Handtekinn í Bólivíu eftir nær fjörutíu ár á flótta Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 23:15 Cesare Battisti. EPA/FERNANDO BIZERRA JR. Ítalinn og fyrrverandi uppreisnarmaðurinn Cesare Battisti var handsamaður í Bólivíu í gær og í kjölfarið framseldur til Ítalíu. Búist er við komu hans til Rómar síðdegis á morgun. Battisti hefur verið eftirlýstur í heimalandi sínu í nær fjörutíu ár fyrir morð sem hann er sakaður um að hafa framið á áttunda áratug síðustu aldar. Battisti slapp úr ítölsku fangelsi árið 1981 og flúði til Brasilíu þar sem hann bjó um árabil undir verndarvæng þáverandi forseta, Luiz Inácio Lula da Silva. Battisti var hins vegar ekki í náðinni hjá eftirmanni Lula, Michel Temer, sem felldi landvistarleyfi hans úr gildi í desember síðastliðnum. Í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur honum og fór hann því í felur.BBC greinir frá því að Battisti hafi verið handtekinn í bólivísku borginni Santa Cruz í gær. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum var hann einn á ferð, með sólgleraugu og gerviskegg. Hér að neðan má sjá myndband sem lögregla birti af Battisti en það er sagt tekið upp rétt áður en lögregla hafði hendur í hári hans.#CesareBattisti ripreso poco prima della catturaTeam di poliziotti #Criminalpol #Antiterrorismo e #Digos Milano con collaborazione intelligence italiana lo hanno pedinato fino all'arresto da parte dela polizia boliviana @INTERPOL_HQ pic.twitter.com/adBu9iRvX2— Polizia di Stato (@poliziadistato) January 13, 2019 Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, staðfesti á Twitter-reikningi sínum í dag að Battisti væri kominn í hendur ítalskra yfirvalda og væri á leið með flugi til Ítalíu. Búist er við því að flugvélin með Battisti innanborðs lendi í Róm síðdegis á morgun, mánudag. Árið 1979 var Battisti dæmdur fyrir að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Proletari Armati per il Comunismo, PAC. Eftir flótta hans úr fangelsi árið 1981 var hann dæmdur fyrir morðin á tveimur ítölskum lögreglumönnum, aðild að þriðja morðinu og skipulagningu á því fjórða. Battisti hefur játað að hafa verið meðlimur í PAC en þvertekur fyrir að hafa verið viðriðinn morðin. Bólivía Ítalía Suður-Ameríka Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Ítalinn og fyrrverandi uppreisnarmaðurinn Cesare Battisti var handsamaður í Bólivíu í gær og í kjölfarið framseldur til Ítalíu. Búist er við komu hans til Rómar síðdegis á morgun. Battisti hefur verið eftirlýstur í heimalandi sínu í nær fjörutíu ár fyrir morð sem hann er sakaður um að hafa framið á áttunda áratug síðustu aldar. Battisti slapp úr ítölsku fangelsi árið 1981 og flúði til Brasilíu þar sem hann bjó um árabil undir verndarvæng þáverandi forseta, Luiz Inácio Lula da Silva. Battisti var hins vegar ekki í náðinni hjá eftirmanni Lula, Michel Temer, sem felldi landvistarleyfi hans úr gildi í desember síðastliðnum. Í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur honum og fór hann því í felur.BBC greinir frá því að Battisti hafi verið handtekinn í bólivísku borginni Santa Cruz í gær. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum var hann einn á ferð, með sólgleraugu og gerviskegg. Hér að neðan má sjá myndband sem lögregla birti af Battisti en það er sagt tekið upp rétt áður en lögregla hafði hendur í hári hans.#CesareBattisti ripreso poco prima della catturaTeam di poliziotti #Criminalpol #Antiterrorismo e #Digos Milano con collaborazione intelligence italiana lo hanno pedinato fino all'arresto da parte dela polizia boliviana @INTERPOL_HQ pic.twitter.com/adBu9iRvX2— Polizia di Stato (@poliziadistato) January 13, 2019 Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, staðfesti á Twitter-reikningi sínum í dag að Battisti væri kominn í hendur ítalskra yfirvalda og væri á leið með flugi til Ítalíu. Búist er við því að flugvélin með Battisti innanborðs lendi í Róm síðdegis á morgun, mánudag. Árið 1979 var Battisti dæmdur fyrir að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Proletari Armati per il Comunismo, PAC. Eftir flótta hans úr fangelsi árið 1981 var hann dæmdur fyrir morðin á tveimur ítölskum lögreglumönnum, aðild að þriðja morðinu og skipulagningu á því fjórða. Battisti hefur játað að hafa verið meðlimur í PAC en þvertekur fyrir að hafa verið viðriðinn morðin.
Bólivía Ítalía Suður-Ameríka Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira