Minnst níu látnir eftir að stíflan brast í Brasilíu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. janúar 2019 10:24 Mikil aurleðja hefur flætt um svæðið. Bruno Correia/AP Yfir tvö hundruð manns er saknað eftir að stífla við járngrýtisnámu í suðausturhluta Brasilíu brast. Mikið magn aurleðju flæddi yfir mötuneyti þar sem starfsmenn námunnar sátu og snæddu hádegismat. Opinber tala látinna er níu en óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi. Um þrjú hundruð starfsmenn voru á svæðinu sem flæddi yfir en viðbragðsaðilum hefur aðeins tekist að koma um einum þriðja þeirra í skjól. Notast var við þyrlur til þess að flytja fólk úr sjálfheldu af völdum flóðsins þar sem vegir á svæðinu eyðilögðust eftir að stíflan brast. BBC greinir frá. Romeu Zema, fylkisstjóri í Minas Gerais þar sem flóðið varð, segir líkurnar á því að fólk finnist á lífi vera hverfandi. „Héðan af eru líkurnar í lágmarki og sennilegast að við munum aðeins finna lík.“ Um eitt hundrað slökkviliðsmenn sinna nú leitinni að fólkinu sem er saknað og gert er ráð fyrir að sá fjöldi muni tvöfaldast í dag. Ekki er ljóst hvað olli því að stíflan, sem er í eigu stærsta námuvinnslufyrirtækis Brasilíu, Vale, brast.Fyrirtækið segir stífluna hafa verið stöðuga Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kallaði atburðinni „alvarlegan harmleik“ og mun hann ferðast á svæðið í dag. Þá mun ráðherrar á sviðum umhverfismála, námugraftarmála og svæðisuppbyggingar í ríkisstjórn landsins fylgja honum á hamfarasvæðið. „Á þessari stundu er aðal áhersluefni okkar að hlúa að mögulegum fórnarlömbum þessa alvarlega harmleiks,“ skrifaði Bolsonaro á Twitter.Nossa maior preocupação neste momento é atender eventuais vítimas desta grave tragédia. — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) January 25, 2019 Fabio Schvartsmann, framkvæmdastjóri Vale, sagði málið vera „mannlegan harmleik.“ Hann hefur einnig sagt að þýskt fyrirtæki sem ráðið var til þess að meta öryggi stíflunnar sem brast hafi metið sem svo að stíflan væri „stöðug.“ Þá hefur Vale tilkynnt að fyrirtækið fylgist náið með öllum öðrum stíflum í sinni umsjá. Stíflan var byggð árið 1976 og notuð til þess að halda eftirstöðvum námuvinnslunnar frá starfsstöðvum námustarfsfólks.Ferfætlingar á svæðinu hafa einnig fundið fyrir áhrifum flóðsins.Leo Drumond/APYfirvöld mæta harðri gragnrýni Brasilíska dagblaðið Folha de S, Paulo birti í gær frétt þar sem því var haldið fram að mögulegt rof stíflunnar hafi verið umræðuefni spennuþrungins fundar þar sem leyfi fyrir stíflunni var samþykkt. Umhverfisaðgerðasinnasamtökin Greenpeace hafa gagnrýnt aðila málsins harðlega og segja málið vera „sorglegar afleiðingar þess að brasilísk yfirvöld og námuvinnslufyrirtæki hafi ekki lært sína lexíu,“ en rúm þrjú ár eru síðan 19 manns létust eftir að stífla í Mariana, sem er einnig í Minas Gerais, brast. Sú var einnig í eigu Vale. Þá hafa samtökin sagt að málin séu „ekki slys, heldur umhverfisglæpir sem þurfi að rannsaka, refsa fyrir, og bæta fyrir. Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Yfir tvö hundruð manns er saknað eftir að stífla við járngrýtisnámu í suðausturhluta Brasilíu brast. Mikið magn aurleðju flæddi yfir mötuneyti þar sem starfsmenn námunnar sátu og snæddu hádegismat. Opinber tala látinna er níu en óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi. Um þrjú hundruð starfsmenn voru á svæðinu sem flæddi yfir en viðbragðsaðilum hefur aðeins tekist að koma um einum þriðja þeirra í skjól. Notast var við þyrlur til þess að flytja fólk úr sjálfheldu af völdum flóðsins þar sem vegir á svæðinu eyðilögðust eftir að stíflan brast. BBC greinir frá. Romeu Zema, fylkisstjóri í Minas Gerais þar sem flóðið varð, segir líkurnar á því að fólk finnist á lífi vera hverfandi. „Héðan af eru líkurnar í lágmarki og sennilegast að við munum aðeins finna lík.“ Um eitt hundrað slökkviliðsmenn sinna nú leitinni að fólkinu sem er saknað og gert er ráð fyrir að sá fjöldi muni tvöfaldast í dag. Ekki er ljóst hvað olli því að stíflan, sem er í eigu stærsta námuvinnslufyrirtækis Brasilíu, Vale, brast.Fyrirtækið segir stífluna hafa verið stöðuga Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kallaði atburðinni „alvarlegan harmleik“ og mun hann ferðast á svæðið í dag. Þá mun ráðherrar á sviðum umhverfismála, námugraftarmála og svæðisuppbyggingar í ríkisstjórn landsins fylgja honum á hamfarasvæðið. „Á þessari stundu er aðal áhersluefni okkar að hlúa að mögulegum fórnarlömbum þessa alvarlega harmleiks,“ skrifaði Bolsonaro á Twitter.Nossa maior preocupação neste momento é atender eventuais vítimas desta grave tragédia. — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) January 25, 2019 Fabio Schvartsmann, framkvæmdastjóri Vale, sagði málið vera „mannlegan harmleik.“ Hann hefur einnig sagt að þýskt fyrirtæki sem ráðið var til þess að meta öryggi stíflunnar sem brast hafi metið sem svo að stíflan væri „stöðug.“ Þá hefur Vale tilkynnt að fyrirtækið fylgist náið með öllum öðrum stíflum í sinni umsjá. Stíflan var byggð árið 1976 og notuð til þess að halda eftirstöðvum námuvinnslunnar frá starfsstöðvum námustarfsfólks.Ferfætlingar á svæðinu hafa einnig fundið fyrir áhrifum flóðsins.Leo Drumond/APYfirvöld mæta harðri gragnrýni Brasilíska dagblaðið Folha de S, Paulo birti í gær frétt þar sem því var haldið fram að mögulegt rof stíflunnar hafi verið umræðuefni spennuþrungins fundar þar sem leyfi fyrir stíflunni var samþykkt. Umhverfisaðgerðasinnasamtökin Greenpeace hafa gagnrýnt aðila málsins harðlega og segja málið vera „sorglegar afleiðingar þess að brasilísk yfirvöld og námuvinnslufyrirtæki hafi ekki lært sína lexíu,“ en rúm þrjú ár eru síðan 19 manns létust eftir að stífla í Mariana, sem er einnig í Minas Gerais, brast. Sú var einnig í eigu Vale. Þá hafa samtökin sagt að málin séu „ekki slys, heldur umhverfisglæpir sem þurfi að rannsaka, refsa fyrir, og bæta fyrir.
Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26