Jón Baldvin borinn þungum sökum um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 22:00 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Ísland, hefur verið borinn þungum sökum undanfarna daga. Vísir/GVA Nokkrar konur hafa stigið fram og borið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, sökum um kynferðislega áreitni síðustu daga. Sérstakur MeToo-hópur vegna Jóns Baldvins hefur verið stofnaður á Facebook og dóttir hans býður þolendum kynferðislegs ofbeldis og áreitni ókeypis lögfræðiaðstoð. Stundin birti ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini um kynferðisbrot undanfarin fimmtíu ár í gær. Sumar þeirra voru á unglingsaldri þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Í dag birti blaðið viðtal við Margréti Schram, mágkonu Jóns Baldvins, sem segir hann hafa komið nakinn upp í rúm til sín þegar hún var á menntaskólaaldri. Á annað hundrað manns eru í Facebook-hópnum sem heitir „#metoo Jón Baldvin Hannibalsson“. Þar hafa nokkrar konur lýst ásökunum um meinta kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hálfu Jóns Baldvins. Frásagnirnar ná sumar áratugi aftur í tímann, sú nýjasta frá því í fyrra. Einhverjr þeirra sem eru í hópnum hafa birt frásagnir ónefndra kvenna. Guðrún Harðardóttir stofnaði hópinn á þriðjudag. Hún steig fram árið 2012 og sagði frá bréfum sem Jón Baldvin sendi henni frá því að hún var tíu ára gömul og innihéldu berorðar kynlífslýsingar. Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins, hefur einnig sakað hann um kynferðisbrot, meðal annars að hafi atað kynfærum sínum framan í hana þegar hún var fimm ára gömul. Lýsti hún þeim í Facebook-færslu eftir umfjöllunar Stundarinnar í gær. Í annarri færslu á Facebook í dag segist Aldís bjóða öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi fría lögfræðiaðstoð á laugardögum út þetta ár. Í gær hrakti hún jafnframt fullyrðingar Jóns Baldvins við Stundina um að ásakanir á hendur honum væru til komnar vegna meintra andlegra veikinda Aldísar. Birti hún mynd af læknisvottorði um að hún væri ekki eða hafi ekki verið haldin geðsjúkdómi. Jón Baldvin sagði Stundinni að hann ætlaði ekki að svara fyrir ásakanir mágkonu sinnar eða annarra. Þegar blaðið fjallaði um ásakanir kvennanna fjögurra í gær hafnaði hann þeim og sagði þær fjarstæðukenndar. Þá sagði hann RÚV að hann ætlaði að svara ásökununum síðar. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Nokkrar konur hafa stigið fram og borið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, sökum um kynferðislega áreitni síðustu daga. Sérstakur MeToo-hópur vegna Jóns Baldvins hefur verið stofnaður á Facebook og dóttir hans býður þolendum kynferðislegs ofbeldis og áreitni ókeypis lögfræðiaðstoð. Stundin birti ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini um kynferðisbrot undanfarin fimmtíu ár í gær. Sumar þeirra voru á unglingsaldri þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Í dag birti blaðið viðtal við Margréti Schram, mágkonu Jóns Baldvins, sem segir hann hafa komið nakinn upp í rúm til sín þegar hún var á menntaskólaaldri. Á annað hundrað manns eru í Facebook-hópnum sem heitir „#metoo Jón Baldvin Hannibalsson“. Þar hafa nokkrar konur lýst ásökunum um meinta kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hálfu Jóns Baldvins. Frásagnirnar ná sumar áratugi aftur í tímann, sú nýjasta frá því í fyrra. Einhverjr þeirra sem eru í hópnum hafa birt frásagnir ónefndra kvenna. Guðrún Harðardóttir stofnaði hópinn á þriðjudag. Hún steig fram árið 2012 og sagði frá bréfum sem Jón Baldvin sendi henni frá því að hún var tíu ára gömul og innihéldu berorðar kynlífslýsingar. Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins, hefur einnig sakað hann um kynferðisbrot, meðal annars að hafi atað kynfærum sínum framan í hana þegar hún var fimm ára gömul. Lýsti hún þeim í Facebook-færslu eftir umfjöllunar Stundarinnar í gær. Í annarri færslu á Facebook í dag segist Aldís bjóða öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi fría lögfræðiaðstoð á laugardögum út þetta ár. Í gær hrakti hún jafnframt fullyrðingar Jóns Baldvins við Stundina um að ásakanir á hendur honum væru til komnar vegna meintra andlegra veikinda Aldísar. Birti hún mynd af læknisvottorði um að hún væri ekki eða hafi ekki verið haldin geðsjúkdómi. Jón Baldvin sagði Stundinni að hann ætlaði ekki að svara fyrir ásakanir mágkonu sinnar eða annarra. Þegar blaðið fjallaði um ásakanir kvennanna fjögurra í gær hafnaði hann þeim og sagði þær fjarstæðukenndar. Þá sagði hann RÚV að hann ætlaði að svara ásökununum síðar.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira