Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2019 07:35 Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík segir að þrátt fyrir að skýrsla innri endurskoðunar beri stjórnsýslu borgarinnar ekki fagurt vitni sé ekkert tilefni til þess að vísa skýrslunni um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 til embættis héraðssaksóknara. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hyggjast á næsta borgarstjórnarfundi leggja fram tillögu þess efnis að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara til frekari yfirferðar og rannsóknar. Í bókuninni segir að mjög alvarlegar athugasemdir og ábendingar séu að finna í skýrslunni um lögbrot. Tillagan verður lögð fyrir borgarfulltrúa á fundi á þriðjudaginn næstkomandi. Sjá nánar: Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknaraÍ færslu sem Ingibjörg Sólrún ritaði á Facebook síðu sinni í gærkvöldi sagði hún að ekkert í skýrslunni gæfi tilefni til þess að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara og bætti við að borgarfulltrúarnir tveir hygðust leggja fram tillöguna í því skyni að „ýta undir hugmyndir um að tilteknir einstaklingar hafi gerst sekir um refsivert athæfi“. Ingibjörg segir að með slíkum vinnubrögðum sé hægt að eyðileggja nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“. Innri endurskoðun skilaði inn skýrslu um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 fyrir jól. Hér er hægt að kynna sér niðurstöður skýrslunnar. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30 Braggaskýrslan á borði Vigdísar Hauks yfir jólin Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur stytt sér stundir yfir jólin með lestri á braggaskýrslunni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Vigdísar. 26. desember 2018 10:38 Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík segir að þrátt fyrir að skýrsla innri endurskoðunar beri stjórnsýslu borgarinnar ekki fagurt vitni sé ekkert tilefni til þess að vísa skýrslunni um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 til embættis héraðssaksóknara. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hyggjast á næsta borgarstjórnarfundi leggja fram tillögu þess efnis að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara til frekari yfirferðar og rannsóknar. Í bókuninni segir að mjög alvarlegar athugasemdir og ábendingar séu að finna í skýrslunni um lögbrot. Tillagan verður lögð fyrir borgarfulltrúa á fundi á þriðjudaginn næstkomandi. Sjá nánar: Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknaraÍ færslu sem Ingibjörg Sólrún ritaði á Facebook síðu sinni í gærkvöldi sagði hún að ekkert í skýrslunni gæfi tilefni til þess að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara og bætti við að borgarfulltrúarnir tveir hygðust leggja fram tillöguna í því skyni að „ýta undir hugmyndir um að tilteknir einstaklingar hafi gerst sekir um refsivert athæfi“. Ingibjörg segir að með slíkum vinnubrögðum sé hægt að eyðileggja nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“. Innri endurskoðun skilaði inn skýrslu um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 fyrir jól. Hér er hægt að kynna sér niðurstöður skýrslunnar.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30 Braggaskýrslan á borði Vigdísar Hauks yfir jólin Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur stytt sér stundir yfir jólin með lestri á braggaskýrslunni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Vigdísar. 26. desember 2018 10:38 Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30
Braggaskýrslan á borði Vigdísar Hauks yfir jólin Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur stytt sér stundir yfir jólin með lestri á braggaskýrslunni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Vigdísar. 26. desember 2018 10:38
Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45