Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. janúar 2019 06:45 Magn óflokkaðs sorps sem hent er í gráar tunnur og í gáma á endurvinnslustöðvum á síðasta ári var 187 kíló á hvern íbúa samanborið við 189,6 kíló árið áður. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink „Þetta eru auðvitað stórtíðindi. Heimilin eru að standa sig vel með því að minnka magnið af sorpi sem fer í gráu tunnurnar. En þau eru líka að flokka meira og betur og við sjáum það sérstaklega í plastinu. Það er ástæða til að hrósa íbúum,“ segir Bjarni Gnýr Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá Sorpu, um niðurstöður nýrrar húsasorpsrannsóknar. Rannsóknin hefur verið gerð árlega frá 1991 og hefur Bjarni yfirumsjón með verkefninu en þar er innihald óflokkaðs sorps sem er hent frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu greint. Tekin eru 100 kílóa sýni úr öllum sorphirðuhverfum höfuðborgarsvæðisins sem eru 26 talsins.Nýjasta könnunin var gerð í nóvember á síðasta ári en niðurstöðurnar voru kynntar fyrir stjórn Sorpu í síðustu viku. Magn óflokkaðs sorps sem hent er í gráar tunnur og í gáma á endurvinnslustöðvum á síðasta ári var 187 kíló á hvern íbúa samanborið við 189,6 kíló árið áður. Þá jókst plast sem skilað var til endurvinnslu í gegnum grænar tunnur, grenndargáma og endurvinnslustöðvar úr 5,3 kílóum á íbúa í sjö kíló. Miklum meirihluta plasts er enn hent með óflokkuðu rusli eða 23,6 kílóum á íbúa sem er þó minna en árið áður þegar það var 26,1 kíló. Þannig skiluðu tæp 23 prósent plasts frá heimilum sér til endurvinnslu á síðasta ári samanborið við tæp 17 prósent árið áður. Heildarmagn plasts minnkaði einnig lítillega eða úr 31,4 kílóum á íbúa í 30,6 kíló. Bjarni segist telja að aukin umræða um plast og endurvinnslu sé að skila sér þótt það sé auðvitað hægt að gera betur.„Þetta sýnir okkur líka að það er til farvegur fyrir plastið sem er mjög mikilvægt. Það hefur verið svolítið í umræðunni að plastið fari í brennslu en ég held að það sé ástæða til að vera jákvæður gagnvart söfnun á plasti,“ segir Bjarni. Heildarmagn pappírs sem fellur til frá heimilum dregst saman milli ára, bæði það sem fer í bláar tunnur, grenndargáma og endurvinnslustöðvar og það sem fer í óflokkað sorp. Þannig skiluðu sér 43,5 kíló á íbúa sér til endurvinnslu á síðasta ári sem var kílói minna en árið áður. Pappír sem endaði í óflokkuðu rusli reyndist 14,7 kíló á íbúa en var 15,9 kíló árið áður. Hlutfall pappírs sem kemur til endurvinnslu frá heimilum jókst því úr 73,7 prósentum í 74,7 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Þetta eru auðvitað stórtíðindi. Heimilin eru að standa sig vel með því að minnka magnið af sorpi sem fer í gráu tunnurnar. En þau eru líka að flokka meira og betur og við sjáum það sérstaklega í plastinu. Það er ástæða til að hrósa íbúum,“ segir Bjarni Gnýr Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá Sorpu, um niðurstöður nýrrar húsasorpsrannsóknar. Rannsóknin hefur verið gerð árlega frá 1991 og hefur Bjarni yfirumsjón með verkefninu en þar er innihald óflokkaðs sorps sem er hent frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu greint. Tekin eru 100 kílóa sýni úr öllum sorphirðuhverfum höfuðborgarsvæðisins sem eru 26 talsins.Nýjasta könnunin var gerð í nóvember á síðasta ári en niðurstöðurnar voru kynntar fyrir stjórn Sorpu í síðustu viku. Magn óflokkaðs sorps sem hent er í gráar tunnur og í gáma á endurvinnslustöðvum á síðasta ári var 187 kíló á hvern íbúa samanborið við 189,6 kíló árið áður. Þá jókst plast sem skilað var til endurvinnslu í gegnum grænar tunnur, grenndargáma og endurvinnslustöðvar úr 5,3 kílóum á íbúa í sjö kíló. Miklum meirihluta plasts er enn hent með óflokkuðu rusli eða 23,6 kílóum á íbúa sem er þó minna en árið áður þegar það var 26,1 kíló. Þannig skiluðu tæp 23 prósent plasts frá heimilum sér til endurvinnslu á síðasta ári samanborið við tæp 17 prósent árið áður. Heildarmagn plasts minnkaði einnig lítillega eða úr 31,4 kílóum á íbúa í 30,6 kíló. Bjarni segist telja að aukin umræða um plast og endurvinnslu sé að skila sér þótt það sé auðvitað hægt að gera betur.„Þetta sýnir okkur líka að það er til farvegur fyrir plastið sem er mjög mikilvægt. Það hefur verið svolítið í umræðunni að plastið fari í brennslu en ég held að það sé ástæða til að vera jákvæður gagnvart söfnun á plasti,“ segir Bjarni. Heildarmagn pappírs sem fellur til frá heimilum dregst saman milli ára, bæði það sem fer í bláar tunnur, grenndargáma og endurvinnslustöðvar og það sem fer í óflokkað sorp. Þannig skiluðu sér 43,5 kíló á íbúa sér til endurvinnslu á síðasta ári sem var kílói minna en árið áður. Pappír sem endaði í óflokkuðu rusli reyndist 14,7 kíló á íbúa en var 15,9 kíló árið áður. Hlutfall pappírs sem kemur til endurvinnslu frá heimilum jókst því úr 73,7 prósentum í 74,7 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira