Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2019 23:45 Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar. Vísir/EPA Breskir fjölmiðlar fylgjast nú náið með Filippus prins, hertoga af Edinborg, eftir að hann varð valdur að árekstri nærri Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum fyrir tveimur sólarhringum.Fyrr í kvöld sagði fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC frá því að lögreglan hefði boðað að Filippus, sem er eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, fengi enga sérmeðferð við rannsókn lögreglunnar á árekstrinum. Sagði BBC frá því að hinn 97 ára gamli prins hefði sést keyrandi einn nú nokkrum dögum eftir slysið. Seinna í kvöld var bætt um betur í fréttaflutningnum og greint frá því að lögreglan í Norfolk hefði veitt prinsinum aldna tiltal eftir að bæði Daily Mail og The Sun birtu myndir af bílferð hans þar sem hertoginn var einn í för á nýjum Land Rover og án sætisbeltis.Sagðist hafa blindast af sólinni Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum sem vaðr þegar hann ók bíl sínum á KIA-bifreið. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar, 28 ára gömul kona, hlaut skurði en farþeginn, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði. Níu mánaða gamall drengur var einnig í KIA-bifreiðinni en hann slapp ómeiddur. Hertoginn var einn í bílnum þegar slysið varð. Roy Warne, sem varð vitni að slysinu, sagði við BBC að hertoginn hefði spurt á vettvangi hvort fólkið í KIA-bílnum hefði nokkuð slasat. Sagðist Warne hafa heyrt þegar hertoginn tjáði lögreglu að hann hefði blindast af sólinni áður en áreksturinn varð. Segir prinsinn ekki hafa beðið sig afsökunarElísabet drottning og Fillipus prins.Vísir/EPA„Ég er heppin að vera á lífi en hann hefur ekki einu sinni beðist afsökunar,“ Emma segir í samtali við vef breska dagblaðsins The Mirror. Hún segist ekki hafa fengið símtal frá konungsfjölskyldunni en segir tengilið lögreglunnar við konungsfjölskylduna hafa sett sig í samband við hana og skilað kveðju til hennar frá drottningunni og hertoganum. Emma segir skilaboðin hafa verið óskiljanleg, hún hafi ekki verið beðin afsökunar og þá hafi hjónin ekki skilað óskum um bata til hennar. Áður hafði talsmaður fjölskyldunnar sagt við BBC að haft hefði verið samband við þá sem voru í KIA-bifreiðinni og þeim óskað skjóts bata.Var spennt fyrir símtali frá drottningunni Emma segist hafa búist við meiru af konungsfjölskyldunni. Þá dregur hún útskýringar hertogans um að hann hafi blindast af sólinni í efa því skýjað hefði verið þennan dag. „Ég elska konungsfjölskylduna en mér líður eins og ég hafi verið hunsuð. Hvað þyrfti að gerast svo prinsinn myndi biðja mig afsökunar, ef hann sér þá eftir þessu? Var það svo erfitt fyrir hann og drottninguna að senda mér kort og blóm?“ Hún segir að henni hafi verið ráðlagt að tala ekki við neinn um slysið og henni sagt að búast við símtali frá fjölskyldunni í gær. „Ég veit að drottningin er önnum kafin en ég var orðin mjög spennt eftir símtali frá henni.“ Bretland England Kóngafólk Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Breskir fjölmiðlar fylgjast nú náið með Filippus prins, hertoga af Edinborg, eftir að hann varð valdur að árekstri nærri Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum fyrir tveimur sólarhringum.Fyrr í kvöld sagði fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC frá því að lögreglan hefði boðað að Filippus, sem er eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, fengi enga sérmeðferð við rannsókn lögreglunnar á árekstrinum. Sagði BBC frá því að hinn 97 ára gamli prins hefði sést keyrandi einn nú nokkrum dögum eftir slysið. Seinna í kvöld var bætt um betur í fréttaflutningnum og greint frá því að lögreglan í Norfolk hefði veitt prinsinum aldna tiltal eftir að bæði Daily Mail og The Sun birtu myndir af bílferð hans þar sem hertoginn var einn í för á nýjum Land Rover og án sætisbeltis.Sagðist hafa blindast af sólinni Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum sem vaðr þegar hann ók bíl sínum á KIA-bifreið. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar, 28 ára gömul kona, hlaut skurði en farþeginn, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði. Níu mánaða gamall drengur var einnig í KIA-bifreiðinni en hann slapp ómeiddur. Hertoginn var einn í bílnum þegar slysið varð. Roy Warne, sem varð vitni að slysinu, sagði við BBC að hertoginn hefði spurt á vettvangi hvort fólkið í KIA-bílnum hefði nokkuð slasat. Sagðist Warne hafa heyrt þegar hertoginn tjáði lögreglu að hann hefði blindast af sólinni áður en áreksturinn varð. Segir prinsinn ekki hafa beðið sig afsökunarElísabet drottning og Fillipus prins.Vísir/EPA„Ég er heppin að vera á lífi en hann hefur ekki einu sinni beðist afsökunar,“ Emma segir í samtali við vef breska dagblaðsins The Mirror. Hún segist ekki hafa fengið símtal frá konungsfjölskyldunni en segir tengilið lögreglunnar við konungsfjölskylduna hafa sett sig í samband við hana og skilað kveðju til hennar frá drottningunni og hertoganum. Emma segir skilaboðin hafa verið óskiljanleg, hún hafi ekki verið beðin afsökunar og þá hafi hjónin ekki skilað óskum um bata til hennar. Áður hafði talsmaður fjölskyldunnar sagt við BBC að haft hefði verið samband við þá sem voru í KIA-bifreiðinni og þeim óskað skjóts bata.Var spennt fyrir símtali frá drottningunni Emma segist hafa búist við meiru af konungsfjölskyldunni. Þá dregur hún útskýringar hertogans um að hann hafi blindast af sólinni í efa því skýjað hefði verið þennan dag. „Ég elska konungsfjölskylduna en mér líður eins og ég hafi verið hunsuð. Hvað þyrfti að gerast svo prinsinn myndi biðja mig afsökunar, ef hann sér þá eftir þessu? Var það svo erfitt fyrir hann og drottninguna að senda mér kort og blóm?“ Hún segir að henni hafi verið ráðlagt að tala ekki við neinn um slysið og henni sagt að búast við símtali frá fjölskyldunni í gær. „Ég veit að drottningin er önnum kafin en ég var orðin mjög spennt eftir símtali frá henni.“
Bretland England Kóngafólk Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira