Frægar Hollywood stjörnur eins og Gwyneth Paltrow og Hally Berry og fleiri eru þekktar fyrir að vera á þessu fæði. Og hér á landi hefur til dæmis Keto bókin eftir Gunnar Má Sigfússon einkaþjálfara og heilsugúru slegið í gegn og námskeiðin hans eru mjög vinsæl.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti, hefur verið með vinsæl Keto námskeið ásamt sínum gríðarlega vinsælu Ljómandi námskeiðum.
En Þorbjörg er einnig með námskeiðin í Danmörku þar sem hún er landsþekkt bæði fyrir bækur sínar sem hafa slegið þar í gegn og einnig sjónvarpsþætti þar í landi.
Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi ræddi Vala Matt við Þorbjörgu um mataræðið og er þetta fyrri hluti af tveimur um Keto.