PewDiePie minnist Stefáns Karls í einu vinsælasta YouTube-myndbandi frá upphafi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2019 18:21 PewDiePie, sem heitir réttu nafni Felix Kjellberg, og Stefán Karl Stefánsson. Mynd/Samsett YouTube-stjarnan PewDiePie minnist leikarans Stefáns Karls Stefánssonar í myndbandi sem er orðið það vinsælasta á vefsíðunni frá upphafi ef talið er í notendum sem stutt hafa á „like“-hnappinn. Myndbandið er eins konar yfirlit yfir það sem bar helst á YouTube árið 2018 og var birt á rás PewDiePie, sem heitir réttu nafni Felix Kjellberg, þann 27. desember síðastliðinn. Um er að ræða túlkun PewDiePie sjálfs á hinu svokallaða „YouTube Rewind“, eða Youtube-endurliti, sem framleitt hefur verið á hverju ári síðan 2010.Sjá einnig: Stærsta YouTube-stjarna heims á Íslandi: PewDiePie og kærastan kolféllu fyrir landinuMikil óánægja greip um sig innan YouTube-samfélagsins vegna endurlitsins í ár en það þótti ekki fanga hinn sanna anda síðunnar nægilega vel. Þannig hafi stjórnendur YouTube t.d. gert Hollywood-stjörnum og tónlistarmönnum hátt undir höfði en hundsað raunverulega notendur síðunnar á borð við PewDiePie, Shane Dawson og Logan Paul. Myndbandið hefur nú hlotið þann vafasama heiður að vera það óvinsælasta í sögu YouTube en þegar þetta er ritað hafa um 15 milljón notendur ýtt á „dislike“-takkann. Endurlit PewDiePie hefur hins vegar hlotið öllu betri viðtökur og kennir þar ýmissa grasa. Hann tekur fyrir vinsæla notendur síðunnar og myndbönd sem vöktu athygli á árinu. Þá minnist hann einnig merkra einstaklinga sem létust á árinu, þar á meðal Stefáns Karls sem lést í ágúst 43 ára að aldri eftir langvinna baráttu við krabbamein. Minningarhluti myndbandsins hefst á mínútu 3:20. Auk Stefáns Karls eru fjórir einstaklingar teknir fyrir: plötusnúðurinn Avicii, myndasagnafrömuðurinn Stan Lee, Stephen Hillenburg, höfundur þáttanna um Svamp Sveinsson, og eðlisfræðingurinn Stephen Hawking.Stefán Karl naut mikilla vinsælla á Internetinu en yfir milljón notendur eru áskrifendur að YouTube-rás hans. Þá varð hann að óvæntri netstjörnu árið 2016 þegar milljónir horfðu á svokölluð „meme“ af honum í gervi Robbie Rotten, hins bandaríska Glanna Glæps úr Latabæ. PewDiePie er vinsælasta YouTube-stjarna heims en hann státar af um 80 milljónum áskrifenda á síðunni. Þá hefur endurlitsmyndband hans nú fengið flest „like“ af öllum YouTube-myndböndum sem ekki teljast til tónlistarmyndbanda en þegar þetta er ritað hafa 6,8 milljón notendur líkað við myndbandið. Hér að neðan má svo sjá hið opinbera, og umdeilda, YouTube-endurlit fyrir árið 2018. Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Flutningur Stefáns Karls á Latarbæjarlagi slær í gegn Myndband af Stefáni Karli hefur notið mikilla vinsælda á Twitter. 22. ágúst 2018 22:12 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00 Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. 22. ágúst 2018 15:00 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Lífið Fleiri fréttir Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Sjá meira
YouTube-stjarnan PewDiePie minnist leikarans Stefáns Karls Stefánssonar í myndbandi sem er orðið það vinsælasta á vefsíðunni frá upphafi ef talið er í notendum sem stutt hafa á „like“-hnappinn. Myndbandið er eins konar yfirlit yfir það sem bar helst á YouTube árið 2018 og var birt á rás PewDiePie, sem heitir réttu nafni Felix Kjellberg, þann 27. desember síðastliðinn. Um er að ræða túlkun PewDiePie sjálfs á hinu svokallaða „YouTube Rewind“, eða Youtube-endurliti, sem framleitt hefur verið á hverju ári síðan 2010.Sjá einnig: Stærsta YouTube-stjarna heims á Íslandi: PewDiePie og kærastan kolféllu fyrir landinuMikil óánægja greip um sig innan YouTube-samfélagsins vegna endurlitsins í ár en það þótti ekki fanga hinn sanna anda síðunnar nægilega vel. Þannig hafi stjórnendur YouTube t.d. gert Hollywood-stjörnum og tónlistarmönnum hátt undir höfði en hundsað raunverulega notendur síðunnar á borð við PewDiePie, Shane Dawson og Logan Paul. Myndbandið hefur nú hlotið þann vafasama heiður að vera það óvinsælasta í sögu YouTube en þegar þetta er ritað hafa um 15 milljón notendur ýtt á „dislike“-takkann. Endurlit PewDiePie hefur hins vegar hlotið öllu betri viðtökur og kennir þar ýmissa grasa. Hann tekur fyrir vinsæla notendur síðunnar og myndbönd sem vöktu athygli á árinu. Þá minnist hann einnig merkra einstaklinga sem létust á árinu, þar á meðal Stefáns Karls sem lést í ágúst 43 ára að aldri eftir langvinna baráttu við krabbamein. Minningarhluti myndbandsins hefst á mínútu 3:20. Auk Stefáns Karls eru fjórir einstaklingar teknir fyrir: plötusnúðurinn Avicii, myndasagnafrömuðurinn Stan Lee, Stephen Hillenburg, höfundur þáttanna um Svamp Sveinsson, og eðlisfræðingurinn Stephen Hawking.Stefán Karl naut mikilla vinsælla á Internetinu en yfir milljón notendur eru áskrifendur að YouTube-rás hans. Þá varð hann að óvæntri netstjörnu árið 2016 þegar milljónir horfðu á svokölluð „meme“ af honum í gervi Robbie Rotten, hins bandaríska Glanna Glæps úr Latabæ. PewDiePie er vinsælasta YouTube-stjarna heims en hann státar af um 80 milljónum áskrifenda á síðunni. Þá hefur endurlitsmyndband hans nú fengið flest „like“ af öllum YouTube-myndböndum sem ekki teljast til tónlistarmyndbanda en þegar þetta er ritað hafa 6,8 milljón notendur líkað við myndbandið. Hér að neðan má svo sjá hið opinbera, og umdeilda, YouTube-endurlit fyrir árið 2018.
Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Flutningur Stefáns Karls á Latarbæjarlagi slær í gegn Myndband af Stefáni Karli hefur notið mikilla vinsælda á Twitter. 22. ágúst 2018 22:12 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00 Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. 22. ágúst 2018 15:00 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Lífið Fleiri fréttir Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Sjá meira
Flutningur Stefáns Karls á Latarbæjarlagi slær í gegn Myndband af Stefáni Karli hefur notið mikilla vinsælda á Twitter. 22. ágúst 2018 22:12
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00
Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. 22. ágúst 2018 15:00