Segir að fyrrverandi stjórnanda Nissan sé haldið við grimmilegar aðstæður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2019 10:38 Ghosn hefur neitað allri sök. Vísir/EPA Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærður fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. Það kom nokkuð á óvart þegar Ghosn var handtekinn í nóvember á síðasta ári, grunaður um að hafa vantalið tekjur sínar sem forstjóri og stjórnarformaður Nissan um tugi milljóna dollara á árunum 2010 ti 2015. Hann hefur verið ákærður fyrir skattsvik sem og að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Nissan til þess að færa persónulegt tap af fjárfestingum yfir á fyrirtækið. Ghosn hefur setið í varðhaldi vegna málsins frá því að hann var handtekinn en í bréfi sem Carole Ghosn, eiginkona hans, hefur sent til mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, heldur hún því fram að honum sé haldið við grimmilegar og ómannúðlegar aðstæður. Í bréfinu segir hún að honum sé haldið í fangaklefa þar sem ljósin séu kveikt allan sólahringinn, klefinn sé óupphitaður auk þess sem að honum sé aðeins leyft að fara í sturtu eða bað tvisvar til þrisvar í viku. Í frétt CNN segir einnig að sonur hans hafi áhyggjur af fangelsisvist föður síns og segir hann að Ghosn hafi misst tíu kíló á meðan hann hefur verið í haldi. CNN segist þó ekki geta staðfest að staðhæfingar eiginkonu hans eigi við rök að styðjast. Reuters greinir hins vegar frá því að utanríkisráðuneyti Japan hafi lýst því yfir að réttindi Ghosn væru virt. Ghosn þótti afar virtur stjórnandi í bílaiðnaðunum og var hann sagður vera aðalsprautan á bak við velgengni Nissan, Renault og Mitsubishi að undanförnu, en fyrirtækin hafa átt í nánu samstarfi, ekki síst fyrir tilstuðlan Ghosn. Bílar Japan Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36 Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan ákærður fyrir fjármálamisferli Saksóknarar í Japan hafa ákært Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann bílaframleiðandans Nissan, fyrir fjármálamisferli. 10. desember 2018 08:20 Grunaður um að hafa stungið bónusum undirmanna í eigin vasa Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, sem handtekinn var í gær er grunaður um fjölmörg brot að því er japanskir fjölmiðlar hafa greint frá í gær og í dag 20. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærður fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. Það kom nokkuð á óvart þegar Ghosn var handtekinn í nóvember á síðasta ári, grunaður um að hafa vantalið tekjur sínar sem forstjóri og stjórnarformaður Nissan um tugi milljóna dollara á árunum 2010 ti 2015. Hann hefur verið ákærður fyrir skattsvik sem og að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Nissan til þess að færa persónulegt tap af fjárfestingum yfir á fyrirtækið. Ghosn hefur setið í varðhaldi vegna málsins frá því að hann var handtekinn en í bréfi sem Carole Ghosn, eiginkona hans, hefur sent til mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, heldur hún því fram að honum sé haldið við grimmilegar og ómannúðlegar aðstæður. Í bréfinu segir hún að honum sé haldið í fangaklefa þar sem ljósin séu kveikt allan sólahringinn, klefinn sé óupphitaður auk þess sem að honum sé aðeins leyft að fara í sturtu eða bað tvisvar til þrisvar í viku. Í frétt CNN segir einnig að sonur hans hafi áhyggjur af fangelsisvist föður síns og segir hann að Ghosn hafi misst tíu kíló á meðan hann hefur verið í haldi. CNN segist þó ekki geta staðfest að staðhæfingar eiginkonu hans eigi við rök að styðjast. Reuters greinir hins vegar frá því að utanríkisráðuneyti Japan hafi lýst því yfir að réttindi Ghosn væru virt. Ghosn þótti afar virtur stjórnandi í bílaiðnaðunum og var hann sagður vera aðalsprautan á bak við velgengni Nissan, Renault og Mitsubishi að undanförnu, en fyrirtækin hafa átt í nánu samstarfi, ekki síst fyrir tilstuðlan Ghosn.
Bílar Japan Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36 Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan ákærður fyrir fjármálamisferli Saksóknarar í Japan hafa ákært Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann bílaframleiðandans Nissan, fyrir fjármálamisferli. 10. desember 2018 08:20 Grunaður um að hafa stungið bónusum undirmanna í eigin vasa Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, sem handtekinn var í gær er grunaður um fjölmörg brot að því er japanskir fjölmiðlar hafa greint frá í gær og í dag 20. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36
Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan ákærður fyrir fjármálamisferli Saksóknarar í Japan hafa ákært Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann bílaframleiðandans Nissan, fyrir fjármálamisferli. 10. desember 2018 08:20
Grunaður um að hafa stungið bónusum undirmanna í eigin vasa Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, sem handtekinn var í gær er grunaður um fjölmörg brot að því er japanskir fjölmiðlar hafa greint frá í gær og í dag 20. nóvember 2018 11:15