Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. janúar 2019 06:45 Mótmæli eru tíð í Katalóníu og sögð ástæða handtakanna. Nordicphotos/AFP Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir. Benet Salellas, lögmaður CUP, flokks aðskilnaðarsinna sem bæjarstjórarnir tilheyra, sagði að handtökurnar væru óréttlátar og úr samhengi við brotið. Samkvæmt Salellas tengjast handtökurnar mótmælum sem fóru fram í Girona þann 6. desember. Er Salellas kom á ríkislögreglustöðina í Girona þar sem bæjarstjórunum var haldið var honum meinaður inngangur. „Mér var sagt að ég fengi ekki að fara inn fyrr en ég talaði spænsku. Þetta var árás á fjöltyngi og sömuleiðis réttindi skjólstæðinga minna,“ sagði Salellas. Þess ber að geta að katalónska er opinbert tungumál í sjálfsstjórnarhéraðinu og á Spáni í heild. Flokkar aðskilnaðarsinna á katalónska héraðsþinginu sniðgengu nefndarfundi í gærmorgun til þess að mótmæla handtökunum. Roger Torrent, forseti þingsins, sagðist styðja bæjarstjórana. „Við vonum að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi. Hættið þessari kúgun. Það er komið nóg af því að mótmæli séu bæld niður.“ Deila Katalóna og stjórnvalda í Madríd er í sömu pattstöðu og hún hefur verið frá sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu októbermánaðar 2017. Í febrúar fer fyrir dóm mál þeirra níu katalónsku stjórnmálamanna og aðgerðasinna sem Spánverjar hafa haldið í varðhaldi í rúmt ár og ákært fyrir meðal annars uppreisn gegn spænska ríkinu. Carme Forcadell, ákærði fyrrverandi þingforsetinn, sendi frá sér yfirlýsingu um málsvörn sína í gær þar sem hún sagði málið pólitískt. Hún kvaðst ávallt hafa fylgt reglum þingsins. Forseti Alþingis hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu Forcadell en hún á yfir höfði sér sautján ára fangelsisdóm. Santi Vila, fyrrverandi viðskiptaráðherra héraðsins, gaf út sams konar yfirlýsingu. Sagði að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið fjármögnuð með skattfé. Birtist í Fréttablaðinu Spánn Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir. Benet Salellas, lögmaður CUP, flokks aðskilnaðarsinna sem bæjarstjórarnir tilheyra, sagði að handtökurnar væru óréttlátar og úr samhengi við brotið. Samkvæmt Salellas tengjast handtökurnar mótmælum sem fóru fram í Girona þann 6. desember. Er Salellas kom á ríkislögreglustöðina í Girona þar sem bæjarstjórunum var haldið var honum meinaður inngangur. „Mér var sagt að ég fengi ekki að fara inn fyrr en ég talaði spænsku. Þetta var árás á fjöltyngi og sömuleiðis réttindi skjólstæðinga minna,“ sagði Salellas. Þess ber að geta að katalónska er opinbert tungumál í sjálfsstjórnarhéraðinu og á Spáni í heild. Flokkar aðskilnaðarsinna á katalónska héraðsþinginu sniðgengu nefndarfundi í gærmorgun til þess að mótmæla handtökunum. Roger Torrent, forseti þingsins, sagðist styðja bæjarstjórana. „Við vonum að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi. Hættið þessari kúgun. Það er komið nóg af því að mótmæli séu bæld niður.“ Deila Katalóna og stjórnvalda í Madríd er í sömu pattstöðu og hún hefur verið frá sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu októbermánaðar 2017. Í febrúar fer fyrir dóm mál þeirra níu katalónsku stjórnmálamanna og aðgerðasinna sem Spánverjar hafa haldið í varðhaldi í rúmt ár og ákært fyrir meðal annars uppreisn gegn spænska ríkinu. Carme Forcadell, ákærði fyrrverandi þingforsetinn, sendi frá sér yfirlýsingu um málsvörn sína í gær þar sem hún sagði málið pólitískt. Hún kvaðst ávallt hafa fylgt reglum þingsins. Forseti Alþingis hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu Forcadell en hún á yfir höfði sér sautján ára fangelsisdóm. Santi Vila, fyrrverandi viðskiptaráðherra héraðsins, gaf út sams konar yfirlýsingu. Sagði að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið fjármögnuð með skattfé.
Birtist í Fréttablaðinu Spánn Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira