Fjölskylda Emiliano Sala, knattspyrnumannsins sem er saknað, er komin til Guernsey en Sala er talinn hafa farist á þeim slóðum.
Mercedes, móðir Sala, og Romina, systir hans, eru nú á Guernsey þar sem þær hafa hitt David Mearns, yfirmann lögreglunnar, en hann er yfir leitinni af Sala.
Umboðsskrifstofan Sport Cover setti af stað söfnun til þess að setja leit af Sala aftur af stað en henni var hætt í vikunni. Markmiðið var að safna 300 þúsud evrum og því hefur nú verið náð á GoFundMe síðunni.
Fjölskylda Sala þakkaði þeim sem lögðu lóð sín á vogaskálarnar í söfnuninni en meðal annars voru það Lionel Messi og Diego Maradona sem töluðu fyrir söfnuninni og hjálpuðu til.
Leikmenn eins og Ilkay Gundogan, Geoffrey Kondogbia, Corentin Tolisso og Maxime Gonalons voru á meðal þeirra sem lögðu söfnuninni lið ásamt mörgum öðrum.
Fjölskylda Sala á Guernsey og hefur fundað með lögreglunni: Markmið söfnunarinnar náð

Tengdar fréttir

Sala sendi liðsfélögunum skilaboð rétt fyrir slysið: Líður eins og hún sé að detta í sundur
Emiliano Sala, leikmaður Cardiff sem er talinn hafa farist í flugslysi, sendi fyrrum liðsfélögum sínum skilaboð rétt áður en flugvélin hvarf.

Hætta leit að vél Emiliano Sala
Leit hefur verið hætt að flugvélinni sem hvarf yfir Ermarsundi á mánudaginn með tvo innanborðs.

Biðlar til breskra yfirvalda að halda áfram að leita að bróður sínum
Leit var hætt í gær af knattspyrnumanninum Emiliano Sala en systir hans vill sjá björgunaraðila halda áfram að leita.

Mínútuþögn til minningar um Sala og flugmanninn
Mínútuþögn verður fyrir leikina í næstu viku í ensku úrvalsdeildinni til minningar um leikmann Cardiff, Emiliano Sala.