Að drepa málum á dreif Andrés Magnússon skrifar 25. janúar 2019 07:00 Í nýliðnum desember voru liðin sjö ár frá því að Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sendu erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), þar sem samtökin kvörtuðu formlega undan innleiðingu íslenskra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins. Tilefni þessarar kvörtunar var, eins og flestum ætti nú að vera kunnugt, þau höft sem lögð eru á innflutning á fersku kjöti, þar sem gert var ráð fyrir því að allt kjöt skuli vera í frosti í þrjátíu daga, áður en vogandi væri að bjóða það íslenskum neytendum. Í október sl. fékkst loks endanleg niðurstaða í þessa löngu baráttu SVÞ, þegar Hæstiréttur Íslands kvað upp þann dóm, að umrædd höft á innflutningi á fersku kjöti, hafi verið í andstöðu við ákvæði EES-samningsins og þ.a.l. falið í sér samningsbrot af hálfu hérlendra stjórnvalda. Var þessi niðurstaða staðfesting á dómi héraðsdóms í málinu, en jafnframt hafði EFTA dómstóllinn kveðið upp efnislega sambærilegan dóm í máli Eftirlitsstofnunar EFTA gegn íslenska ríkinu. Á öllum stigum var tekið undir þær kvartanir sem SVÞ settu fram í upphafi. Framganga íslenska ríkisins í þessum málarekstri öllum er kapítuli út af fyrir sig, en þrátt fyrir að hafa eytt tugum milljóna króna í málsvörn sína, tókst því ekki að sýna fram á nein haldbær rök fyrir umræddum innflutningstakmörkunum. Framganga íslenska ríkisins í málinu getur því ekki kallast annað en hrein sneypuför. Í umræðunni undanfarnar vikur hafa margir kosið að drepa málinu á dreif og þar með draga athyglina frá því sem er aðalatriði þessa máls, sem er hin skýra og ótvíræða dómsniðurstaða. Umræðan hefur meira snúist um sýklalyfjaónæmi og um matvælaöryggi almennt. Sú umræða á alltaf rétt á sér, óháð umræddri dómsniðurstöðu. Stjórnvöld eiga, ekki frekar en aðrir, annan kost en að virða niðurstöðu dómstóla. Niðurstaðan í þessu dómsmáli er eins skýr og verða má og hljóta viðbrögð stjórnvalda, í formi viðeigandi lagafrumvarpa, að verða lögð fram nú þegar Alþingi kemur saman á ný. Það er aðalatriði þessa máls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í nýliðnum desember voru liðin sjö ár frá því að Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sendu erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), þar sem samtökin kvörtuðu formlega undan innleiðingu íslenskra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins. Tilefni þessarar kvörtunar var, eins og flestum ætti nú að vera kunnugt, þau höft sem lögð eru á innflutning á fersku kjöti, þar sem gert var ráð fyrir því að allt kjöt skuli vera í frosti í þrjátíu daga, áður en vogandi væri að bjóða það íslenskum neytendum. Í október sl. fékkst loks endanleg niðurstaða í þessa löngu baráttu SVÞ, þegar Hæstiréttur Íslands kvað upp þann dóm, að umrædd höft á innflutningi á fersku kjöti, hafi verið í andstöðu við ákvæði EES-samningsins og þ.a.l. falið í sér samningsbrot af hálfu hérlendra stjórnvalda. Var þessi niðurstaða staðfesting á dómi héraðsdóms í málinu, en jafnframt hafði EFTA dómstóllinn kveðið upp efnislega sambærilegan dóm í máli Eftirlitsstofnunar EFTA gegn íslenska ríkinu. Á öllum stigum var tekið undir þær kvartanir sem SVÞ settu fram í upphafi. Framganga íslenska ríkisins í þessum málarekstri öllum er kapítuli út af fyrir sig, en þrátt fyrir að hafa eytt tugum milljóna króna í málsvörn sína, tókst því ekki að sýna fram á nein haldbær rök fyrir umræddum innflutningstakmörkunum. Framganga íslenska ríkisins í málinu getur því ekki kallast annað en hrein sneypuför. Í umræðunni undanfarnar vikur hafa margir kosið að drepa málinu á dreif og þar með draga athyglina frá því sem er aðalatriði þessa máls, sem er hin skýra og ótvíræða dómsniðurstaða. Umræðan hefur meira snúist um sýklalyfjaónæmi og um matvælaöryggi almennt. Sú umræða á alltaf rétt á sér, óháð umræddri dómsniðurstöðu. Stjórnvöld eiga, ekki frekar en aðrir, annan kost en að virða niðurstöðu dómstóla. Niðurstaðan í þessu dómsmáli er eins skýr og verða má og hljóta viðbrögð stjórnvalda, í formi viðeigandi lagafrumvarpa, að verða lögð fram nú þegar Alþingi kemur saman á ný. Það er aðalatriði þessa máls.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun