Fólksfjölgun hætti um miðja þessa öld Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2019 07:00 Vísir/Vilhelm Lækkuð fæðingartíðni og auknar lífslíkur fólks á efri árum leiðir að sjálfsögðu til þess að það eru sífellt færri sem ala önn fyrir vaxandi fjölda aldraðra. Þetta er áhyggjuefni stjórnvalda víða um heim. En svo má heldur ekki gleyma þeim vandamálum sem stafa af fjölgun jarðarbúa og þeim lífsstíl sem stór hluti jarðarbúa hefur tamið sér,“ segir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í sagnfræði sem áður starfaði hjá Hagstofu Íslands, og hefur fylgst með þróuninni. Frjósemi kvenna á Íslandi árið 2017 var 1,71 lifandi barn á hverja konu en almennt viðmið er að hver kona þurfi að ala um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Erfitt sé að segja til um hvort fæðingartíðni hér á landi haldi áfram að lækka en líklegt sé að fæðingartíðni standi í stað á þessu ári. „Mögulega hefur hækkun þaksins í fæðingarorlofi hvetjandi áhrif þegar fram í sækir. En svo má líka spyrja sig að því hvort Ísland er ekki bara komið þangað sem hin Norðurlöndin eru. Norðurlöndin eru reyndar þekkt fyrir það að barnlausar konur eru þar hlutfallslega færri en annars staðar í Evrópu en barnleysi er þó algengara annars staðar á Norðurlöndum en það er hér. Og svo má velta því fyrir sér hvort við færumst ekki nær „tveggja barna normi“ með tíð og tíma en það er erfitt að segja,“ segir Ólöf.Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í sagnfræði.rightUm ástæðuna fyrir því að íslenskar konur eignist færri börn nú en áður segir Ólöf að aldrei sé nein ein skýring á flóknu fyrirbæri. Þó að sveiflur í fæðingartíðni á Íslandi hafi nokkurn veginn fylgt sveiflum annars staðar á Norðurlöndum og raunar annars staðar í Evrópu hafi konur á Íslandi lengi vel eignast fleiri börn en kynsystur þeirra annars staðar á Norðurlöndum. „Þegar ný fæðingarorlofslöggjöf var innleidd upp úr aldamótunum 2000 þar sem greiðslur í fæðingarorlofi voru hækkaðar, fæðingarorlof lengt og báðum foreldrum tryggður réttur til fæðingarorlofs, hækkaði fæðingartíðnin nokkuð. Í hruninu voru greiðslur í fæðingarorlofi lækkaðar verulega og þessi lækkun hefur haldist þar til nýverið. Þetta leiddi til þess að fæðingarorlofstaka feðra dróst verulega saman, einkum eftir 2011 sem ég fjallaði um í grein ásamt Heiðu Maríu Sigurðardóttur, en einnig er fjallað um þetta atriði í rannsókn Guðnýjar Eydal og Ásdísar Arnalds,“ segir Ólöf. „Ari Klængur Jónsson doktorsnemi hefur nýlega birt grein þar sem hann skoðar fæðingartíðni eftir fæðingarröð. Þar sést að líkur fólks á að eignast sitt fyrsta barn hafa minnkað verulega en líkur á fæðingum annars og þriðja barns er mun stöðugri. Þetta er vísbending um að barnlausum konum sé að fjölga.“ Það hefur sýnt sig að breyta má hegðun fólks með aðgerðum á sviði fjölskyldustefnu. Dæmi um þetta er Þýskaland þar sem fæðingartíðni hækkaði í 1,7 á örfáum árum eftir að norræn stefna í fæðingarorlofsgreiðslum var tekin upp. Þar hafði fæðingartíðnin verið 1,3 allar götur frá 1970. Annar þáttur sem virðist hafa leitt til tiltölulega hárrar fæðingartíðni á Norðurlöndunum er opinber og ódýr barnagæsla. „Lækkuð fæðingartíðni er alþjóðlegt fyrirbæri og flestir mannfjöldafræðingar líta svo á að þetta sé vandamál. Fæðingartíðni hefur alls staðar lækkað og víða í heiminum er hún lægri en tvö börn á ævi hverrar konu. Það er litið á það sem vandamál þegar sífellt færri eru til að ala önn fyrir sífellt fleiri öldruðum einstaklingum. Þeim fjölgar hlutfallslega meðal íbúa þegar fæðingum fækkar og svo bætist við að við lifum sífellt lengur. En svo má ekki heldur gleyma því að fjölgun jarðarbúa skapar ýmiss konar vandamál sem við þurfum að berjast við. Ef marka má alþjóðaspár um þróun mannfjölda í heiminum lítur reyndar út fyrir að um miðja þessa öld hætti jarðarbúum að fjölga.“Andlega hliðin á það til að gleymast Ákvörðunin um að eignast barn er ferli. Það byrjar með því að par tekur markvissa ákvörðun um að reyna barneignir, hætta á getnaðarvörnum og láta náttúruna hafa sinn gang. Þetta ferli getur tekið frá nokkrum mánuðum til nokkurra ára. Ef fólk hefur reynt sjálft í nokkurn tíma án árangurs fer það að gruna að eitthvað geti verið að og leitar sér aðstoðar. Þetta getur tekið langan tíma, sem tekur á andlega, líkamlega og fjárhagslega. En oft gleymist að hlúa að andlegu hliðinni. Þetta segir Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á Kvenna- og barnasviði Landspítalans og Livio Reykjavík. Hún starfar með fólki í þessari stöðu og styður það í gegnum sorgarferli þess.Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi.Fréttablaðið/PjeturÞau sem standa frammi fyrir þeim veruleika að þau verði ekki foreldrar upplifa ítrekuð vonbrigði við það að verða ekki þunguð eða ítrekað að missa fóstur. Vonin minnkar en samt er búið að fjárfesta andlega, líkamlega og fjárhagslega í þessum draumi og erfitt að gefa hann frá sér. „Fólk sem lendir í fósturmissi eftir að hafa verið að reyna lengi að eignast barn veit að ef það ætlar að reyna aftur þá kostar það líkamlega, andlega og ekki síst fjárhagslega. Stundum þurfa þau að taka sér hlé frá meðferðum vegna þess að þau eru að borga síðasta lán sem þau tóku fyrir meðferðinni svo þau geti tekið nýtt lán fyrir næstu meðferð. Og þrátt fyrir að þau geri allt sem í þeirra valdi stendur til að eignast barn þá tekst það stundum ekki,“ segir Helga Sól. „Þetta getur verið mjög erfitt ferli. Það virðist vera tilhneiging til að einfalda þessa flóknu lífsreynslu. Fólk sem hefur ekki upplifað að eiga erfitt með að eignast barn á erfitt með setja sig í spor hinna. Og því fylgir oft að ráð eru gefin með góðum huga en af hugsunarleysi. Til dæmis það að það sé svo erfitt að eiga smábörn, þau vaki á næturnar o.s.frv. þannig að þau séu í raun heppin að þurfa ekki að upplifa það. Eða að þau þurfi bara að slaka á og fara eina helgi í sumarbústað. Þetta eru ekki hjálpleg ráð heldur frekar til þess fallin að fólk upplifi að þaað sé eitt með þennan vanda og sorg,“ segir Helga Sól. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar fólk er búið að ljúka þessu ferli og átta sig á að barn verður ekki partur af lífi þess, þá yfirleitt eru lífsgæði alveg ágæt að sögn Helgu. Fólk finnur lífsfyllingu í öðru og sambandsslit eru ekki algengari en hjá öðrum. Enda hefur það gengið í gegnum erfiða lífsreynslu saman. „Stundum er einnig kominn tími til að skoða aðra möguleika og þá jafnvel kveðja drauminn um barnið og byggja upp líf sitt með öðrum áherslum. Þó hafa rannsóknir sýnt að þegar fólk eldist og vinir eru að eignast barnabörn þá er hætta á að fólk upplifi sorg á ný,“ segir Helga Sól. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Frestun barneigna hefur ýmsar afleiðingar Meðalaldur frumbyrja á Íslandi fer sífellt hækkandi. Í dag er aldurinn rúm 27 ár sem virðist ekki vera svo slæmt en ef litið er til heildarfjölda mæðra þá fer þeim fjölgandi sem eru 35 ára og eldri. 24. janúar 2019 06:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Lækkuð fæðingartíðni og auknar lífslíkur fólks á efri árum leiðir að sjálfsögðu til þess að það eru sífellt færri sem ala önn fyrir vaxandi fjölda aldraðra. Þetta er áhyggjuefni stjórnvalda víða um heim. En svo má heldur ekki gleyma þeim vandamálum sem stafa af fjölgun jarðarbúa og þeim lífsstíl sem stór hluti jarðarbúa hefur tamið sér,“ segir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í sagnfræði sem áður starfaði hjá Hagstofu Íslands, og hefur fylgst með þróuninni. Frjósemi kvenna á Íslandi árið 2017 var 1,71 lifandi barn á hverja konu en almennt viðmið er að hver kona þurfi að ala um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Erfitt sé að segja til um hvort fæðingartíðni hér á landi haldi áfram að lækka en líklegt sé að fæðingartíðni standi í stað á þessu ári. „Mögulega hefur hækkun þaksins í fæðingarorlofi hvetjandi áhrif þegar fram í sækir. En svo má líka spyrja sig að því hvort Ísland er ekki bara komið þangað sem hin Norðurlöndin eru. Norðurlöndin eru reyndar þekkt fyrir það að barnlausar konur eru þar hlutfallslega færri en annars staðar í Evrópu en barnleysi er þó algengara annars staðar á Norðurlöndum en það er hér. Og svo má velta því fyrir sér hvort við færumst ekki nær „tveggja barna normi“ með tíð og tíma en það er erfitt að segja,“ segir Ólöf.Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í sagnfræði.rightUm ástæðuna fyrir því að íslenskar konur eignist færri börn nú en áður segir Ólöf að aldrei sé nein ein skýring á flóknu fyrirbæri. Þó að sveiflur í fæðingartíðni á Íslandi hafi nokkurn veginn fylgt sveiflum annars staðar á Norðurlöndum og raunar annars staðar í Evrópu hafi konur á Íslandi lengi vel eignast fleiri börn en kynsystur þeirra annars staðar á Norðurlöndum. „Þegar ný fæðingarorlofslöggjöf var innleidd upp úr aldamótunum 2000 þar sem greiðslur í fæðingarorlofi voru hækkaðar, fæðingarorlof lengt og báðum foreldrum tryggður réttur til fæðingarorlofs, hækkaði fæðingartíðnin nokkuð. Í hruninu voru greiðslur í fæðingarorlofi lækkaðar verulega og þessi lækkun hefur haldist þar til nýverið. Þetta leiddi til þess að fæðingarorlofstaka feðra dróst verulega saman, einkum eftir 2011 sem ég fjallaði um í grein ásamt Heiðu Maríu Sigurðardóttur, en einnig er fjallað um þetta atriði í rannsókn Guðnýjar Eydal og Ásdísar Arnalds,“ segir Ólöf. „Ari Klængur Jónsson doktorsnemi hefur nýlega birt grein þar sem hann skoðar fæðingartíðni eftir fæðingarröð. Þar sést að líkur fólks á að eignast sitt fyrsta barn hafa minnkað verulega en líkur á fæðingum annars og þriðja barns er mun stöðugri. Þetta er vísbending um að barnlausum konum sé að fjölga.“ Það hefur sýnt sig að breyta má hegðun fólks með aðgerðum á sviði fjölskyldustefnu. Dæmi um þetta er Þýskaland þar sem fæðingartíðni hækkaði í 1,7 á örfáum árum eftir að norræn stefna í fæðingarorlofsgreiðslum var tekin upp. Þar hafði fæðingartíðnin verið 1,3 allar götur frá 1970. Annar þáttur sem virðist hafa leitt til tiltölulega hárrar fæðingartíðni á Norðurlöndunum er opinber og ódýr barnagæsla. „Lækkuð fæðingartíðni er alþjóðlegt fyrirbæri og flestir mannfjöldafræðingar líta svo á að þetta sé vandamál. Fæðingartíðni hefur alls staðar lækkað og víða í heiminum er hún lægri en tvö börn á ævi hverrar konu. Það er litið á það sem vandamál þegar sífellt færri eru til að ala önn fyrir sífellt fleiri öldruðum einstaklingum. Þeim fjölgar hlutfallslega meðal íbúa þegar fæðingum fækkar og svo bætist við að við lifum sífellt lengur. En svo má ekki heldur gleyma því að fjölgun jarðarbúa skapar ýmiss konar vandamál sem við þurfum að berjast við. Ef marka má alþjóðaspár um þróun mannfjölda í heiminum lítur reyndar út fyrir að um miðja þessa öld hætti jarðarbúum að fjölga.“Andlega hliðin á það til að gleymast Ákvörðunin um að eignast barn er ferli. Það byrjar með því að par tekur markvissa ákvörðun um að reyna barneignir, hætta á getnaðarvörnum og láta náttúruna hafa sinn gang. Þetta ferli getur tekið frá nokkrum mánuðum til nokkurra ára. Ef fólk hefur reynt sjálft í nokkurn tíma án árangurs fer það að gruna að eitthvað geti verið að og leitar sér aðstoðar. Þetta getur tekið langan tíma, sem tekur á andlega, líkamlega og fjárhagslega. En oft gleymist að hlúa að andlegu hliðinni. Þetta segir Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á Kvenna- og barnasviði Landspítalans og Livio Reykjavík. Hún starfar með fólki í þessari stöðu og styður það í gegnum sorgarferli þess.Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi.Fréttablaðið/PjeturÞau sem standa frammi fyrir þeim veruleika að þau verði ekki foreldrar upplifa ítrekuð vonbrigði við það að verða ekki þunguð eða ítrekað að missa fóstur. Vonin minnkar en samt er búið að fjárfesta andlega, líkamlega og fjárhagslega í þessum draumi og erfitt að gefa hann frá sér. „Fólk sem lendir í fósturmissi eftir að hafa verið að reyna lengi að eignast barn veit að ef það ætlar að reyna aftur þá kostar það líkamlega, andlega og ekki síst fjárhagslega. Stundum þurfa þau að taka sér hlé frá meðferðum vegna þess að þau eru að borga síðasta lán sem þau tóku fyrir meðferðinni svo þau geti tekið nýtt lán fyrir næstu meðferð. Og þrátt fyrir að þau geri allt sem í þeirra valdi stendur til að eignast barn þá tekst það stundum ekki,“ segir Helga Sól. „Þetta getur verið mjög erfitt ferli. Það virðist vera tilhneiging til að einfalda þessa flóknu lífsreynslu. Fólk sem hefur ekki upplifað að eiga erfitt með að eignast barn á erfitt með setja sig í spor hinna. Og því fylgir oft að ráð eru gefin með góðum huga en af hugsunarleysi. Til dæmis það að það sé svo erfitt að eiga smábörn, þau vaki á næturnar o.s.frv. þannig að þau séu í raun heppin að þurfa ekki að upplifa það. Eða að þau þurfi bara að slaka á og fara eina helgi í sumarbústað. Þetta eru ekki hjálpleg ráð heldur frekar til þess fallin að fólk upplifi að þaað sé eitt með þennan vanda og sorg,“ segir Helga Sól. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar fólk er búið að ljúka þessu ferli og átta sig á að barn verður ekki partur af lífi þess, þá yfirleitt eru lífsgæði alveg ágæt að sögn Helgu. Fólk finnur lífsfyllingu í öðru og sambandsslit eru ekki algengari en hjá öðrum. Enda hefur það gengið í gegnum erfiða lífsreynslu saman. „Stundum er einnig kominn tími til að skoða aðra möguleika og þá jafnvel kveðja drauminn um barnið og byggja upp líf sitt með öðrum áherslum. Þó hafa rannsóknir sýnt að þegar fólk eldist og vinir eru að eignast barnabörn þá er hætta á að fólk upplifi sorg á ný,“ segir Helga Sól.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Frestun barneigna hefur ýmsar afleiðingar Meðalaldur frumbyrja á Íslandi fer sífellt hækkandi. Í dag er aldurinn rúm 27 ár sem virðist ekki vera svo slæmt en ef litið er til heildarfjölda mæðra þá fer þeim fjölgandi sem eru 35 ára og eldri. 24. janúar 2019 06:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Frestun barneigna hefur ýmsar afleiðingar Meðalaldur frumbyrja á Íslandi fer sífellt hækkandi. Í dag er aldurinn rúm 27 ár sem virðist ekki vera svo slæmt en ef litið er til heildarfjölda mæðra þá fer þeim fjölgandi sem eru 35 ára og eldri. 24. janúar 2019 06:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent