Strákarnir okkar hefja einmitt leik á móti Þýskalandi í Lanxess-höllinni í Köln í kvöld klukkan 19.30 þar sem sigur er nauðsynlegur fyrir íslenska liðið ef það ætlar sér að berjast um sjöunda sætið á mótinu.
Logi spilaði lengi með Lemgo í Þýskalandi þegar að Lemgo var stútfullt af þýskum landsliðsmönnum þannig að hann þekkir menninguna og karakterana í kringum þýska liðið betur en flestir.
„Besta leiðin til að sigra Þjóðverja er að segja þeim það. Fara í viðtal og segja að við vinnum. Horfa í augun á þeim kolgeggjaðir. Ég spilaði með bestu handboltamönnum Þjóðverja líklega allra tíma. Treystið mér,“ segir Logi Geirsson á Twitter-síðu sinni.
Íslenska liðið hefur leik í fimmta sæti milliriðils eitt á HM 2019, án stiga, en þarf að enda í fjórða sæti til að leika um sjöunda sætið sem gefur þátttökurétt í Ólympíuumspilinu að ári liðnu.
Besta leiðin til að sigra Þjóðverja er að segja þeim það. Fara í viðtal og segja við vinnum, horfa í augun á þeim kol geggjaðir. Ég spilaði með bestu handboltamönnum þjóðverja líklega allra tíma. Allt þýska byrjunarliðið spilaði með mér. Trust Me. #HMRUV #handbolti
— Logi Geirsson (@logigeirsson) January 19, 2019