Faðir drengjanna er sagður vera þekktur íþróttamaður í Svíþjóð. Hann var 45 ára gamall og ekki með neinn sakaferil að baki. Samkvæmt Aftonbladet telur lögreglan sig hafa skýra mynd af því sem gerðist. Ekki er talið að fleiri aðilar hafi komið að málinu.
Þá hefur lögreglan biðlað til vina mannsins á Facebook sem sáu beinu útsendingu hans þar sem hann sagði frá morðunum um að hafa samband. Svo virðist sem að Facebook hafi fjarlægt myndbandið en lögreglan hefur átt í samskiptum við fyrirtækið og reynt að fá aðgang að því.
Nokkrir vinir mannsins hringdu í lögregluna eftir að þeir sáu útsendinguna. þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir lík mannsins og sona hans á heimili þeirra.