Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2019 10:13 Ungur piltur horfir á ökumenn bruna yfir á rauðu ljósi við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla í morgun. Vísir/Kolbeinn Tumi Á þeim hálftíma sem stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla sinnti gangbrautarvörslu á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun var allt með kyrrum kjörum. Um er að ræða gönguljós þar sem slys varð í gærmorgun þegar bíl var ekið á þrettán ára stúlku. Þá var lögreglumaður á mótorhjóli sem fylgdist með gangi mála. Hann giskaði á að líklega hefðu um fjörutíu börn farið yfir gönguljósin við Meistaravelli á þessum hálftíma. Hann sagði að lögreglan yrði á svæðinu fyrstu tvo til þrjá morgnana til að vekja athygli á gatnamótunum. Hvort það var vera lögreglumannsins, vestisklædda gangbrautavarðarins, fjölmiðla eða slysið í gær þá virtust ökumenn aka gætilega á Hringbrautinni í morgun. Augnablikum eftir að gangbrautarvörðurinn var farinn til vinnu í Vesturbæjarskóla og lögreglumaður horfinn á braut mætti ungur drengur á svæðið og hugðist fara yfir. Hann ýtti á takkann og beið eftir grænu ljósi. Á því augnabliki sem umferðarljósið varð rautt ók ökumaður á stórum jeppa yfir. Blaðamaður náði augnablikinu á mynd eins og sjá má að ofan. Ungi drengurinn fór að öllu með gát þegar gönguljósið varð grænt, horfði til beggja hliða áður en hann lagði af stað yfir götuna.Frá vettvangi slyssins í gærmorgun.Vísir/TumiSegjast reglulega sjá bíla aka yfir á rauðu Jóhannes Tryggvason, foreldri barna í Vesturbæjarskóla sem búsett eru sunnanmegin við Hringbraut, stóð sjálfur vaktina í gulu vesti á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegar í morgun. Hann tjáði blaðamanni að til stæði að gera það áfram og bæði eiginkona hans og tengdafaðir ætluðu að skipta vöktunum á milli sín. Fleiri væru velkomnir. Gatnamótin væru hættulegri en gönguljósin við Meistaravelli ef eitthvað væri. Við gönguljósin á Meistaravöllum var stuðningsfulltrúi í skólanum, klæddur í gult vesti. Hann fylgdi börnunum yfir sem flest hver voru ein á ferð. Þó rakst blaðamaður á tvo feður með börn sín. Báðir sögðust reglulega sjá bíla keyra of hratt og strauja yfir á rauðu ljósi. Uppi varð fótur og fit í FB-hópnum Vesturbærinn eftir slysið í gær. Sem betur fer slasaðist stúlkan ekki alvarlega en hún var þrettán ára og á leið í Hagaskóla. Lögreglumaðurinn sem blaðamaður ræddi við í morgun hafði ekki orðið var við mörg börn eða unglinga á leiðinni yfir gönguljósin í suðurátt, þ.e. í áttina að Hagaskóla.Ungi drengurinn heldur sína leið norður yfir Hringbraut áleiðis í Vesturbæjarskóla. Hann hafði varann á og horfði til beggja hliða á leið yfir götuna.Vísir/Kolbeinn TumiTifandi tímasprengja Foreldrar og íbúar bæjarins telja margir aðeins tímaspursmál hvenær slys yrði á gönguljósunum. Foreldrar sunnan Hringbrautar segjast í lengri tíma hafa óskað eftir gangbrautarvörslu við Hringbraut, á gatnamótunum við Framnesveg, en fengið þau svör frá skólastjóra að svæðið sunnan Hringbrautar heyrði ekki undir Vesturbæjarskóla heldur Grandaskóla. Reykjavíkurborg hefur boðað til fundar í næstu viku með fulltrúum Vegagerðarinnar, lögreglu og íbúum þar sem málið verður frekar til umræðu. Í tveggja ára gamalli skýrslu um umferð vestan Kringlumýrarbrautar sem unnin var fyrir borgina er lagt til að lækka hámarkshraða víða og fjölga 30 km/klst svæðum. Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. 9. janúar 2019 16:22 Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun. 9. janúar 2019 19:15 Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Á þeim hálftíma sem stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla sinnti gangbrautarvörslu á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun var allt með kyrrum kjörum. Um er að ræða gönguljós þar sem slys varð í gærmorgun þegar bíl var ekið á þrettán ára stúlku. Þá var lögreglumaður á mótorhjóli sem fylgdist með gangi mála. Hann giskaði á að líklega hefðu um fjörutíu börn farið yfir gönguljósin við Meistaravelli á þessum hálftíma. Hann sagði að lögreglan yrði á svæðinu fyrstu tvo til þrjá morgnana til að vekja athygli á gatnamótunum. Hvort það var vera lögreglumannsins, vestisklædda gangbrautavarðarins, fjölmiðla eða slysið í gær þá virtust ökumenn aka gætilega á Hringbrautinni í morgun. Augnablikum eftir að gangbrautarvörðurinn var farinn til vinnu í Vesturbæjarskóla og lögreglumaður horfinn á braut mætti ungur drengur á svæðið og hugðist fara yfir. Hann ýtti á takkann og beið eftir grænu ljósi. Á því augnabliki sem umferðarljósið varð rautt ók ökumaður á stórum jeppa yfir. Blaðamaður náði augnablikinu á mynd eins og sjá má að ofan. Ungi drengurinn fór að öllu með gát þegar gönguljósið varð grænt, horfði til beggja hliða áður en hann lagði af stað yfir götuna.Frá vettvangi slyssins í gærmorgun.Vísir/TumiSegjast reglulega sjá bíla aka yfir á rauðu Jóhannes Tryggvason, foreldri barna í Vesturbæjarskóla sem búsett eru sunnanmegin við Hringbraut, stóð sjálfur vaktina í gulu vesti á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegar í morgun. Hann tjáði blaðamanni að til stæði að gera það áfram og bæði eiginkona hans og tengdafaðir ætluðu að skipta vöktunum á milli sín. Fleiri væru velkomnir. Gatnamótin væru hættulegri en gönguljósin við Meistaravelli ef eitthvað væri. Við gönguljósin á Meistaravöllum var stuðningsfulltrúi í skólanum, klæddur í gult vesti. Hann fylgdi börnunum yfir sem flest hver voru ein á ferð. Þó rakst blaðamaður á tvo feður með börn sín. Báðir sögðust reglulega sjá bíla keyra of hratt og strauja yfir á rauðu ljósi. Uppi varð fótur og fit í FB-hópnum Vesturbærinn eftir slysið í gær. Sem betur fer slasaðist stúlkan ekki alvarlega en hún var þrettán ára og á leið í Hagaskóla. Lögreglumaðurinn sem blaðamaður ræddi við í morgun hafði ekki orðið var við mörg börn eða unglinga á leiðinni yfir gönguljósin í suðurátt, þ.e. í áttina að Hagaskóla.Ungi drengurinn heldur sína leið norður yfir Hringbraut áleiðis í Vesturbæjarskóla. Hann hafði varann á og horfði til beggja hliða á leið yfir götuna.Vísir/Kolbeinn TumiTifandi tímasprengja Foreldrar og íbúar bæjarins telja margir aðeins tímaspursmál hvenær slys yrði á gönguljósunum. Foreldrar sunnan Hringbrautar segjast í lengri tíma hafa óskað eftir gangbrautarvörslu við Hringbraut, á gatnamótunum við Framnesveg, en fengið þau svör frá skólastjóra að svæðið sunnan Hringbrautar heyrði ekki undir Vesturbæjarskóla heldur Grandaskóla. Reykjavíkurborg hefur boðað til fundar í næstu viku með fulltrúum Vegagerðarinnar, lögreglu og íbúum þar sem málið verður frekar til umræðu. Í tveggja ára gamalli skýrslu um umferð vestan Kringlumýrarbrautar sem unnin var fyrir borgina er lagt til að lækka hámarkshraða víða og fjölga 30 km/klst svæðum.
Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. 9. janúar 2019 16:22 Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun. 9. janúar 2019 19:15 Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53
Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. 9. janúar 2019 16:22
Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun. 9. janúar 2019 19:15
Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00