Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkir úttekt á kostnaði við Fiskiðjuna Sighvatur Jónsson skrifar 14. janúar 2019 18:15 Fulltrúar H-listans, Fyrir Heimaey, og Eyjalistans voru samþykkir en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn tillögunni. Eyjar.net Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi í dag að fela KMPG, sem endurskoðar reikninga bæjarins, að gera heildarúttekt á áætluðum kostnaði og heildarkostnaði vegna framkvæmda við Fiskiðjuna á árunum 2015 til 2018. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að kostnaðaráætlun vegna framkvæmda utanhúss við Fiskiðjuna sem lögð var fyrir framkvæmda- og hafnarráð 15. júlí 2015 hafi numið rúmum 167 milljónum króna. Ljóst sé að heildarkostnaður vegna einstakra verkþátta framkvæmda er töluvert hærri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Óábyrgar yfirlýsingar formanns bæjarráðs Trausti Hjaltason, Sjálfstæðisflokki, bókaði að framúrkeyrslan skýrist af því að klæða hafi þurft suðurhlið hússins ásamt því sem förgun á sorpi sem var inni í húsinu hafi verið töluvert meiri en áætlað var. Ekki hafi verið hægt að komast hjá þessum atriðum. „Það verður hins vegar að teljast í besta falli óábyrgt af formanni bæjarráðs að fara í fjölmiðla með stórar yfirlýsingar tengdum fréttaflutningi af framkvæmdunum og að leita ekki fyrst skýringa og fá réttar tölur og ástæður fyrir framúrkeyrslunni, slíkt ætti að vera auðsótt fyrir formann bæjarráðs,“ segir Trausti Hjaltason í bókun bæjarráðs. Í annarri bókun Trausta kemur fram að bókfærður kostnaður nýframkvæmda hússins er í dag um 326 milljónir króna.Upplýsingar um kostnað séu aðgengilegar Í bókun meirihluta bæjarráðs E- og H-lista er ítrekað mikilvægi vandaðra áætlana. „Gegnsæi upplýsinga er hornsteinn virks lýðræðis og í flókinni framkvæmd líkt og í Fiskiðjunni er mikilvægt að upplýsingar um kostnað opinberrar framkvæmdar sé opinn og aðgengilegur með skýrum hætti,“ segir ennfremur í bókun meirihlutans sem Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs, og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, varaformaður ráðsins, skrifa undir. Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi í dag að fela KMPG, sem endurskoðar reikninga bæjarins, að gera heildarúttekt á áætluðum kostnaði og heildarkostnaði vegna framkvæmda við Fiskiðjuna á árunum 2015 til 2018. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að kostnaðaráætlun vegna framkvæmda utanhúss við Fiskiðjuna sem lögð var fyrir framkvæmda- og hafnarráð 15. júlí 2015 hafi numið rúmum 167 milljónum króna. Ljóst sé að heildarkostnaður vegna einstakra verkþátta framkvæmda er töluvert hærri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Óábyrgar yfirlýsingar formanns bæjarráðs Trausti Hjaltason, Sjálfstæðisflokki, bókaði að framúrkeyrslan skýrist af því að klæða hafi þurft suðurhlið hússins ásamt því sem förgun á sorpi sem var inni í húsinu hafi verið töluvert meiri en áætlað var. Ekki hafi verið hægt að komast hjá þessum atriðum. „Það verður hins vegar að teljast í besta falli óábyrgt af formanni bæjarráðs að fara í fjölmiðla með stórar yfirlýsingar tengdum fréttaflutningi af framkvæmdunum og að leita ekki fyrst skýringa og fá réttar tölur og ástæður fyrir framúrkeyrslunni, slíkt ætti að vera auðsótt fyrir formann bæjarráðs,“ segir Trausti Hjaltason í bókun bæjarráðs. Í annarri bókun Trausta kemur fram að bókfærður kostnaður nýframkvæmda hússins er í dag um 326 milljónir króna.Upplýsingar um kostnað séu aðgengilegar Í bókun meirihluta bæjarráðs E- og H-lista er ítrekað mikilvægi vandaðra áætlana. „Gegnsæi upplýsinga er hornsteinn virks lýðræðis og í flókinni framkvæmd líkt og í Fiskiðjunni er mikilvægt að upplýsingar um kostnað opinberrar framkvæmdar sé opinn og aðgengilegur með skýrum hætti,“ segir ennfremur í bókun meirihlutans sem Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs, og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, varaformaður ráðsins, skrifa undir.
Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira