Staða vestnorrænu ríkjanna í breyttum heimi Guðjóns S. Brjánsson skrifar 29. janúar 2019 07:00 Mikið umrót hefur einkennt stöðuna í alþjóðamálum á undanförnum árum. Við förum ekki varhluta af því hér á okkar norðlægu slóðum, hvort sem litið er til sviptivinda í alþjóðastjórnmálum eða afleiðinga hnattrænnar hlýnunar. Við þurfum að vera vakandi fyrir þessum breytingum og leggja okkur fram við að skilja þær og geta brugðist við þeim. Í þessari viku gefst okkur kærkomið tækifæri til þess að kryfja þessi mál til mergjar á þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins sem að þessu sinni fer fram á suðvesturhorni Íslands.Margt sem sameinar Vestnorræna ráðið er samstarfsráð þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands. Það kemur saman tvisvar á ári, um þetta leyti til þemaráðstefnu og til ársfundar í haustbyrjun. Samstarfið er okkur öllum mjög mikilvægt. Margt er það sem sameinar okkur en ýmislegt er líka ólíkt milli landanna. Á morgun, miðvikudag boðar Vestnorræna ráðið, ásamt samstarfsaðilum, til þemaráðstefnu í Norræna húsinu þar sem allir eru velkomnir. Þar ætlum við að ræða stöðu vestnorrænu ríkjanna í breyttum heimi alþjóðastjórnmála. Á ráðstefnunni koma saman helstu sérfræðingar á svæðinu og velta umræðuefninu fyrir sér. Dagskrá og frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Vestnorræna ráðsins, vestnordisk.is. Upptaktur frekari umræðna Við búumst ekki við neinni lokaniðurstöðu á morgun, miklu heldur að ráðstefnan verði upptaktur frekari umræðna í samfélögum okkar. Fyrir okkur Íslendinga er mikilvægt að þekkja til sjónarmiða nágranna okkar og vina á vestnorræna svæðinu og átta okkur á því hvernig við saman getum eflt samstarfið og styrkt stöðu ríkjanna þriggja í breyttum heimi.Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Mest lesið Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Fleygurinn Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Ímyndarvandi vítisáhugafólks Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Sjá meira
Mikið umrót hefur einkennt stöðuna í alþjóðamálum á undanförnum árum. Við förum ekki varhluta af því hér á okkar norðlægu slóðum, hvort sem litið er til sviptivinda í alþjóðastjórnmálum eða afleiðinga hnattrænnar hlýnunar. Við þurfum að vera vakandi fyrir þessum breytingum og leggja okkur fram við að skilja þær og geta brugðist við þeim. Í þessari viku gefst okkur kærkomið tækifæri til þess að kryfja þessi mál til mergjar á þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins sem að þessu sinni fer fram á suðvesturhorni Íslands.Margt sem sameinar Vestnorræna ráðið er samstarfsráð þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands. Það kemur saman tvisvar á ári, um þetta leyti til þemaráðstefnu og til ársfundar í haustbyrjun. Samstarfið er okkur öllum mjög mikilvægt. Margt er það sem sameinar okkur en ýmislegt er líka ólíkt milli landanna. Á morgun, miðvikudag boðar Vestnorræna ráðið, ásamt samstarfsaðilum, til þemaráðstefnu í Norræna húsinu þar sem allir eru velkomnir. Þar ætlum við að ræða stöðu vestnorrænu ríkjanna í breyttum heimi alþjóðastjórnmála. Á ráðstefnunni koma saman helstu sérfræðingar á svæðinu og velta umræðuefninu fyrir sér. Dagskrá og frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Vestnorræna ráðsins, vestnordisk.is. Upptaktur frekari umræðna Við búumst ekki við neinni lokaniðurstöðu á morgun, miklu heldur að ráðstefnan verði upptaktur frekari umræðna í samfélögum okkar. Fyrir okkur Íslendinga er mikilvægt að þekkja til sjónarmiða nágranna okkar og vina á vestnorræna svæðinu og átta okkur á því hvernig við saman getum eflt samstarfið og styrkt stöðu ríkjanna þriggja í breyttum heimi.Höfundur er alþingismaður
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar