Hælisleitandi á tólfta degi hungurverkfalls: „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. janúar 2019 19:00 Íranskur hælisleitandi, sem er bæði andlega og líkamlega veikur, er nú á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist ekki fá nauðsynlega læknisaðstoð. Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri en áfallateymi rauðakrossinn var kallað út þrisvar sinnum oftar á síðastliðnu ári miðað við árið á undan. Mohsen Parnian, hælisleitenda fráÍran, dvelur hér í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi. Hann sótti um hæli hér á landi fyrir um sex mánuðum en hann flúði heimalandið vegna pólitískra ofsókna. Mohsen er á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist vera að mótamæla því að hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð. „Ég er með mjög slæma gyllinægð. Ég er með mjög mikla verki og það blæðir mikið og ég verð að komast í aðgerð,“ segir Mohsen en hann á erfitt með að ganga vegna verkja. Þá glími hann við andleg veikindi en hann segist ekki fá þau lyf sem hann vantar. „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða. Svo get ég ekki borðað því ef ég borða þarf ég að gera þarfir mínar og það er hræðilega vont,“ segir Mohsen.Áshildur Linnet, verkefnastjóri Rauða krossinsRauði krossinn með áhyggjur af manninum Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum er Mohsen metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur. Vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. Því þurfi að fara fram sérstakt mat á mikilvægi þjónustunnar sem Útlendingastofnun lætur framkvæma en það ferli geti tekið langan tíma. „Starfsmenn útlendingastofnunar hafa verið að reyna þoka þessum heilbrigðismálum hans áfram og það tekur langan tíma og það er auðvitaðþað sem reynist honum mjög þungbært. Hann auðvitað er sárþjáður alla daga og við höfum alltaf áhyggjur af þvíþegar skjólstæðingar okkar eru komnir í svona mikiðöngstræti og grípur til örþrifaráða eins og íþessu tilfelli,“ segir Áshildur Linnet, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri Þá segir hún að geðheilbrigðismál í hæliskerfinu hafi aldrei verið eins þung eins og nú. „Við sjáum aukin einkenni alvarlegrar depurðar og sjálfskaðandi hegðunar var meira áberandi árið 2018 heldur en hefur veriðáður og áfallahjálparteymi rauða krossins var kallað mun oftar út en verið hefur,“ segir Áshildur en formleg útköll eymisins voru 26 í fyrra en aðeins 9 áriðáður. „Við erum að fá meira af fólki frá stríðshrjáðum svæðum og meira af fólki sem hefur orðið fyrir miklum áföllum á sinni flóttamannaleið,“ segir Áshildur Linnet. Flóttamenn Heilbrigðismál Hælisleitendur Íran Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Íranskur hælisleitandi, sem er bæði andlega og líkamlega veikur, er nú á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist ekki fá nauðsynlega læknisaðstoð. Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri en áfallateymi rauðakrossinn var kallað út þrisvar sinnum oftar á síðastliðnu ári miðað við árið á undan. Mohsen Parnian, hælisleitenda fráÍran, dvelur hér í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi. Hann sótti um hæli hér á landi fyrir um sex mánuðum en hann flúði heimalandið vegna pólitískra ofsókna. Mohsen er á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist vera að mótamæla því að hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð. „Ég er með mjög slæma gyllinægð. Ég er með mjög mikla verki og það blæðir mikið og ég verð að komast í aðgerð,“ segir Mohsen en hann á erfitt með að ganga vegna verkja. Þá glími hann við andleg veikindi en hann segist ekki fá þau lyf sem hann vantar. „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða. Svo get ég ekki borðað því ef ég borða þarf ég að gera þarfir mínar og það er hræðilega vont,“ segir Mohsen.Áshildur Linnet, verkefnastjóri Rauða krossinsRauði krossinn með áhyggjur af manninum Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum er Mohsen metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur. Vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. Því þurfi að fara fram sérstakt mat á mikilvægi þjónustunnar sem Útlendingastofnun lætur framkvæma en það ferli geti tekið langan tíma. „Starfsmenn útlendingastofnunar hafa verið að reyna þoka þessum heilbrigðismálum hans áfram og það tekur langan tíma og það er auðvitaðþað sem reynist honum mjög þungbært. Hann auðvitað er sárþjáður alla daga og við höfum alltaf áhyggjur af þvíþegar skjólstæðingar okkar eru komnir í svona mikiðöngstræti og grípur til örþrifaráða eins og íþessu tilfelli,“ segir Áshildur Linnet, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri Þá segir hún að geðheilbrigðismál í hæliskerfinu hafi aldrei verið eins þung eins og nú. „Við sjáum aukin einkenni alvarlegrar depurðar og sjálfskaðandi hegðunar var meira áberandi árið 2018 heldur en hefur veriðáður og áfallahjálparteymi rauða krossins var kallað mun oftar út en verið hefur,“ segir Áshildur en formleg útköll eymisins voru 26 í fyrra en aðeins 9 áriðáður. „Við erum að fá meira af fólki frá stríðshrjáðum svæðum og meira af fólki sem hefur orðið fyrir miklum áföllum á sinni flóttamannaleið,“ segir Áshildur Linnet.
Flóttamenn Heilbrigðismál Hælisleitendur Íran Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira