Sá sig knúna til að leita til lögreglunnar vegna sögusagna um stelsýki Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2019 11:22 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur fengið staðfestingu frá smásölukeðjunni Högum að hún hafi ekki verið staðin að þjófnaði í verslunum fyrirtækisins.DV greindi fyrst frá sögusögnum þess efnis að Helga Vala sé haldin stelsýki. Segir Helga Vala að hún hafi heyrt margar útgáfur af sögunni og hafi meðal annars verið handtekin ýmist í Bónus, 10-11 og Hagkaupum. „Ég hló að þessu fyrst en svo hættir þetta að vera fyndið þegar maður er búinn að heyra þetta í fimm daga og endalausar útgáfur af sömu sögunni,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi.Leitar að staðfestingu hjá lögreglu Hún hefur fengið fyrrnefnda staðfestingu frá Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, og ætlar að fá allar upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, til að staðfesta að þessi orðrómur sé ekki á rökum reistur. Hún segir alla geta sótt um að fá upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar en ekki upplýsingar um aðra. „Af því ég er lögmaður þá fer maður í gagnaöflun til að hrekja þessar sögur,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. „Það er hægðarleikur en það er ekki fótur fyrir neinu þessu. Við sem erum í pólitík þurfum að þola endalausar gróusögur. Fólk þarf að þola allskonar slúður en þessi var svo skæð að fjölmiðlar voru farnir að hafa samband,“ segir Helga. Hún segir að eins og gengur og gerist með gróusögur þá heyri viðfangsefnið sjaldnast slúðrið. „En í mig hringdi einstaklingur, sem ég er mjög þakklát, og mér fannst á endanum að maður yrði að verjast og fara út með það. Þetta er fyndið upp að ákveðnu marki.“ Líkt við glæpakvendi Helga Vala fékk að heyra að hún hefði verið handtekin í verslun, ýmist í Hagkaup eða Bónus og einnig í 10-11, fyrir að stela sódavatnsflösku. Er sódavatnsflaskan eina varan sem hún hefur heyrt af. „En sagan er þannig að ég sé stelsjúk og að fólk sem hafi verið með mér í skóla viti að ég sé stelsjúk og mér líkt við glæpakvendi í kvikmyndum. Þá heyrði ég einnig að lögfræðisvið Íslandsbanka væri að undirbúa kæru gegn mér og þá kom upp lögfræðingurinn í mér sem veit að lögfræðisvið Íslandsbanka undirbýr ekki kæru fyrir fyrirtæki úti í bæ,֧“ segir Helga. Hún segir að allt átti þetta að hafa náðst á öryggismyndavélar og vinir hennar áttu að hafa séð þau myndbönd. Sögurnar hafi komið úr mörgum áttum og áttu að vera á margra vitorði.Afrit af yfirlýsingunni frá Högum Alþingi Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur fengið staðfestingu frá smásölukeðjunni Högum að hún hafi ekki verið staðin að þjófnaði í verslunum fyrirtækisins.DV greindi fyrst frá sögusögnum þess efnis að Helga Vala sé haldin stelsýki. Segir Helga Vala að hún hafi heyrt margar útgáfur af sögunni og hafi meðal annars verið handtekin ýmist í Bónus, 10-11 og Hagkaupum. „Ég hló að þessu fyrst en svo hættir þetta að vera fyndið þegar maður er búinn að heyra þetta í fimm daga og endalausar útgáfur af sömu sögunni,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi.Leitar að staðfestingu hjá lögreglu Hún hefur fengið fyrrnefnda staðfestingu frá Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, og ætlar að fá allar upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, til að staðfesta að þessi orðrómur sé ekki á rökum reistur. Hún segir alla geta sótt um að fá upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar en ekki upplýsingar um aðra. „Af því ég er lögmaður þá fer maður í gagnaöflun til að hrekja þessar sögur,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. „Það er hægðarleikur en það er ekki fótur fyrir neinu þessu. Við sem erum í pólitík þurfum að þola endalausar gróusögur. Fólk þarf að þola allskonar slúður en þessi var svo skæð að fjölmiðlar voru farnir að hafa samband,“ segir Helga. Hún segir að eins og gengur og gerist með gróusögur þá heyri viðfangsefnið sjaldnast slúðrið. „En í mig hringdi einstaklingur, sem ég er mjög þakklát, og mér fannst á endanum að maður yrði að verjast og fara út með það. Þetta er fyndið upp að ákveðnu marki.“ Líkt við glæpakvendi Helga Vala fékk að heyra að hún hefði verið handtekin í verslun, ýmist í Hagkaup eða Bónus og einnig í 10-11, fyrir að stela sódavatnsflösku. Er sódavatnsflaskan eina varan sem hún hefur heyrt af. „En sagan er þannig að ég sé stelsjúk og að fólk sem hafi verið með mér í skóla viti að ég sé stelsjúk og mér líkt við glæpakvendi í kvikmyndum. Þá heyrði ég einnig að lögfræðisvið Íslandsbanka væri að undirbúa kæru gegn mér og þá kom upp lögfræðingurinn í mér sem veit að lögfræðisvið Íslandsbanka undirbýr ekki kæru fyrir fyrirtæki úti í bæ,֧“ segir Helga. Hún segir að allt átti þetta að hafa náðst á öryggismyndavélar og vinir hennar áttu að hafa séð þau myndbönd. Sögurnar hafi komið úr mörgum áttum og áttu að vera á margra vitorði.Afrit af yfirlýsingunni frá Högum
Alþingi Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira