Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. janúar 2019 11:54 Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll nemur 8,7% Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að tæplega milljón færri farþegar komi til með að fara um Keflavíkurflugvöll á þessu ári samanborið við árið í fyrra. Skýringuna má meðal annars finna í minna framboði flugs en undanfarin ár. Forstjóri Isavia segir fækkunina ekki áhyggjuefni. Farþegaspáin um Keflavíkurflugvöll fyrir árið 2019, sem kynnt var í morgun sýnir í fyrsta skipti í áratug samdrátt í fjölda þeirra farþega sem fara um flugvöllinn í ár. Farþegafjöldinn sem fór um völlinn á síðasta ári var 9,8 milljónir farþega en verður ef spár ganga eftir á þessu ári 8,95 milljónir farþega. Heildar samdrátturinn nemur 8,7 prósentum. Árið 2018 var samt sem áður lang stærsta árið í fjölda farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia á fundinum í morgunVísir/VilhelmÓvissa enn fyrir hendi Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia segir í samtali við fréttastofu en væri blikur á lofti og óvissa fyrir hendi í farþegaflugi. „Markaðurinn er erfiður, við höfum séð það síðasta árið. Það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera. Það er mikil samkeppni í dag, markaðurinn er þungur, eigum við ekki að segja það þannig,“ sagði Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia að lokinni kynningunni í morgun. Hefur ekki áhrif á tekjur Isavia Björn segir að fækkunin komi til með að hafa áhrif á fjárstreymi Isavia. „Ekki tekjurnar heldur sennilega heldur frekar kostnaðinn. Við höfum lagt í miklar framkvæmdir. Það kostar meira að reka Keflavíkurflugvöll í dag heldur en var áður, en í heildina að þá stöndum við þokkalega vel sem fyrirtæki,“ segir Björn. Í spánni fyrir 2019 er mest fækkunin í skiptifarþegum, en talið er að þeim muni fækka um 18,7% frá fyrra ári. Það skýrist helst af því að áfangastaðir munu að öllum líkindum fækka, sem og tíðni ferða til vissra áfangastaða. Þá hefur sætaframboð flugfélaganna áhrif á tengimöguleikana sem og farþegafjöldann. Þá er spáð fækkun í komu erlendra ferðamanna til landsins og nemur fækkunin 2,4 prósentum. Fari úr rúmum tveimur milljónum og þrjú hundruð þúsund farþegum niður í tvær milljónir og tvö hundruð og sextíu þúsund farþega. „Núna erum við að horfa á eðlilega sveiflu. markaðurinn á Íslandi hefur stækkað rosalega mikið, miklu meira en í öllum öðrum löndum. Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt þótt það verði smá tveggja prósenta niðursveifla á ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Frá kynningunni í morgun þar sem farþegaspá um Keflavíkurflugvöll var kynnt.Vísir/Vilhelm Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Gert er ráð fyrir að tæplega milljón færri farþegar komi til með að fara um Keflavíkurflugvöll á þessu ári samanborið við árið í fyrra. Skýringuna má meðal annars finna í minna framboði flugs en undanfarin ár. Forstjóri Isavia segir fækkunina ekki áhyggjuefni. Farþegaspáin um Keflavíkurflugvöll fyrir árið 2019, sem kynnt var í morgun sýnir í fyrsta skipti í áratug samdrátt í fjölda þeirra farþega sem fara um flugvöllinn í ár. Farþegafjöldinn sem fór um völlinn á síðasta ári var 9,8 milljónir farþega en verður ef spár ganga eftir á þessu ári 8,95 milljónir farþega. Heildar samdrátturinn nemur 8,7 prósentum. Árið 2018 var samt sem áður lang stærsta árið í fjölda farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia á fundinum í morgunVísir/VilhelmÓvissa enn fyrir hendi Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia segir í samtali við fréttastofu en væri blikur á lofti og óvissa fyrir hendi í farþegaflugi. „Markaðurinn er erfiður, við höfum séð það síðasta árið. Það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera. Það er mikil samkeppni í dag, markaðurinn er þungur, eigum við ekki að segja það þannig,“ sagði Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia að lokinni kynningunni í morgun. Hefur ekki áhrif á tekjur Isavia Björn segir að fækkunin komi til með að hafa áhrif á fjárstreymi Isavia. „Ekki tekjurnar heldur sennilega heldur frekar kostnaðinn. Við höfum lagt í miklar framkvæmdir. Það kostar meira að reka Keflavíkurflugvöll í dag heldur en var áður, en í heildina að þá stöndum við þokkalega vel sem fyrirtæki,“ segir Björn. Í spánni fyrir 2019 er mest fækkunin í skiptifarþegum, en talið er að þeim muni fækka um 18,7% frá fyrra ári. Það skýrist helst af því að áfangastaðir munu að öllum líkindum fækka, sem og tíðni ferða til vissra áfangastaða. Þá hefur sætaframboð flugfélaganna áhrif á tengimöguleikana sem og farþegafjöldann. Þá er spáð fækkun í komu erlendra ferðamanna til landsins og nemur fækkunin 2,4 prósentum. Fari úr rúmum tveimur milljónum og þrjú hundruð þúsund farþegum niður í tvær milljónir og tvö hundruð og sextíu þúsund farþega. „Núna erum við að horfa á eðlilega sveiflu. markaðurinn á Íslandi hefur stækkað rosalega mikið, miklu meira en í öllum öðrum löndum. Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt þótt það verði smá tveggja prósenta niðursveifla á ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Frá kynningunni í morgun þar sem farþegaspá um Keflavíkurflugvöll var kynnt.Vísir/Vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00
Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08