Stefnt að því að hækka bæði framfærslu og frítekjumark hjá LÍN Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2019 11:03 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, situr fyrir svörum á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að bæði framfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði hækkuð sem og frítekjumark þeirra. Þetta kom fram í máli hennar á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherrann út í LÍN og vísaði í herferð Landssambands íslenskra stúdenta undir yfirskriftinni „Stúdentar mega ekki hafa það betra“ en herferðin er um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þingmaðurinn sagði að krafa stúdenta um að sjóðurinn tæki upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd færi sívaxandi og þá vakti hún athygli á lágu framfærsluviðmiði sjóðsins sem stendur í tæpum 193 þúsund krónum. Þá er það svo að lán námsmanna skerðast vinni þeir sér inn pening, til að mynda yfir sumartímann, og hafa stúdentar gagnrýnt það í gegnum tíðina og kallað eftir hærra frítekjumarki. Auk þess hafa stúdentar gagnrýnt það fyrirkomulag sem tíðkast við útborgun lánanna en það fjöldi námsmanna þarf að taka yfirdrátt til að brúa bilið áður en lánin fást greidd út.„Ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum“ Nú fer fram endurskoðun á lögum um LÍN og beindi Jóhanna Vigdís nokkrum spurningum til ráðherra. „Stendur til að hækka framfærsluviðmið sjóðsins og miða við lágmarkslaun? Mun frítekjumark lánþega hjá LÍN hækka þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki launin þeirra? Mun lánasjóðurinn greiða út 100 prósent af reiknaðri framfærsluþörf nemenda eftir endurskoðun? Mun fyrirkomulag á útborgun lána breytast þannig að þeir verða ekki komnir upp á yfirdrátt hjá bönkunum? Stendur til að færa fyrirkomulag lána allra námsmanna nær norrænu styrkjakerfi þar sem hluti náms fellur niður að námi loknu?“ spurði Jóhanna Vigdís. Lilja fagnaði fyrirspurninni og sagði að góð vinna hefði farið fram við endurskoðun laga um LÍN. Hún hefði haft öfluga verkefnastjórn sem væri að skila góðum tillögum og svo kallað til færustu lánasérfræðinga landsins til að búa til nýtt og öflugt kerfi. „Og ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum. Háttvirtur þingmaður spyr hvort það eigi að hækka framfærsluna. Já, hún verður hækkuð. Háttvirtur þingmaður spyr á að hækka frítekjumarkið? Já, það verður hækkað. Stefnum við að 100 prósentunum? Já, við gerum það og það sem við munum fá, við viljum vera framsækið og öflugt menntakerfi og það mun svo sannarlega takast á vakt þess menntamálaráðherra,“ sagði Lilja. Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Yfir sexhundruð færri í námi vegna aðgerða LÍN segir stjórnarformaður SÍNE Íslenskum námsmönnum sem sækja nám erlendis og fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru ríflega sexhundruð færri árið 2016 en árið 2013. Stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum. 23. janúar 2019 12:00 Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að bæði framfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði hækkuð sem og frítekjumark þeirra. Þetta kom fram í máli hennar á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherrann út í LÍN og vísaði í herferð Landssambands íslenskra stúdenta undir yfirskriftinni „Stúdentar mega ekki hafa það betra“ en herferðin er um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þingmaðurinn sagði að krafa stúdenta um að sjóðurinn tæki upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd færi sívaxandi og þá vakti hún athygli á lágu framfærsluviðmiði sjóðsins sem stendur í tæpum 193 þúsund krónum. Þá er það svo að lán námsmanna skerðast vinni þeir sér inn pening, til að mynda yfir sumartímann, og hafa stúdentar gagnrýnt það í gegnum tíðina og kallað eftir hærra frítekjumarki. Auk þess hafa stúdentar gagnrýnt það fyrirkomulag sem tíðkast við útborgun lánanna en það fjöldi námsmanna þarf að taka yfirdrátt til að brúa bilið áður en lánin fást greidd út.„Ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum“ Nú fer fram endurskoðun á lögum um LÍN og beindi Jóhanna Vigdís nokkrum spurningum til ráðherra. „Stendur til að hækka framfærsluviðmið sjóðsins og miða við lágmarkslaun? Mun frítekjumark lánþega hjá LÍN hækka þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki launin þeirra? Mun lánasjóðurinn greiða út 100 prósent af reiknaðri framfærsluþörf nemenda eftir endurskoðun? Mun fyrirkomulag á útborgun lána breytast þannig að þeir verða ekki komnir upp á yfirdrátt hjá bönkunum? Stendur til að færa fyrirkomulag lána allra námsmanna nær norrænu styrkjakerfi þar sem hluti náms fellur niður að námi loknu?“ spurði Jóhanna Vigdís. Lilja fagnaði fyrirspurninni og sagði að góð vinna hefði farið fram við endurskoðun laga um LÍN. Hún hefði haft öfluga verkefnastjórn sem væri að skila góðum tillögum og svo kallað til færustu lánasérfræðinga landsins til að búa til nýtt og öflugt kerfi. „Og ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum. Háttvirtur þingmaður spyr hvort það eigi að hækka framfærsluna. Já, hún verður hækkuð. Háttvirtur þingmaður spyr á að hækka frítekjumarkið? Já, það verður hækkað. Stefnum við að 100 prósentunum? Já, við gerum það og það sem við munum fá, við viljum vera framsækið og öflugt menntakerfi og það mun svo sannarlega takast á vakt þess menntamálaráðherra,“ sagði Lilja.
Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Yfir sexhundruð færri í námi vegna aðgerða LÍN segir stjórnarformaður SÍNE Íslenskum námsmönnum sem sækja nám erlendis og fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru ríflega sexhundruð færri árið 2016 en árið 2013. Stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum. 23. janúar 2019 12:00 Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Yfir sexhundruð færri í námi vegna aðgerða LÍN segir stjórnarformaður SÍNE Íslenskum námsmönnum sem sækja nám erlendis og fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru ríflega sexhundruð færri árið 2016 en árið 2013. Stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum. 23. janúar 2019 12:00
Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00