Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 13:00 Ungur piltur horfir á ökumann bruna yfir á rauðu ljósi við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla í gærmorgun. Vísir/Kolbeinn Tumi Halldóra Rut Baldursdóttir, foreldri og íbúi við Meistaravelli í vesturbæ Reykjavíkur, beinir orðum sínum til borgarstjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og grátbiður um lækkun hámarkshraða á Hringbraut. Þá vill hún að göngutími á gönguljósunum á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla verði lengdur. Allt til þess að auka öryggi barna sinna. Skiptar skoðanir eru á því hvernig best sé að bregðast við til að auka öryggi barna og annarra fótgangandi við Hringbraut.Endurteknar lýsingar af fólki aka yfir á rauðu „Kæru Dagur B. Eggertsson og Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Þetta er sonur minn á myndinni,“ segir Halldóra og vísar til myndar sem birtist á Vísi í gær augnablikum eftir að gangbrautarvörður og lögreglumaður hurfu af braut klukkan 8:35 í gærmorgun. Halldóra ákallar borgarstjórann Dag B. Eggertsson.Fréttablaðið/Anton brinkÞá kom sonur hennar ungur á vappinu og beið þess að gönguljósið yrði grænt. Ökumaður á stórum Land Cruiser jeppa ók yfir á rauðu ljósi meðan sonur hennar beið þolinmóður. Slys varð á umræddum gönguljósum á miðvikudagsmorgun þar sem ekið var á þrettán ára stúlku. Hún slasaðist ekki alvarlega. Í framhaldinu hefur orðið mikil umræða meðal Vesturbæinga sem margir hverjir eru langþreyttir. Í umræðu í Vesturbæjarhópnum á Facebook lýsa íbúar því hvernig það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi. Hvort sem er á gönguljósum eða umferðarljósum á stærri gatnamótum.Íbúafundur í næstu viku Reykjavíkurborg svaraði kalli íbúa um að manna fyrrnefnd gönguljós frá 8 til 8:30 á morgnana auk þess sem íbúafundur með Vegagerðinni, sem Hringbrautin heyrir undir sem stofnbraut, lögreglu auk fulltrúum borgarinnar.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Fréttablaðið/ErnirFjölmörg börn vestan Hringbrautar sækja Vesturbæjarskóla þótt hverfið heyri ekki undir skólann. Foreldrar barna vestan götunnar hafa nokkrir tekið sig saman og ætla að standa vaktina á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegar á morgnana í til þess gerðum gulum vestum. Afar skiptar skoðanir eru um hvernig bregðast eigi við þeirri hættu sem börnum og öðrum virðist stafa af akandi umferð um Hringbrautina. Þrengingar, lækkun hámarkshraða, myndavélaeftirlit, aukin gangbrautarvarsla, göng og brýr er meðal þess sem nefnt er til sögunnar. Sýnist sitt hverjum.Blaðamaður leit við á svæðinu í gærmorgun og ræddi við foreldra og gangbrautarvörð.Vill ekki pólitískt mál „Ég grátbið ykkur um að lækka hámarkshraðann á Hringbraut og lengja tímann á gönguljósunum ásamt því að tryggja öryggi barnanna með því að kosta gangbrautarvörð sem fylgir börnunum yfir götuna í skólann, eitthvað sem Vesturbæjarskóli hefur þegar ráðist í að gera ásamt foreldrum. Þó svo að gangbrautarvörður fylgi börnunum yfir götuna á morgnana þá fara þau yfir hana án fylgdar eftir skóla og því ekki allur vandinn leystur,“ segir Halldóra. Hún kallar eftir aukinni forvarnarfræðslu sem bæði skóli og foreldrar ættu að sinna. Komið verði upp skemmtilegum og myndrænum fræðsluskiltum og þau hengd upp á gönguljósin á Hringbrautinni og víðar „Fræðsluskiltin væru mikilvæg áminning fyrir börnin um að líta til beggja hliða, þó að græni kallinn sé kominn, ásamt því að bíða eftir því að bílarnir stoppi áður en þau ganga yfir götuna.Ef hugmyndin að fræðsluskiltum strandar á kostnaði þá býð ég mig fram til að halda utan um hugmyndina og láta hana verða að veruleika, borginni að kostnaðarlausu. Þetta er nefnilega spurning um líf eða dauða.“ Halldóra segir í samtali við Vísi að hún vilji alls ekki að málið verði pólitískt, að börnin verði notuð í pólitískum deildum. Gísli Marteinn Baldursson hefur sína skoðun á hvað gera þurfi.Fréttablaðið/ErnirTelur þrengingu einu lausnina Gísli Marteinn Baldursson, fyrrverandi borgarfulltrúi og Vesturbæingur, segir Hringbrautina mikinn skaðvald í hverfinu. Gísli Marteinn er mikill áhugamaður um borgaruppbyggingu og menntaður á því sviði. „Það er t.d. staðreynd að börn norðan Hringbrautar njóta ekki jafnræðis þegar kemur að aðgengi að tómstundaiðkun á KR svæðinu. Tölur sýna að miklu færri krakkar í gamla vesturbænum stunda tómstundir en þau sem búa sunnanmegin. Ástæðan er fyrst og fremst Hringbrautin,“ segir Gísli Marteinn í umræðu um málið í grúppunni Vesturbærinn á Facebook. Umferðarljós eða gönguljós er að finna á sex stöðum á Hringbrautinni, frá hringtorginu við Þjóðminjasafnið og út að JL-húsinu við sjóinn. „Í öðru lagi er Hringbrautin uppspretta mengunar - bæði þeirrar sem við öndum að okkur og hávaðamengunar. Hvorttveggja myndi batna verulega með lækkuðum hraða.“ Nýjar rannsóknir bendi til að fólk sem búi nærri hraðbrautum og andi að sér svifryki sé í mikilli hættu á bæði öndunarfærasjúkdómum, krabbameini og alzheimer. „Það er með öðrum orðum veruleg heilsufarsleg áhætta að halda götunni sem þessari hraðbraut. Og að lokum er að auðvitað himinhrópandi rugl að við þurfum að óttast um líf okkar og barnanna okkar ef við viljum komast yfir götuna.“ Aðeins ein lausn sé í boði. Að lækka hraðann á Hringbraut og ekki bara á umferðarskilti. „Það þarf að þrengja götuna því bílar aka hægar í þröngum götum (það má alveg vera áfram 2+2 akreinar, en þær þurfa að vera þrengri), það á að breikka gangstéttar, bæta lýsingu, setja borgartré meðfram götunum, hafa hraðamyndavélar og auðvitað myndavélar sem ná þeim sem fara yfir á rauðu ljósi.“Ólafur Guðmundsson telur brú eða göng vera lausnina.EurorapVill brýr eða undirgöng Ólafur Guðmundsson, sem starfaði lengi sem tæknistjóri fyrir EuroRAP og er mikill áhugamaður um umferðaröryggi, er ósammála því að hraðinn sé vandamálið. „Vandamálið er ekki hraðinn, frekar umferðarmagnið og svo er það bara ljósastýringin. Ljósastýringar eru með þann galla að ef það klikkar eitthvað í þeim þá verða óhöpp. Þetta hefur ekkert með hraðann að gera.“ Þetta sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í gær. „Við eigum bara að ráðast að rót vandans sem er það að við eigum að setja brýr eða undirgöng þarna og leysa þetta.“ Gísli Marteinn varar við boðskap Ólafs. „Vörum okkur á þeim sem leggja til að gangandi verði settir annaðhvort ofan í jörðina í undirgöng eða uppá býr. Slík mannvirki eru fyrst og fremst studd af þeim sem *ekki* vilja hægja á umferðinni. Sem gerir það að verkum að allir þeir sem ætla yfir götuna einhversstaðar annarsstaðar en á þessum eina stað sem undirgöngin væru, væru í ennþá meiri lífshættu en núna. “ Hann kallar eftir svörum frá Vegagerðinni eða ríkisstjórn. Með ólíkindum sé að ekki hafi verið rætt við samgönguráðherra eða þingmenn úr hverfinu. Lögreglumál Samgöngur Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. 9. janúar 2019 16:22 Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun. 9. janúar 2019 19:15 Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. 10. janúar 2019 14:38 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Halldóra Rut Baldursdóttir, foreldri og íbúi við Meistaravelli í vesturbæ Reykjavíkur, beinir orðum sínum til borgarstjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og grátbiður um lækkun hámarkshraða á Hringbraut. Þá vill hún að göngutími á gönguljósunum á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla verði lengdur. Allt til þess að auka öryggi barna sinna. Skiptar skoðanir eru á því hvernig best sé að bregðast við til að auka öryggi barna og annarra fótgangandi við Hringbraut.Endurteknar lýsingar af fólki aka yfir á rauðu „Kæru Dagur B. Eggertsson og Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Þetta er sonur minn á myndinni,“ segir Halldóra og vísar til myndar sem birtist á Vísi í gær augnablikum eftir að gangbrautarvörður og lögreglumaður hurfu af braut klukkan 8:35 í gærmorgun. Halldóra ákallar borgarstjórann Dag B. Eggertsson.Fréttablaðið/Anton brinkÞá kom sonur hennar ungur á vappinu og beið þess að gönguljósið yrði grænt. Ökumaður á stórum Land Cruiser jeppa ók yfir á rauðu ljósi meðan sonur hennar beið þolinmóður. Slys varð á umræddum gönguljósum á miðvikudagsmorgun þar sem ekið var á þrettán ára stúlku. Hún slasaðist ekki alvarlega. Í framhaldinu hefur orðið mikil umræða meðal Vesturbæinga sem margir hverjir eru langþreyttir. Í umræðu í Vesturbæjarhópnum á Facebook lýsa íbúar því hvernig það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi. Hvort sem er á gönguljósum eða umferðarljósum á stærri gatnamótum.Íbúafundur í næstu viku Reykjavíkurborg svaraði kalli íbúa um að manna fyrrnefnd gönguljós frá 8 til 8:30 á morgnana auk þess sem íbúafundur með Vegagerðinni, sem Hringbrautin heyrir undir sem stofnbraut, lögreglu auk fulltrúum borgarinnar.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Fréttablaðið/ErnirFjölmörg börn vestan Hringbrautar sækja Vesturbæjarskóla þótt hverfið heyri ekki undir skólann. Foreldrar barna vestan götunnar hafa nokkrir tekið sig saman og ætla að standa vaktina á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegar á morgnana í til þess gerðum gulum vestum. Afar skiptar skoðanir eru um hvernig bregðast eigi við þeirri hættu sem börnum og öðrum virðist stafa af akandi umferð um Hringbrautina. Þrengingar, lækkun hámarkshraða, myndavélaeftirlit, aukin gangbrautarvarsla, göng og brýr er meðal þess sem nefnt er til sögunnar. Sýnist sitt hverjum.Blaðamaður leit við á svæðinu í gærmorgun og ræddi við foreldra og gangbrautarvörð.Vill ekki pólitískt mál „Ég grátbið ykkur um að lækka hámarkshraðann á Hringbraut og lengja tímann á gönguljósunum ásamt því að tryggja öryggi barnanna með því að kosta gangbrautarvörð sem fylgir börnunum yfir götuna í skólann, eitthvað sem Vesturbæjarskóli hefur þegar ráðist í að gera ásamt foreldrum. Þó svo að gangbrautarvörður fylgi börnunum yfir götuna á morgnana þá fara þau yfir hana án fylgdar eftir skóla og því ekki allur vandinn leystur,“ segir Halldóra. Hún kallar eftir aukinni forvarnarfræðslu sem bæði skóli og foreldrar ættu að sinna. Komið verði upp skemmtilegum og myndrænum fræðsluskiltum og þau hengd upp á gönguljósin á Hringbrautinni og víðar „Fræðsluskiltin væru mikilvæg áminning fyrir börnin um að líta til beggja hliða, þó að græni kallinn sé kominn, ásamt því að bíða eftir því að bílarnir stoppi áður en þau ganga yfir götuna.Ef hugmyndin að fræðsluskiltum strandar á kostnaði þá býð ég mig fram til að halda utan um hugmyndina og láta hana verða að veruleika, borginni að kostnaðarlausu. Þetta er nefnilega spurning um líf eða dauða.“ Halldóra segir í samtali við Vísi að hún vilji alls ekki að málið verði pólitískt, að börnin verði notuð í pólitískum deildum. Gísli Marteinn Baldursson hefur sína skoðun á hvað gera þurfi.Fréttablaðið/ErnirTelur þrengingu einu lausnina Gísli Marteinn Baldursson, fyrrverandi borgarfulltrúi og Vesturbæingur, segir Hringbrautina mikinn skaðvald í hverfinu. Gísli Marteinn er mikill áhugamaður um borgaruppbyggingu og menntaður á því sviði. „Það er t.d. staðreynd að börn norðan Hringbrautar njóta ekki jafnræðis þegar kemur að aðgengi að tómstundaiðkun á KR svæðinu. Tölur sýna að miklu færri krakkar í gamla vesturbænum stunda tómstundir en þau sem búa sunnanmegin. Ástæðan er fyrst og fremst Hringbrautin,“ segir Gísli Marteinn í umræðu um málið í grúppunni Vesturbærinn á Facebook. Umferðarljós eða gönguljós er að finna á sex stöðum á Hringbrautinni, frá hringtorginu við Þjóðminjasafnið og út að JL-húsinu við sjóinn. „Í öðru lagi er Hringbrautin uppspretta mengunar - bæði þeirrar sem við öndum að okkur og hávaðamengunar. Hvorttveggja myndi batna verulega með lækkuðum hraða.“ Nýjar rannsóknir bendi til að fólk sem búi nærri hraðbrautum og andi að sér svifryki sé í mikilli hættu á bæði öndunarfærasjúkdómum, krabbameini og alzheimer. „Það er með öðrum orðum veruleg heilsufarsleg áhætta að halda götunni sem þessari hraðbraut. Og að lokum er að auðvitað himinhrópandi rugl að við þurfum að óttast um líf okkar og barnanna okkar ef við viljum komast yfir götuna.“ Aðeins ein lausn sé í boði. Að lækka hraðann á Hringbraut og ekki bara á umferðarskilti. „Það þarf að þrengja götuna því bílar aka hægar í þröngum götum (það má alveg vera áfram 2+2 akreinar, en þær þurfa að vera þrengri), það á að breikka gangstéttar, bæta lýsingu, setja borgartré meðfram götunum, hafa hraðamyndavélar og auðvitað myndavélar sem ná þeim sem fara yfir á rauðu ljósi.“Ólafur Guðmundsson telur brú eða göng vera lausnina.EurorapVill brýr eða undirgöng Ólafur Guðmundsson, sem starfaði lengi sem tæknistjóri fyrir EuroRAP og er mikill áhugamaður um umferðaröryggi, er ósammála því að hraðinn sé vandamálið. „Vandamálið er ekki hraðinn, frekar umferðarmagnið og svo er það bara ljósastýringin. Ljósastýringar eru með þann galla að ef það klikkar eitthvað í þeim þá verða óhöpp. Þetta hefur ekkert með hraðann að gera.“ Þetta sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í gær. „Við eigum bara að ráðast að rót vandans sem er það að við eigum að setja brýr eða undirgöng þarna og leysa þetta.“ Gísli Marteinn varar við boðskap Ólafs. „Vörum okkur á þeim sem leggja til að gangandi verði settir annaðhvort ofan í jörðina í undirgöng eða uppá býr. Slík mannvirki eru fyrst og fremst studd af þeim sem *ekki* vilja hægja á umferðinni. Sem gerir það að verkum að allir þeir sem ætla yfir götuna einhversstaðar annarsstaðar en á þessum eina stað sem undirgöngin væru, væru í ennþá meiri lífshættu en núna. “ Hann kallar eftir svörum frá Vegagerðinni eða ríkisstjórn. Með ólíkindum sé að ekki hafi verið rætt við samgönguráðherra eða þingmenn úr hverfinu.
Lögreglumál Samgöngur Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. 9. janúar 2019 16:22 Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun. 9. janúar 2019 19:15 Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. 10. janúar 2019 14:38 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13
Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. 9. janúar 2019 16:22
Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun. 9. janúar 2019 19:15
Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. 10. janúar 2019 14:38