Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 09:15 DF-26 elflaugarnar voru teknar í notkun í apríl í fyrra og hægt er að skjóta þeim að skotmörkum í allt að 4.500 kílómetra fjarlægð. The Getty/Asahi Shimbun Yfirvöld í Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. Þar á meðal flugmóðurskipum. Einungis nokkrir dagar eru síðan bandarísku herskipi var siglt um hafið eins og gert hefur verið reglulega að undanförnu. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta Suður-Kínahafs á grunni korts frá 1947. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Kínverjar hafa þó byggt upp heilu eyjarnar í Suður-Kínahafi. Á þeim hafa verið byggðir flugvellir, flotastöðvar og herstöðvar og hefur vopnum verið komið fyrir þar. Bandaríkin hafa siglt herskipum um svæði til að mótmæla ólöglegum hafsvæðiskröfum og tryggja frjálsar siglingar um Suður-Kínahaf. Kínverjar hafa reglulega fordæmt siglingarnar og segja þær ógna friði á svæðinu. Bandaríkin sendu tundurspillinn USS McCambell til Suður-Kínahafs á mánudaginn og var kínverskum herskipum siglt til móts við herskipið bandaríska. Umræddar eldflaugar, sem kallast DF-26, hafa þó ekki verið fluttar til Suður-Kínahafs, heldur var þeim komið fyrir á meginlandi Kína, fjarri hafsvæðinu. Samkvæmt Global Times, fjölmiðli sem er í eigu yfirvalda Kína, var það gert svo að eldflaugarnar verði á hámarkshraða þegar þær nálgast skotmörk sín í Suður-Kínahafi. Þá sé mun erfiðara að skjóta þær niður. Í grein Times segir einnig að hægt sé að skjóta eldflaugunum að skotmörkum í allt að 4.500 kílómetra fjarlægð. Þannig gæti Kína einnig gert árásir á herstöðvar Bandaríkjanna á Gvam. Eldflaugarnar langdrægu voru teknar í notkun af herafla Kína í apríl 2018. Zhang Junshe, sem starfar sem rannsakandi fyrir herafla Kína, sagði í gær að mögulegt væri að til átaka kæmi á milli Bandaríkjanna og Kína, ef Bandaríkin héldu áfram að sigla herskipum sínum um svæðið. Þau átök yrðu þá Bandaríkjunum að kenna. Bandaríkin Brúnei Filippseyjar Indónesía Kína Malasía Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Yfirvöld í Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. Þar á meðal flugmóðurskipum. Einungis nokkrir dagar eru síðan bandarísku herskipi var siglt um hafið eins og gert hefur verið reglulega að undanförnu. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta Suður-Kínahafs á grunni korts frá 1947. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Kínverjar hafa þó byggt upp heilu eyjarnar í Suður-Kínahafi. Á þeim hafa verið byggðir flugvellir, flotastöðvar og herstöðvar og hefur vopnum verið komið fyrir þar. Bandaríkin hafa siglt herskipum um svæði til að mótmæla ólöglegum hafsvæðiskröfum og tryggja frjálsar siglingar um Suður-Kínahaf. Kínverjar hafa reglulega fordæmt siglingarnar og segja þær ógna friði á svæðinu. Bandaríkin sendu tundurspillinn USS McCambell til Suður-Kínahafs á mánudaginn og var kínverskum herskipum siglt til móts við herskipið bandaríska. Umræddar eldflaugar, sem kallast DF-26, hafa þó ekki verið fluttar til Suður-Kínahafs, heldur var þeim komið fyrir á meginlandi Kína, fjarri hafsvæðinu. Samkvæmt Global Times, fjölmiðli sem er í eigu yfirvalda Kína, var það gert svo að eldflaugarnar verði á hámarkshraða þegar þær nálgast skotmörk sín í Suður-Kínahafi. Þá sé mun erfiðara að skjóta þær niður. Í grein Times segir einnig að hægt sé að skjóta eldflaugunum að skotmörkum í allt að 4.500 kílómetra fjarlægð. Þannig gæti Kína einnig gert árásir á herstöðvar Bandaríkjanna á Gvam. Eldflaugarnar langdrægu voru teknar í notkun af herafla Kína í apríl 2018. Zhang Junshe, sem starfar sem rannsakandi fyrir herafla Kína, sagði í gær að mögulegt væri að til átaka kæmi á milli Bandaríkjanna og Kína, ef Bandaríkin héldu áfram að sigla herskipum sínum um svæðið. Þau átök yrðu þá Bandaríkjunum að kenna.
Bandaríkin Brúnei Filippseyjar Indónesía Kína Malasía Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna