Nýr hundrað prósent áfengisskattur í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2019 13:00 HM-bikarinn verður afhentur næst í Katar í desember 2022þ Vísir/Getty Katar heldur heimsmeistarakeppnina í fótbolta eftir fjögur ár og fótboltaáhugafólk mun þá streyma til landsins til að fylgjast með keppninni. Eins og vaninn er á slíkum samkomum þá skálar fólk við flest tækifæri og hefur gaman. Verð á áfengi skiptir því marga mjög miklu máli. Nýjustu fréttir frá Katar eru ekki beint hagstæðar fyrir budduna auk þess að það á enn eftir að koma í ljós hvar verður leyfilegt að drekka á meðan mótinu stendur. Það eru mjög strangar reglur um neyslu áfengis í Katar eins og í öðrum múslimaríkjum. Nú eru stjórnvöld í landinu búin að hækka áfengisskattinn svo sem um munar.Qatar has enacted a 100% tax on all alcohol. Standard bottle of beer in a store goes from $3 to $6. Can’t imagine what that bottle sells for at a stadium if it’s still in place for the 2022 World Cup. https://t.co/cS6MFRfUTr — Darren Rovell (@darrenrovell) January 2, 2019Eini áfengissmásalinn í Katar sendi viðskiptavinum sínum bréf á nýársdag þar sem fram kom að allt áfengi sem verður flutt inn til landsins fær nú á sig nýjan hundrað prósent skatt. Verð á áfengi tvöfaldaðist því um áramótin. Kippa af bjór sem áður kostaði vanalega um þrettán dollara mun nú kosta 26 dollara. 26 dollarar eru rúmlega þrjú þúsund krónur íslenskar. Nú var árið 2019 að renna í garð en HM í fótbolta hefst ekki fyrr í nóvember 2022. Álagningin gæti því hækkað enn frekar á þessum tæpu fjórum árum. Útlendingar mega ekki flytja áfengi inn til landsins og allt áfengi er gert upptækt á flugvellinum í Dóha. Það má heldur ekki drekka opinberlega. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Katar heldur heimsmeistarakeppnina í fótbolta eftir fjögur ár og fótboltaáhugafólk mun þá streyma til landsins til að fylgjast með keppninni. Eins og vaninn er á slíkum samkomum þá skálar fólk við flest tækifæri og hefur gaman. Verð á áfengi skiptir því marga mjög miklu máli. Nýjustu fréttir frá Katar eru ekki beint hagstæðar fyrir budduna auk þess að það á enn eftir að koma í ljós hvar verður leyfilegt að drekka á meðan mótinu stendur. Það eru mjög strangar reglur um neyslu áfengis í Katar eins og í öðrum múslimaríkjum. Nú eru stjórnvöld í landinu búin að hækka áfengisskattinn svo sem um munar.Qatar has enacted a 100% tax on all alcohol. Standard bottle of beer in a store goes from $3 to $6. Can’t imagine what that bottle sells for at a stadium if it’s still in place for the 2022 World Cup. https://t.co/cS6MFRfUTr — Darren Rovell (@darrenrovell) January 2, 2019Eini áfengissmásalinn í Katar sendi viðskiptavinum sínum bréf á nýársdag þar sem fram kom að allt áfengi sem verður flutt inn til landsins fær nú á sig nýjan hundrað prósent skatt. Verð á áfengi tvöfaldaðist því um áramótin. Kippa af bjór sem áður kostaði vanalega um þrettán dollara mun nú kosta 26 dollara. 26 dollarar eru rúmlega þrjú þúsund krónur íslenskar. Nú var árið 2019 að renna í garð en HM í fótbolta hefst ekki fyrr í nóvember 2022. Álagningin gæti því hækkað enn frekar á þessum tæpu fjórum árum. Útlendingar mega ekki flytja áfengi inn til landsins og allt áfengi er gert upptækt á flugvellinum í Dóha. Það má heldur ekki drekka opinberlega.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira