True North fær vilyrði fyrir risastyrk til að taka upp James Bond-mynd í Noregi Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2019 11:13 Daniel Craig mun leika njósnarann í fimmta sinn. Vísir/Getty Íslenska framleiðslufyrirtækið True North hefur fengið vilyrði fyrir endurgreiðslu á 47 milljónum vegna framleiðslu á tuttugustu og fimmtu James Bond-myndinni í Noregi. Það samsvarar 660 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins NRK en þar segir að um sé að ræða vilyrði fyrir endurgreiðslu á framleiðslukostnaði kvikmynda en endurgreiðslan í Noregi nemur 25 prósentum af kostnaði. Greint er frá því á vef norska ríkisútvarpsins NRK að búist sé við að tökur myndarinnar hefjist í mars en leikstjóri hennar verður Cary Fukunaga, sem á að baki þáttaraðirnar True Detective og Maniac, og mun Daniel Craig leika Bond í fimmta sinn. NRK segir það hins vegar ekki komið á hreint hvort þessi Bond mynd, sem enn hefur ekki fengið titil opinberlega, verði tekin upp í Noregi en talið er að líkurnar á því hafi aukist til muna vegna þessa vilyrðis frá kvikmyndasjóðnum.Sýnir sterka stöðu True North í NoregiTrue North er sem fyrr segir íslenskt fyrirtæki en rekur útibú í Noregi og á Kanaríeyjum. Leifur B. Dagfinsson, stjórnarformaður True North, segir í samtali við Vísi að rekinn sé endurgreiðslusjóður í Noregi sem þurfi að sækja um í til að fá endurgreiðslu. Til þess þurfi að leggja fram fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við framleiðslu verkefnisins og er í framhaldinu sé gefið út vilyrði út frá styrkleika verkefnisins.Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður og stofnandi True North.Leifur segir þetta sýna hve staða True North sé orðin sterk og öflug í Noregi og að fyrirtækið njóti mikils trausts þar. Leifur hefur áður komið að framleiðslu James Bond-myndar þegar Die Another Day var tekin upp við Jökulsárlón árið 2001.Fengu einnig The Snowman til Noregs True North fékk einnig tökur á myndinni The Snowman til Noregs árið 2016 en endurgreiðslur vegna framleiðslu þeirra myndar úr norska endurgreiðslusjóðnum námu 40,6 milljónum norskra króna. True North kom einnig að tökum sjöttu Mission Impossible-myndarinnar, Fallout, sem var tekin upp við Predikunarstólinn. Tom Cruise leikur aðalhluverkið í Mission Impossible en hann lék einnig í myndinni Oblivion sem var tekin upp á Íslandi og kom True North að þeirri framleiðslu. Endurgreiðslur vegna Mission Impossible-myndarinnar námu sex milljónum norskra króna og Netflix-myndin 22. júlí, sem fjallaði um hryðjuverkaárás Anders Breivik, fékk 17,1 milljón norskra króna.Stórmyndin Fast 8, úr Fast & Furious-seríunni, fékk 520 milljónir króna endurgreiðslu úr ríkissjóði Íslands árið 2016. James Bond Noregur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Íslenska framleiðslufyrirtækið True North hefur fengið vilyrði fyrir endurgreiðslu á 47 milljónum vegna framleiðslu á tuttugustu og fimmtu James Bond-myndinni í Noregi. Það samsvarar 660 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins NRK en þar segir að um sé að ræða vilyrði fyrir endurgreiðslu á framleiðslukostnaði kvikmynda en endurgreiðslan í Noregi nemur 25 prósentum af kostnaði. Greint er frá því á vef norska ríkisútvarpsins NRK að búist sé við að tökur myndarinnar hefjist í mars en leikstjóri hennar verður Cary Fukunaga, sem á að baki þáttaraðirnar True Detective og Maniac, og mun Daniel Craig leika Bond í fimmta sinn. NRK segir það hins vegar ekki komið á hreint hvort þessi Bond mynd, sem enn hefur ekki fengið titil opinberlega, verði tekin upp í Noregi en talið er að líkurnar á því hafi aukist til muna vegna þessa vilyrðis frá kvikmyndasjóðnum.Sýnir sterka stöðu True North í NoregiTrue North er sem fyrr segir íslenskt fyrirtæki en rekur útibú í Noregi og á Kanaríeyjum. Leifur B. Dagfinsson, stjórnarformaður True North, segir í samtali við Vísi að rekinn sé endurgreiðslusjóður í Noregi sem þurfi að sækja um í til að fá endurgreiðslu. Til þess þurfi að leggja fram fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við framleiðslu verkefnisins og er í framhaldinu sé gefið út vilyrði út frá styrkleika verkefnisins.Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður og stofnandi True North.Leifur segir þetta sýna hve staða True North sé orðin sterk og öflug í Noregi og að fyrirtækið njóti mikils trausts þar. Leifur hefur áður komið að framleiðslu James Bond-myndar þegar Die Another Day var tekin upp við Jökulsárlón árið 2001.Fengu einnig The Snowman til Noregs True North fékk einnig tökur á myndinni The Snowman til Noregs árið 2016 en endurgreiðslur vegna framleiðslu þeirra myndar úr norska endurgreiðslusjóðnum námu 40,6 milljónum norskra króna. True North kom einnig að tökum sjöttu Mission Impossible-myndarinnar, Fallout, sem var tekin upp við Predikunarstólinn. Tom Cruise leikur aðalhluverkið í Mission Impossible en hann lék einnig í myndinni Oblivion sem var tekin upp á Íslandi og kom True North að þeirri framleiðslu. Endurgreiðslur vegna Mission Impossible-myndarinnar námu sex milljónum norskra króna og Netflix-myndin 22. júlí, sem fjallaði um hryðjuverkaárás Anders Breivik, fékk 17,1 milljón norskra króna.Stórmyndin Fast 8, úr Fast & Furious-seríunni, fékk 520 milljónir króna endurgreiðslu úr ríkissjóði Íslands árið 2016.
James Bond Noregur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira