Ole Gunnar stóðst stóra prófið Hjörvar Ólafsson skrifar 14. janúar 2019 15:30 Ole Gunnar Solskjær. Getty/James Williamson Ole Gunnar Solskjær hefur fengið algjöra óskabyrjun í starfi sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann tók við þar sem leikmenn voru bæði andlega og líkamlega þreyttir og lítið sem ekkert gekk upp á knattspyrnuvellinum. Norðmaðurinn fékk þægilega leikjadagskrá í fyrstu leikjum sínum við stjórnvölinn. Honum var tíðrætt um það að hann vildi endurvekja gömlu gildin um blússandi sóknarleik og skemmtilega knattspyrnu hjá Manchester United á meðan hann væri á svæðinu. Það hefur hann svo sannarlega staðið við og undir hans stjórn hefur liðið skorað 15 mörk í fimm deildarleikjum sem er þrjú mörk að meðaltali í leik. Manchester United hafði hins vegar skorað tæplega tvö mörk í leik í deildinni í vetur undir stjórn Mourinho. Solskjær mætti liðum sem eru í neðstu sætum deildarinnar í fyrstu fjórum leikjum sínum, en í gær fékk hann fyrsta stóra prófið þar sem mótherjinn var Tottenham Hotspur. Í stað þess að spila þéttan varnarleik og treysta á skyndisóknir eins og Portúgalinn gerði gjarnan á móti stóru liðunum blés gamli framherjinn til sóknar. Manchester United hélt boltanum vel innan liðsins í þessum leik og átti margar laglegar sóknir. Paul Pogba sem náði sjaldan að láta ljós sitt skína undir lok stjórnartíðar Mourinho var arkitektinn að mörgum sóknum Manchester United í leiknum. Það var einmitt franski landsliðsmaðurinn sem átti glæsilega stoðsendingu á Marcus Rashford sem skoraði sigurmarkið í leiknum. Enski landsliðsframherjinn hefur nú skorað í þremur deildarleikjum í röð, en það er í fyrsta skipti sem hann nær að gera það. Hann náði ekki að sýna stöðugleika í spilamennsku sinni undir stjórn Mourinho, en varnarskylda hans var mun meiri þegar Portúgalinn réð ríkjum. Pogba hefur komið nærri helmingi þeirra marka sem liðið hefur skorað undir stjórn Solskjærs. Skorað fjögur sjálfur og lagt upp fjögur önnur fyrir samherja sína. Hinum megin á vellinum, það er að segja í varnarleik Manchester United, var liðið í vandræðum undir stjórn Mourinho, en liðið hélt einungis hreinu í tveimur af fyrstu 20 deildarleikjum sínum. Nú hefur liðið spilað tvo deildarleiki án þess að leka inn marki, en að þessu sinni var það ekki þéttur varnarleikur sem var lykillinn að því heldur fyrst og fremst frammistaða spænska markvarðarins Davids De Gea sem varði öll þau 11 skot sem rötuðu á mark Manchester United í leiknum. Þessi úrslit þýða að Manchester United er nú með jafn mörg stig og Arsenal í fimmta til sjötta sæti deildarinnar og sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð sem var fjarlægur möguleiki fyrir tæpum mánuði er nú innan seilingar. Manchester United er sex stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sætinu sem er neðsta sæti sem veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni. Solskjær ritaði nafn sitt á tvo staði í sögubók Manchester United með þessum sigri, en sex sigurleikir hans eru besta byrjun knattspyrnustjóra í sögu félagsins. Þá hefur hann haft betur í fyrstu fimm deildarleikjum sínum við stjórnvölinn, en þar með jafnaði hann árangur sir Matts Busby í þeim efnum. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær hefur fengið algjöra óskabyrjun í starfi sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann tók við þar sem leikmenn voru bæði andlega og líkamlega þreyttir og lítið sem ekkert gekk upp á knattspyrnuvellinum. Norðmaðurinn fékk þægilega leikjadagskrá í fyrstu leikjum sínum við stjórnvölinn. Honum var tíðrætt um það að hann vildi endurvekja gömlu gildin um blússandi sóknarleik og skemmtilega knattspyrnu hjá Manchester United á meðan hann væri á svæðinu. Það hefur hann svo sannarlega staðið við og undir hans stjórn hefur liðið skorað 15 mörk í fimm deildarleikjum sem er þrjú mörk að meðaltali í leik. Manchester United hafði hins vegar skorað tæplega tvö mörk í leik í deildinni í vetur undir stjórn Mourinho. Solskjær mætti liðum sem eru í neðstu sætum deildarinnar í fyrstu fjórum leikjum sínum, en í gær fékk hann fyrsta stóra prófið þar sem mótherjinn var Tottenham Hotspur. Í stað þess að spila þéttan varnarleik og treysta á skyndisóknir eins og Portúgalinn gerði gjarnan á móti stóru liðunum blés gamli framherjinn til sóknar. Manchester United hélt boltanum vel innan liðsins í þessum leik og átti margar laglegar sóknir. Paul Pogba sem náði sjaldan að láta ljós sitt skína undir lok stjórnartíðar Mourinho var arkitektinn að mörgum sóknum Manchester United í leiknum. Það var einmitt franski landsliðsmaðurinn sem átti glæsilega stoðsendingu á Marcus Rashford sem skoraði sigurmarkið í leiknum. Enski landsliðsframherjinn hefur nú skorað í þremur deildarleikjum í röð, en það er í fyrsta skipti sem hann nær að gera það. Hann náði ekki að sýna stöðugleika í spilamennsku sinni undir stjórn Mourinho, en varnarskylda hans var mun meiri þegar Portúgalinn réð ríkjum. Pogba hefur komið nærri helmingi þeirra marka sem liðið hefur skorað undir stjórn Solskjærs. Skorað fjögur sjálfur og lagt upp fjögur önnur fyrir samherja sína. Hinum megin á vellinum, það er að segja í varnarleik Manchester United, var liðið í vandræðum undir stjórn Mourinho, en liðið hélt einungis hreinu í tveimur af fyrstu 20 deildarleikjum sínum. Nú hefur liðið spilað tvo deildarleiki án þess að leka inn marki, en að þessu sinni var það ekki þéttur varnarleikur sem var lykillinn að því heldur fyrst og fremst frammistaða spænska markvarðarins Davids De Gea sem varði öll þau 11 skot sem rötuðu á mark Manchester United í leiknum. Þessi úrslit þýða að Manchester United er nú með jafn mörg stig og Arsenal í fimmta til sjötta sæti deildarinnar og sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð sem var fjarlægur möguleiki fyrir tæpum mánuði er nú innan seilingar. Manchester United er sex stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sætinu sem er neðsta sæti sem veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni. Solskjær ritaði nafn sitt á tvo staði í sögubók Manchester United með þessum sigri, en sex sigurleikir hans eru besta byrjun knattspyrnustjóra í sögu félagsins. Þá hefur hann haft betur í fyrstu fimm deildarleikjum sínum við stjórnvölinn, en þar með jafnaði hann árangur sir Matts Busby í þeim efnum.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira