Hælisleitandi á tólfta degi hungurverkfalls: „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. janúar 2019 19:00 Íranskur hælisleitandi, sem er bæði andlega og líkamlega veikur, er nú á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist ekki fá nauðsynlega læknisaðstoð. Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri en áfallateymi rauðakrossinn var kallað út þrisvar sinnum oftar á síðastliðnu ári miðað við árið á undan. Mohsen Parnian, hælisleitenda fráÍran, dvelur hér í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi. Hann sótti um hæli hér á landi fyrir um sex mánuðum en hann flúði heimalandið vegna pólitískra ofsókna. Mohsen er á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist vera að mótamæla því að hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð. „Ég er með mjög slæma gyllinægð. Ég er með mjög mikla verki og það blæðir mikið og ég verð að komast í aðgerð,“ segir Mohsen en hann á erfitt með að ganga vegna verkja. Þá glími hann við andleg veikindi en hann segist ekki fá þau lyf sem hann vantar. „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða. Svo get ég ekki borðað því ef ég borða þarf ég að gera þarfir mínar og það er hræðilega vont,“ segir Mohsen.Áshildur Linnet, verkefnastjóri Rauða krossinsRauði krossinn með áhyggjur af manninum Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum er Mohsen metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur. Vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. Því þurfi að fara fram sérstakt mat á mikilvægi þjónustunnar sem Útlendingastofnun lætur framkvæma en það ferli geti tekið langan tíma. „Starfsmenn útlendingastofnunar hafa verið að reyna þoka þessum heilbrigðismálum hans áfram og það tekur langan tíma og það er auðvitaðþað sem reynist honum mjög þungbært. Hann auðvitað er sárþjáður alla daga og við höfum alltaf áhyggjur af þvíþegar skjólstæðingar okkar eru komnir í svona mikiðöngstræti og grípur til örþrifaráða eins og íþessu tilfelli,“ segir Áshildur Linnet, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri Þá segir hún að geðheilbrigðismál í hæliskerfinu hafi aldrei verið eins þung eins og nú. „Við sjáum aukin einkenni alvarlegrar depurðar og sjálfskaðandi hegðunar var meira áberandi árið 2018 heldur en hefur veriðáður og áfallahjálparteymi rauða krossins var kallað mun oftar út en verið hefur,“ segir Áshildur en formleg útköll eymisins voru 26 í fyrra en aðeins 9 áriðáður. „Við erum að fá meira af fólki frá stríðshrjáðum svæðum og meira af fólki sem hefur orðið fyrir miklum áföllum á sinni flóttamannaleið,“ segir Áshildur Linnet. Flóttamenn Heilbrigðismál Hælisleitendur Íran Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Íranskur hælisleitandi, sem er bæði andlega og líkamlega veikur, er nú á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist ekki fá nauðsynlega læknisaðstoð. Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri en áfallateymi rauðakrossinn var kallað út þrisvar sinnum oftar á síðastliðnu ári miðað við árið á undan. Mohsen Parnian, hælisleitenda fráÍran, dvelur hér í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi. Hann sótti um hæli hér á landi fyrir um sex mánuðum en hann flúði heimalandið vegna pólitískra ofsókna. Mohsen er á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist vera að mótamæla því að hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð. „Ég er með mjög slæma gyllinægð. Ég er með mjög mikla verki og það blæðir mikið og ég verð að komast í aðgerð,“ segir Mohsen en hann á erfitt með að ganga vegna verkja. Þá glími hann við andleg veikindi en hann segist ekki fá þau lyf sem hann vantar. „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða. Svo get ég ekki borðað því ef ég borða þarf ég að gera þarfir mínar og það er hræðilega vont,“ segir Mohsen.Áshildur Linnet, verkefnastjóri Rauða krossinsRauði krossinn með áhyggjur af manninum Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum er Mohsen metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur. Vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. Því þurfi að fara fram sérstakt mat á mikilvægi þjónustunnar sem Útlendingastofnun lætur framkvæma en það ferli geti tekið langan tíma. „Starfsmenn útlendingastofnunar hafa verið að reyna þoka þessum heilbrigðismálum hans áfram og það tekur langan tíma og það er auðvitaðþað sem reynist honum mjög þungbært. Hann auðvitað er sárþjáður alla daga og við höfum alltaf áhyggjur af þvíþegar skjólstæðingar okkar eru komnir í svona mikiðöngstræti og grípur til örþrifaráða eins og íþessu tilfelli,“ segir Áshildur Linnet, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri Þá segir hún að geðheilbrigðismál í hæliskerfinu hafi aldrei verið eins þung eins og nú. „Við sjáum aukin einkenni alvarlegrar depurðar og sjálfskaðandi hegðunar var meira áberandi árið 2018 heldur en hefur veriðáður og áfallahjálparteymi rauða krossins var kallað mun oftar út en verið hefur,“ segir Áshildur en formleg útköll eymisins voru 26 í fyrra en aðeins 9 áriðáður. „Við erum að fá meira af fólki frá stríðshrjáðum svæðum og meira af fólki sem hefur orðið fyrir miklum áföllum á sinni flóttamannaleið,“ segir Áshildur Linnet.
Flóttamenn Heilbrigðismál Hælisleitendur Íran Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira