Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Íslandsmeistara Vals, hefur legið á spítala í tæpan mánuð og gæti misst af fyrstu leikjum Vals í Pepsideildinni í vor.
Þetta kemur fram í viðtali við Kristinn sem birtist á vefsíðunni 433.is í dag.
Kristinn Freyr hefur verið að glíma við meiðsli í hné og átti að fara í einfalda aðgerð 10. desember. Hann fékk hins vegar sýkingu í skurðinn og er enn á spítalanum.
„Ég fæ sýklalyf í æð fjórum sinnum á sólarhring, ég verð eitthvað lengur frá en ég átti von á þegar ég lagðist hérna inn 10. desember. Nú er talað um 4 til 6 mánuði, ég er kappi við tímann við að ná byrjuninni í Pepsi-deildinni. Ástandið er bara óljóst,“ sagði Kristinn við 433.is.
Sýkingin kom vegna bakteríu sem var í líkama Kristins fyrir og má segja það lán í óláni að hún var ekki skæðari því þá gæti hún hafa komið í veg fyrir að hann spilaði fótbolta aftur.
Kristinn þurfti að eyða jólunum og áramótunum á spítalanum, hann fær stundum að skreppa heim á milli gjafa en þarf að vera yfir nótt á spítalanum.
Fyrsti leikur Vals í Pepsideild karla er gegn Víkingi 26. apríl.
Kristinn Freyr gæti misst af fyrstu leikjum Vals
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




„Ég trúi þessu varla“
Sport


Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn

Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum
Enski boltinn