Rafdraumar Þórarinn Þórarinsson. skrifar 4. janúar 2019 06:45 Líf hvers og eins er línulaga saga sem hefst við fæðingu og lýkur með dauðanum. Með alls konar útúrdúrum, endurlitum, áföllum, óvæntum gleðistundum, eftirsjá, bakþönkum og þessu óþolandi „ef ég hefði bara …“. Í ljósi þessarar sögulegu samfellu er mér meinilla við mót vikna, mánaða og ekki síst ára enda ganga þau fyrst og fremst út á að halda utan um alls konar leiðindi; telja saman daga og reikna á okkur vexti og dráttarvexti. Sonur minn flutti til Danmerkur 2010 þannig að ég er búinn að sakna hans, með stuttum og stopulum hléum, í átta ár. Vel rúmlega 2.500 daga. Helvíti bratt. Móðir hans var besti vinur minn löngu áður en hún varð kærastan mín, síðar eiginkona, að lokum fyrrverandi eiginkona og strax að loknum grunnskóla tók hún upp á þeirri skelfingu að gerast skiptinemi í Bandaríkjunum í eitt ár. Það var langt og erfitt ár enda var þetta í fyrndinni þegar flöskuskeyti, sendibréf og fokdýr millilandasímtöl voru einu leiðirnar til þess að eiga samskipti milli landa. Strákurinn minn reyndi að hughreysta mig á köldum janúarmorgni fyrir átta árum þegar hann kvaddi með þeim orðum að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur: „We’ll always be together in electric dreams,“ með vísan í titillag 80s-myndar um þunglynda tölvu. Þó að þú sért órafjarri/ég sé þig sérhvern dag/ég þarf ekki að reyna/ég loka augunum/Við verðum alltaf saman/þó löng sé þessi leið/Við verðum alltaf saman/ saman í rafdraumum. (Þýðing: Gísli Ásgeirsson.) Enn er þetta huggun harmi gegn og ósköp má maður vera þakklátur fyrir Skype, Facetime, tölvupósta og Facebook-spjallið og allt þetta tölvudót þegar kemur að kveðjustund eftir gott jólafrí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Sjá meira
Líf hvers og eins er línulaga saga sem hefst við fæðingu og lýkur með dauðanum. Með alls konar útúrdúrum, endurlitum, áföllum, óvæntum gleðistundum, eftirsjá, bakþönkum og þessu óþolandi „ef ég hefði bara …“. Í ljósi þessarar sögulegu samfellu er mér meinilla við mót vikna, mánaða og ekki síst ára enda ganga þau fyrst og fremst út á að halda utan um alls konar leiðindi; telja saman daga og reikna á okkur vexti og dráttarvexti. Sonur minn flutti til Danmerkur 2010 þannig að ég er búinn að sakna hans, með stuttum og stopulum hléum, í átta ár. Vel rúmlega 2.500 daga. Helvíti bratt. Móðir hans var besti vinur minn löngu áður en hún varð kærastan mín, síðar eiginkona, að lokum fyrrverandi eiginkona og strax að loknum grunnskóla tók hún upp á þeirri skelfingu að gerast skiptinemi í Bandaríkjunum í eitt ár. Það var langt og erfitt ár enda var þetta í fyrndinni þegar flöskuskeyti, sendibréf og fokdýr millilandasímtöl voru einu leiðirnar til þess að eiga samskipti milli landa. Strákurinn minn reyndi að hughreysta mig á köldum janúarmorgni fyrir átta árum þegar hann kvaddi með þeim orðum að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur: „We’ll always be together in electric dreams,“ með vísan í titillag 80s-myndar um þunglynda tölvu. Þó að þú sért órafjarri/ég sé þig sérhvern dag/ég þarf ekki að reyna/ég loka augunum/Við verðum alltaf saman/þó löng sé þessi leið/Við verðum alltaf saman/ saman í rafdraumum. (Þýðing: Gísli Ásgeirsson.) Enn er þetta huggun harmi gegn og ósköp má maður vera þakklátur fyrir Skype, Facetime, tölvupósta og Facebook-spjallið og allt þetta tölvudót þegar kemur að kveðjustund eftir gott jólafrí.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar