Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2019 13:24 Rannsakendur gerðu húsleit í höfuðstöðvum Huawei í Póllandi og hjá samskiptafyrirtækinu Oragne Polska, sem pólski maðurinn mun hafa unnið hjá. AP/Czarek Sokolowski Yfirvöld í Póllandi hafa handtekið kínverskan starfsmann Huawei fyrir njósnir. Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. Rannsakendur gerðu húsleit í höfuðstöðvum Huawei í Póllandi og hjá samskiptafyrirtækinu Oragne Polska, sem pólski maðurinn mun hafa unnið hjá. Leyniþjónustur vestrænna ríkja eins og Bandaríkjanna hafa haldið því fram að Huawei starfi með leyniþjónustum Kína og stundi víða njósnir. Þá hefur því verið haldið fram að búnaður Huawei samskiptabúnaði innihaldi bakdyr fyrir kínverska hakkara.AFP fréttaveitan segir fjölmiðla í Póllandi hafa heimildir fyrir því að kínverski maðurinn sé einn af framkvæmdastjórum Huawei þar í landi og sá pólski hafi áður starfað hjá leyniþjónustu Póllands.Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, var handtekin í Kanada í síðasta mánuði. Til stendur að framselja hana til Bandaríkjanna vegna gruns um að hún hafi brotið gegn refsiaðgerðum gegn Íran og vegna gruns um fjársvik. Huawei hefur neitað þessum ásökunum en handtökurnar í Póllandi munu án efa ýta undir þessar deilur.Samkvæmt Reuters sagði talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hefðu menn áhyggjur af málinu og hvatti hann yfirvöld í Póllandi til þess að rannsaka málið af sanngirni. Forsvarsmenn Huawei vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu, að öðru leyti en að taka fram að fyrirtækið fylgdi lögum þeirra ríkja sem það starfaði í.Orange Polska staðfesti húsleit í höfuðstöðvum þess og sagði rannsakendur hafa lagt hald á búnað og gögn eins starfsmanns. Þá vita forsvarsmenn fyrirtækisins ekki hvort að rannsóknin tengist störfum mannsins en segjast veita yfirvöldum samvinnu. Yfirvöld nokkurra vestrænna ríkja hafa tekið þá ákvörðun að neita Huawei aðkomu að uppbyggingu samskiptakerfa og innviða innan þeirra ríkja. Ríkisstjórn Noregs tilkynnti í vikunni að verið væri að skoða svipaðar aðgerðir þar í landi. Bandaríkin Kanada Kína Pólland Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Yfirvöld í Póllandi hafa handtekið kínverskan starfsmann Huawei fyrir njósnir. Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. Rannsakendur gerðu húsleit í höfuðstöðvum Huawei í Póllandi og hjá samskiptafyrirtækinu Oragne Polska, sem pólski maðurinn mun hafa unnið hjá. Leyniþjónustur vestrænna ríkja eins og Bandaríkjanna hafa haldið því fram að Huawei starfi með leyniþjónustum Kína og stundi víða njósnir. Þá hefur því verið haldið fram að búnaður Huawei samskiptabúnaði innihaldi bakdyr fyrir kínverska hakkara.AFP fréttaveitan segir fjölmiðla í Póllandi hafa heimildir fyrir því að kínverski maðurinn sé einn af framkvæmdastjórum Huawei þar í landi og sá pólski hafi áður starfað hjá leyniþjónustu Póllands.Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, var handtekin í Kanada í síðasta mánuði. Til stendur að framselja hana til Bandaríkjanna vegna gruns um að hún hafi brotið gegn refsiaðgerðum gegn Íran og vegna gruns um fjársvik. Huawei hefur neitað þessum ásökunum en handtökurnar í Póllandi munu án efa ýta undir þessar deilur.Samkvæmt Reuters sagði talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hefðu menn áhyggjur af málinu og hvatti hann yfirvöld í Póllandi til þess að rannsaka málið af sanngirni. Forsvarsmenn Huawei vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu, að öðru leyti en að taka fram að fyrirtækið fylgdi lögum þeirra ríkja sem það starfaði í.Orange Polska staðfesti húsleit í höfuðstöðvum þess og sagði rannsakendur hafa lagt hald á búnað og gögn eins starfsmanns. Þá vita forsvarsmenn fyrirtækisins ekki hvort að rannsóknin tengist störfum mannsins en segjast veita yfirvöldum samvinnu. Yfirvöld nokkurra vestrænna ríkja hafa tekið þá ákvörðun að neita Huawei aðkomu að uppbyggingu samskiptakerfa og innviða innan þeirra ríkja. Ríkisstjórn Noregs tilkynnti í vikunni að verið væri að skoða svipaðar aðgerðir þar í landi.
Bandaríkin Kanada Kína Pólland Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira