Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. janúar 2019 19:00 Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir framkvæmdir víða fara fram úr áætlunum. Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. Algengt er að heyra fréttir um að framkvæmdir á vegum hins opinbera standist ekki áætlanir. Þá hefur framúrkeyrsla á verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar verið fréttaefni síðustu mánuði. Um er að ræða framkvæmdir við Gröndalshús, Hlemm Mathöll, Sundhöll Reykjavíkur, Vesturbæjarskóla, Félagsbústaði að Írarbakka, hjólastíga á Grensásvegi og framkvæmdir við nýjan innsiglingarvita við Sæbraut sem hafa alls farið mörg hundruð milljónir fram úr áætlunum. Og loks er það bragginn í Nauthólsvík sem fór um 350 milljónir fram úr áætlun borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt í fréttum að þrátt fyrir að áætlanir standist oft ekki sé bragginn algjört einsdæmi. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir oft erfitt að sjá alla þætti fyrir þegar áætlanir séu gerðar um framkvæmdir hvort sem um er að ræða heimili eða opinbera aðila. „Verklegar framkvæmdir hafa víða farið framúr áætlunum ég ætla ekki að draga dul á það. Ég held hins vegar að flestir séu að vanda sig þegar þeir gera áætlanir en aftur á móti getur verk verið þess eðlis að það getur verið afskaplega erfitt að sjá fyrir sér alls konar óvissuþætti sem geta komið upp á framkvæmdartíma,“ segir Aldís. Aldís segist vera undrandi á tillögu þeirra borgarfulltrúa sem vilja vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara. „Það kom mér auðvitað á óvart eins og svo mörgum öðrum að það sé rætt um að fara þá leið. Ég man ekki eftir það hafi verið gert áður á sveitarstjórnarstiginu,“ segir Aldís. Borgarstjórn Braggamálið Skipulag Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 „Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir að mikilvægt sé að draga lærdóm af braggamálinu. Hún vill nýta tækifærið til að knýja fram breytingar og bæta stjórnsýsluna en bætir við að sú vinna sem sé fyrir höndum verði grundvallast á staðreyndum. 13. janúar 2019 13:48 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. Algengt er að heyra fréttir um að framkvæmdir á vegum hins opinbera standist ekki áætlanir. Þá hefur framúrkeyrsla á verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar verið fréttaefni síðustu mánuði. Um er að ræða framkvæmdir við Gröndalshús, Hlemm Mathöll, Sundhöll Reykjavíkur, Vesturbæjarskóla, Félagsbústaði að Írarbakka, hjólastíga á Grensásvegi og framkvæmdir við nýjan innsiglingarvita við Sæbraut sem hafa alls farið mörg hundruð milljónir fram úr áætlunum. Og loks er það bragginn í Nauthólsvík sem fór um 350 milljónir fram úr áætlun borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt í fréttum að þrátt fyrir að áætlanir standist oft ekki sé bragginn algjört einsdæmi. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir oft erfitt að sjá alla þætti fyrir þegar áætlanir séu gerðar um framkvæmdir hvort sem um er að ræða heimili eða opinbera aðila. „Verklegar framkvæmdir hafa víða farið framúr áætlunum ég ætla ekki að draga dul á það. Ég held hins vegar að flestir séu að vanda sig þegar þeir gera áætlanir en aftur á móti getur verk verið þess eðlis að það getur verið afskaplega erfitt að sjá fyrir sér alls konar óvissuþætti sem geta komið upp á framkvæmdartíma,“ segir Aldís. Aldís segist vera undrandi á tillögu þeirra borgarfulltrúa sem vilja vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara. „Það kom mér auðvitað á óvart eins og svo mörgum öðrum að það sé rætt um að fara þá leið. Ég man ekki eftir það hafi verið gert áður á sveitarstjórnarstiginu,“ segir Aldís.
Borgarstjórn Braggamálið Skipulag Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 „Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir að mikilvægt sé að draga lærdóm af braggamálinu. Hún vill nýta tækifærið til að knýja fram breytingar og bæta stjórnsýsluna en bætir við að sú vinna sem sé fyrir höndum verði grundvallast á staðreyndum. 13. janúar 2019 13:48 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35
„Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir að mikilvægt sé að draga lærdóm af braggamálinu. Hún vill nýta tækifærið til að knýja fram breytingar og bæta stjórnsýsluna en bætir við að sú vinna sem sé fyrir höndum verði grundvallast á staðreyndum. 13. janúar 2019 13:48