verkstjórn í yngri landsliðum Íslands. Aðildarfélögin hafa ekki kallað eftir þessu starfi og ég held að í þessu eins og mörgu öðru - hver er vilji aðildarfélaganna?“ „Eftir hverju eru þau að leita? Það sem skiptir þau mestu máli í dag er að styrkja sinn rekstargrundvöll og skipulag íslenskar knattspyrnu. Þau kalla eftir því og það hefur forgang. Við eigum ekki að gera KSÍ og skrifstofuna þar að of miklu bákni.“Geir og landsliðsmenn.vísir/samsett myndSegir grein í helgarblaði DV ósanngjarna Í helgarblaði DV í gær birtist nafnlaus grein þar sem stóð að landsliðsmenn íslenska landsliðsins hefðu lítinn áhuga á að Geir myndi snúa aftur í formannsstólinn. Einnig stóð að mikil drykkjumenning hafi verið er Geir var við völd. Geir gefur lítið fyrir þetta. „Ég er ekki óumdeildur og ég hef misstigið mig í mínu ferli. Lífið hefur farið upp og niður en það er samofið knattspyrnunni. Mitt líf er mest megnis innan knattspyrnunnar og ég hef lært góð gildi í mínu uppeldisfélagi. Ég reyni að lifa eftir þeim og ég er betri manneskja en ég var fyrir tveimur árum. Maður þroskast og lærir.“ „Ég átti alveg von á því að ég fengi einhvern óhróður yfir mig. Árangur kemur ekki af sjálfu sér og það þarf mikla vinnu til að ná árangri. Það getur vel verið að ég hafi einhvern tímann fengið mér of mikið í tána þegar ég var að fagna góðum árangri. Það kann vel að vera og ég þarf að læra af því.“ „Ég hef þroskast þessi tvö ár sem ég hef stigið til hliðar. Ég get gert betur í ýmsum málum. Ég ætla ekki að eyða kröftum mínum í að svara þessu og þetta er ósanngjarnt að öllu leyti. Ég hugsa að þessu hafi mögulega verið plantað til þess að hafa áhrif á það sem ég er að gera núna (bjóða sig fram).“ „Eitt af þeim gildum sem ég lærði í fótbolta var drenglyndi og að koma heiðarlega fram. Ég mun einbeita mér að gera það. Ég ber virðingu fyrir Guðna Bergssyni og það verður aldrei öðruvísi,“ sagði Geir aðspurður um hvort að baráttan um völdin yrði ljót. Viðtalið við Geir má heyra í heild sinni hér að neðan en viðtalið hefst á elleftu mínútu. Farið er um víðan völl. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir býður sig fram gegn Guðna: Formannsslagur í febrúar Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun fá mótframboð á ársþingi KSÍ í febrúar en Geir Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig fram á nýjan leik. 5. janúar 2019 12:15 Íslenskur toppfótbolti ekki með mótframboð gegn Guðna Ársþing KSÍ er í febrúar og sögusagnir hafa verið um að Guðni Bergsson fái mótframboð. 27. nóvember 2018 20:45 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta, ætli íslenskur fótbolti ekki að dragast aftur úr. Geir tilkynnti í dag að hann myndi bjóða sig fram sem formaður KSÍ en ársþing KSÍ fer fram 9. febrúar. Geir býður sig því fram gegn sitjandi formanni, Guðna Bergssyni, sem tók við af Geir fyrir tveimur árum eftir spennandi formannsslag við Björn Einarsson. „Þetta á sér töluverðan aðdraganda og ég byrjaði fyrst að hugsa um þetta í haust. Ég hef rætt við marga aðila í hreyfingunni og mín niðurstaða er sú að gefa kost á mér aftur,“ sagði Geir í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 þar sem hann ræddi um framboð sitt. „Ástríðan er enn til staðar og gríðarlegur áhugi. Þetta er stór hluti af mínu lífi að vinna við íslenska knattspyrnu og ég ákvað að slá fyrst og fremst til því ég hef nýja sýn fyrir íslenska knattspyrnu.“ Geir er fullur efasemda um stöðuna í dag. „Ég tel að staða okkar í dag sé ekki svo góð í heildina litið. Við verðum að gera breytingar,“ sagði Geir sem hefur starfað mikið á vegum UEFA og FIFA sem eftirlitsmaður og fleira frá því hann hætti sem formaður KSÍ í febrúar 2017. „Það voru margir að spyrja af hverju ég hætti og hvað kom fyrir og svo framvegis. Eftir samtals 25 ár í KSÍ og þar áður tíu ár í KR þá bara vantaði starfsgleðina. Mig vantaði gleði í mín störf og fyrra árið fór að hlaða batteríin.“Hlusta má á viðtalið við Geir í heild sinni hér fyrir neðan.Togstreita bakvið tjöldin Með fjarlægðinni segir Geir að hann hafi fengið nýja sýn á knattspyrnusambandið þar sem hann var nánast innsti koppur í búri í um 25 ár. Fyrst sem framkvæmdastjóri en síðar formaður. „Þegar maður stígur út fyrir og er ekki í daglegri umsýslu þá fer maður að hugsa og sjá hlutina í nýju ljósi. Ég áttaði mig á því að við þurfum að gera breytingar og veigamiklar breytingar á skipulagi okkar knattspyrnu til að ná enn meiri framförum.“ „Meginástæðan fyrir því að ég býð mig fram núna er því ég hef nýja sýn á skipulag íslenskrar knattspyrnu. Hvernig við eigum að byggja upp knattspyrnuna til framtíðar og það er ekki lausnin að KSÍ blási út. Það er að myndast gjá á milli KSÍ og aðildarfélaganna.“ „Eins og þetta er í dag er mikil togstreita milli KSÍ og aðildarfélaganna. Íslenskur toppfótbolti stendur þar fyrir utan án þess að vera formlegur hluti af skipluagi KSÍ. Nú þurfum við að stofna deildarsamtök.“ Margir hafa gagnrýnt markaðsstarf Pepsi-deildanna undanfarin ár og segir Geir að deildirnar hér heima hafi gleymst í öllu því góðæri sem hefur staðið yfir. „Á síðasta áratugi hefur íslenska knattspyrnan vaxið svo mikið og Ísland hefur reglulega farið í úrslitakeppnir. Þá hefur Íslandsmótið ekki fengið þá athygli sem vera skildi og ekki verið unnið að því á þann hátt sem þarf til að markaðssetja íslenska knattspyrnu. Þetta gengur ekki svona áfram.“ „Við þurfum að sameina íslensku knattspyrnuhreyfinguna. Bakvið tjöldin er rosaleg togstreita innan íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Geir sem neitaði því að framboð sitt tengdist samtökunum íslenskum toppfótbolta eða ÍTF. „Við erum ekki á góðum stað í dag. Það eru átök innan hreyfingarinnar og það er ekki upp á yfirborðinu en er þannig undir. Við verðum að vinna saman og það verður að vera meiri eining innan íslenskrar knattspyrnur. Til þess að það verði þá verðum við að gera skipulagsbreytingar.“Guðni Bergsson núverandi formaður KSÍ. Vísir/VilhelmEkki svo viss um yfirmann knattspyrnumála Komist Geir til valda segir hann að hans fyrstu verk í sambandinu verði að stofna nýjan hóp til að vinna að miklum breytingum sem Geir vill gera á deildakeppninni hér heima. „Það fyrsta sem ég ætla að gera er að stofna hóp til að vinna að þessum miklu kerfisbreytingum. Við getum ekki innleitt þær á þessu þingi og þyrftum að innleiða þær eftir ár. Við þurfum að setja þetta mál í fjarveg.“ „Síðan er auðvitað gríðarlega mikilvægt mál fyrir íslenska knattspyrnu að tryggja okkur þáttöku á EM 2020,“ sagði Geir en umræðan snérist þá að A-landsliði karla sem vann ekki leik á síðasta ári. „Árangur okkar á síðasta ári var undir væntingum og september var mikil vonbrigði bæði karla- og kvennamegin. Við misstum fótana í íslenskri knattspyrnu og það er mikilvægt að standa vel að málum og koma landsliðinu á Evrópumótin 2020 og kvennalandsliðinu 2021.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um yfirmann knattspyrnumála. Geir segir þó að aðalatriðið fyrir íslenskan fótbolta sé að styrkja liðin í landinu - ekki eyða meiri peningum innan veggja KSÍ. „Það getur vel verið að það eigi rétt á sér að vera með verkstjórn í yngri landsliðum Íslands. Aðildarfélögin hafa ekki kallað eftir þessu starfi og ég held að í þessu eins og mörgu öðru - hver er vilji aðildarfélaganna?“ „Eftir hverju eru þau að leita? Það sem skiptir þau mestu máli í dag er að styrkja sinn rekstargrundvöll og skipulag íslenskar knattspyrnu. Þau kalla eftir því og það hefur forgang. Við eigum ekki að gera KSÍ og skrifstofuna þar að of miklu bákni.“Geir og landsliðsmenn.vísir/samsett myndSegir grein í helgarblaði DV ósanngjarna Í helgarblaði DV í gær birtist nafnlaus grein þar sem stóð að landsliðsmenn íslenska landsliðsins hefðu lítinn áhuga á að Geir myndi snúa aftur í formannsstólinn. Einnig stóð að mikil drykkjumenning hafi verið er Geir var við völd. Geir gefur lítið fyrir þetta. „Ég er ekki óumdeildur og ég hef misstigið mig í mínu ferli. Lífið hefur farið upp og niður en það er samofið knattspyrnunni. Mitt líf er mest megnis innan knattspyrnunnar og ég hef lært góð gildi í mínu uppeldisfélagi. Ég reyni að lifa eftir þeim og ég er betri manneskja en ég var fyrir tveimur árum. Maður þroskast og lærir.“ „Ég átti alveg von á því að ég fengi einhvern óhróður yfir mig. Árangur kemur ekki af sjálfu sér og það þarf mikla vinnu til að ná árangri. Það getur vel verið að ég hafi einhvern tímann fengið mér of mikið í tána þegar ég var að fagna góðum árangri. Það kann vel að vera og ég þarf að læra af því.“ „Ég hef þroskast þessi tvö ár sem ég hef stigið til hliðar. Ég get gert betur í ýmsum málum. Ég ætla ekki að eyða kröftum mínum í að svara þessu og þetta er ósanngjarnt að öllu leyti. Ég hugsa að þessu hafi mögulega verið plantað til þess að hafa áhrif á það sem ég er að gera núna (bjóða sig fram).“ „Eitt af þeim gildum sem ég lærði í fótbolta var drenglyndi og að koma heiðarlega fram. Ég mun einbeita mér að gera það. Ég ber virðingu fyrir Guðna Bergssyni og það verður aldrei öðruvísi,“ sagði Geir aðspurður um hvort að baráttan um völdin yrði ljót. Viðtalið við Geir má heyra í heild sinni hér að neðan en viðtalið hefst á elleftu mínútu. Farið er um víðan völl.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir býður sig fram gegn Guðna: Formannsslagur í febrúar Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun fá mótframboð á ársþingi KSÍ í febrúar en Geir Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig fram á nýjan leik. 5. janúar 2019 12:15 Íslenskur toppfótbolti ekki með mótframboð gegn Guðna Ársþing KSÍ er í febrúar og sögusagnir hafa verið um að Guðni Bergsson fái mótframboð. 27. nóvember 2018 20:45 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Geir býður sig fram gegn Guðna: Formannsslagur í febrúar Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun fá mótframboð á ársþingi KSÍ í febrúar en Geir Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig fram á nýjan leik. 5. janúar 2019 12:15
Íslenskur toppfótbolti ekki með mótframboð gegn Guðna Ársþing KSÍ er í febrúar og sögusagnir hafa verið um að Guðni Bergsson fái mótframboð. 27. nóvember 2018 20:45