Fór með hundana og fann flöskuskeytið í Fuglanesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2019 11:23 Hundarnir tveir og flöskuskeytið. Arnt Eirik Hansen Arnt Eirik Hansen, íbúi í Berlevåg í Noregi, fann á nýársdag flöskuskeyti sem kastað var í hafið við strendur Íslands í sumar. Skeytið hefur ferðast 5000 kílómetra og barst til Noregs á næstsíðasta degi nýliðins árs. Það fannst í fjörunni í Fuglenesbukta skammt vestan við Berlevåg. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. Verkefninu er ætlað að sýna fram á að rusl og plast sem hent er í hafið getur ferðast ótrúlegustu vegalengdir. „Skeytið virðist af myndunum frá Arnt að dæma í góðu ásigkomulagi en þó virðist raki hafa komist að bréfinu frá Atla. Við þökkum Arnt kærlega fyrir að sækja flöskuskeytið og það var gaman að sjá hvernig samfélagsmiðlarnir voru notaðir til að koma skilaboðum til Norðmanna á svæðinu og einnig Íslendinga sem þar eru búsettir. Ólafur Sigurgeirsson, sem býr í Berlevåg reyndi að nálgast skeytið á gamlársdag en varð frá að hverfa sökum öldugangs. Við þökkum honum einnig fyrir að reyna að finna skeytið,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá samgöngu- og umhverfissviði Verkíss.Arnt Eirik Hansen tók myndband frá fundarstaðnum sem sjá má hér að neðan.Klippa: Flöskuskeyti finnst í Noregi eftir fimm þúsund kílómetra ferðalag frá ÍslandiSkeytið ferðaðist rúmlega 5000 kílómetra frá 20. júlí þar til nú. Ferðalag skeytisins, sem búið er sérstökum GPS-sendi sem gefur upp staðsetningu skeytisins á sex tíma fresti hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig en í frétt af vef Verkíss segir frá því að þann 20. júlí, fjórtán dögum eftir að skeytið var sent af stað, hafi það strandað í Herdísarvík. Það var þó sjósett að nýju og kom ekki að landi fyrr en í dag, 164 dögum síðar. „Arnt Eirik Hansen er búinn að opna skeytið og sjá bréfið frá Atla og við munum nú biðja hann um að koma því aftur til okkar. Þar sem enn er eftir hleðsla í sendinum þá er aldrei að vita nema við setjum það á flot á ný,“ segir Arnór Þórir. Með verkefninu vildi Atli Svavarsson koma á framfæri að rusl og plast sem hent er í hafið getur borist langar leiðir. Atli og faðir hans Svavar Hávarðsson hafa komist í fréttirnar fyrir dugnað sinn við plokk á höfuðborgarsvæðinu.Bréf Atla má lesa hér (PDF). Norðurlönd Umhverfismál Tengdar fréttir Flöskuskeyti ellefu ára drengs ferðaðist meira en fimm þúsund kílómetra frá Íslandi til Noregs Flöskuskeyti sem kastað var í hafið suðaustur af Íslandi í júlí á þessu ári kom á land í norðurhluta Noregs í dag. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. 30. desember 2018 22:32 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Arnt Eirik Hansen, íbúi í Berlevåg í Noregi, fann á nýársdag flöskuskeyti sem kastað var í hafið við strendur Íslands í sumar. Skeytið hefur ferðast 5000 kílómetra og barst til Noregs á næstsíðasta degi nýliðins árs. Það fannst í fjörunni í Fuglenesbukta skammt vestan við Berlevåg. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. Verkefninu er ætlað að sýna fram á að rusl og plast sem hent er í hafið getur ferðast ótrúlegustu vegalengdir. „Skeytið virðist af myndunum frá Arnt að dæma í góðu ásigkomulagi en þó virðist raki hafa komist að bréfinu frá Atla. Við þökkum Arnt kærlega fyrir að sækja flöskuskeytið og það var gaman að sjá hvernig samfélagsmiðlarnir voru notaðir til að koma skilaboðum til Norðmanna á svæðinu og einnig Íslendinga sem þar eru búsettir. Ólafur Sigurgeirsson, sem býr í Berlevåg reyndi að nálgast skeytið á gamlársdag en varð frá að hverfa sökum öldugangs. Við þökkum honum einnig fyrir að reyna að finna skeytið,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá samgöngu- og umhverfissviði Verkíss.Arnt Eirik Hansen tók myndband frá fundarstaðnum sem sjá má hér að neðan.Klippa: Flöskuskeyti finnst í Noregi eftir fimm þúsund kílómetra ferðalag frá ÍslandiSkeytið ferðaðist rúmlega 5000 kílómetra frá 20. júlí þar til nú. Ferðalag skeytisins, sem búið er sérstökum GPS-sendi sem gefur upp staðsetningu skeytisins á sex tíma fresti hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig en í frétt af vef Verkíss segir frá því að þann 20. júlí, fjórtán dögum eftir að skeytið var sent af stað, hafi það strandað í Herdísarvík. Það var þó sjósett að nýju og kom ekki að landi fyrr en í dag, 164 dögum síðar. „Arnt Eirik Hansen er búinn að opna skeytið og sjá bréfið frá Atla og við munum nú biðja hann um að koma því aftur til okkar. Þar sem enn er eftir hleðsla í sendinum þá er aldrei að vita nema við setjum það á flot á ný,“ segir Arnór Þórir. Með verkefninu vildi Atli Svavarsson koma á framfæri að rusl og plast sem hent er í hafið getur borist langar leiðir. Atli og faðir hans Svavar Hávarðsson hafa komist í fréttirnar fyrir dugnað sinn við plokk á höfuðborgarsvæðinu.Bréf Atla má lesa hér (PDF).
Norðurlönd Umhverfismál Tengdar fréttir Flöskuskeyti ellefu ára drengs ferðaðist meira en fimm þúsund kílómetra frá Íslandi til Noregs Flöskuskeyti sem kastað var í hafið suðaustur af Íslandi í júlí á þessu ári kom á land í norðurhluta Noregs í dag. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. 30. desember 2018 22:32 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Flöskuskeyti ellefu ára drengs ferðaðist meira en fimm þúsund kílómetra frá Íslandi til Noregs Flöskuskeyti sem kastað var í hafið suðaustur af Íslandi í júlí á þessu ári kom á land í norðurhluta Noregs í dag. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. 30. desember 2018 22:32