Hvers vegna er mikilvægt að greina ADHD? Sólveig Ásgrímsdóttir skrifar 23. janúar 2019 12:21 ADHD er meðfædd röskun, ekki sjúkdómur og henni geta fylgt mjög alvarlegir fylgikvillar. Þessir fylgikvillar gera mjög fljótt vart við sig. Barn með ADHD getur verið komið með alvarlegan samskiptavanda og skerta sjálfsmynd við 7 eða 8 ára aldur. Þau líða oft undan kvíða sem þau geta ekki talað um. Komið hefur í ljós í rannsóknum og í starfi með ADHD börnum að mjög oft líklega oftast er undirrót mótþróa og reiðikasta kvíði, sem barnið getur ekki tjáð og sem er oft brugðist við með neikvæðni eða refsingum. Lyf forða fíkn Einstaklingur með ADHD sem fær greiningu snemma og fær meðferð strax hefur miklu betri möguleika á að standa sig í lífinu. Það hefur t.d. verið sýnt fram á það með rannsóknum, að börn með ADHD sem fá rétta meðferð með lyfjum eru í minni hættu á að ánetjast vímuefnum en þau sem ganga með ógreint og ómeðhöndlað ADHD. Með ADHD greiningunni opnast leiðir fyrir barn eða fullorðin til að fá svör við spurningunni, „af hverju er ég svona“? Er ég svo heimsk að ég get ekki lært eins vel og hinir. Er það vegna þess að ég er latur og vitlaus að yfirmaðurinn er alltaf með leiðindi við mig. Er ég ómöguleg móðir eða ómögulegur faðir, vegna þess að barnið mitt hagar sér illa og truflar í skólanum og lærir ekki neitt. Með greiningu fær nemandinn eða starfsmaðurinn að vita að það er ekki út af leti eða heimsku sem námið eða vinnan gengur illa. Foreldar fá að vita að vandi barns er ekki þeim að kenna.Úrræði, léttir og svör Það gengur illa vegna þess að hann eða hún eiga á miklu erfiðara með að halda athygli og skipuleggja sig en sá sem ekki er með ADHD, eins og fjöldi rannsókna sýna. Þær sýna líka að börn með ADHD eru meira krefjandi en börn sem ekki eru með ADHD. Einstaklingurinn og aðstandendur hans fá líka að vita með greiningu að það er ýmislegt hægt að gera til að bæta úr vandanum. Greiningunni fylgir því yfirleitt mikill léttir, oft dregur úr kvíða fyrir framtíðini því með því að fá skýringu á vandanum fær fólk von um að hægt sé að ráða við hann. Það fær von og kjark til að takast á það sem það taldi ómögulegt fyrir greiningu. Það hefur sýnt sig að fyrst eftir greiningu dregur úr kvíða og vonleysi en ef nauðsynleg meðferð fylgir ekki á eftir fer aftur í sama farið.Fordómar og afneitun Þrátt fyrir að ADHD sé viðurkennd röskun eru enn fordómar sem eru annað hvort vegna afneitunar eða þekkingarleysis þar má nefna fullyrðingar eins og: „ADHD er tískufyrirbrigði. Við komumst vel af áður og það hafa alltaf verið til óþægir krakkar sem urðu að duglegu fólki, sem stóð sig vel.“ Komust við vel af áður eða fréttum við bara af þeim sem komust af? Við fréttum líklega ekki af þeim sem enduðu á geðdeildum, fóru í neyslu eða voru inn og út úr fangelsum. Margir þeirra hafa mjög líklega verðið með ADHD. Einnig heyrist: „Foreldrar, sem nenna ekki að ala upp börnin sín og vilja lyf til að róa þau.“ Mjög algengt er að foreldar barna með ADHD segi, að þeir vilji síður að barnið fari á lyf. Yfirleitt er þetta mál, sem foreldar hugsa mikið um og afla sér sem bestra upplýsinga um kosti og ekki síst galla lyfjanna. Sumir, bæði foreldar fyrir hönd barna sinni og fullorðnir sem fá greiningar, hafna lyfjum eftir greiningu, vilja bara prófa aðrar aðferðir. Sumir sjá sig um hönd síðar, en aðrir fara aldrei á lyf. Fólk með ADHD er eins mismunandi og allir aðrir. Rannsóknir sýna að best gengur, þegar lyfjameðferð er notuð ástamt öðrum leiðum. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Ásgrímsdóttir Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
ADHD er meðfædd röskun, ekki sjúkdómur og henni geta fylgt mjög alvarlegir fylgikvillar. Þessir fylgikvillar gera mjög fljótt vart við sig. Barn með ADHD getur verið komið með alvarlegan samskiptavanda og skerta sjálfsmynd við 7 eða 8 ára aldur. Þau líða oft undan kvíða sem þau geta ekki talað um. Komið hefur í ljós í rannsóknum og í starfi með ADHD börnum að mjög oft líklega oftast er undirrót mótþróa og reiðikasta kvíði, sem barnið getur ekki tjáð og sem er oft brugðist við með neikvæðni eða refsingum. Lyf forða fíkn Einstaklingur með ADHD sem fær greiningu snemma og fær meðferð strax hefur miklu betri möguleika á að standa sig í lífinu. Það hefur t.d. verið sýnt fram á það með rannsóknum, að börn með ADHD sem fá rétta meðferð með lyfjum eru í minni hættu á að ánetjast vímuefnum en þau sem ganga með ógreint og ómeðhöndlað ADHD. Með ADHD greiningunni opnast leiðir fyrir barn eða fullorðin til að fá svör við spurningunni, „af hverju er ég svona“? Er ég svo heimsk að ég get ekki lært eins vel og hinir. Er það vegna þess að ég er latur og vitlaus að yfirmaðurinn er alltaf með leiðindi við mig. Er ég ómöguleg móðir eða ómögulegur faðir, vegna þess að barnið mitt hagar sér illa og truflar í skólanum og lærir ekki neitt. Með greiningu fær nemandinn eða starfsmaðurinn að vita að það er ekki út af leti eða heimsku sem námið eða vinnan gengur illa. Foreldar fá að vita að vandi barns er ekki þeim að kenna.Úrræði, léttir og svör Það gengur illa vegna þess að hann eða hún eiga á miklu erfiðara með að halda athygli og skipuleggja sig en sá sem ekki er með ADHD, eins og fjöldi rannsókna sýna. Þær sýna líka að börn með ADHD eru meira krefjandi en börn sem ekki eru með ADHD. Einstaklingurinn og aðstandendur hans fá líka að vita með greiningu að það er ýmislegt hægt að gera til að bæta úr vandanum. Greiningunni fylgir því yfirleitt mikill léttir, oft dregur úr kvíða fyrir framtíðini því með því að fá skýringu á vandanum fær fólk von um að hægt sé að ráða við hann. Það fær von og kjark til að takast á það sem það taldi ómögulegt fyrir greiningu. Það hefur sýnt sig að fyrst eftir greiningu dregur úr kvíða og vonleysi en ef nauðsynleg meðferð fylgir ekki á eftir fer aftur í sama farið.Fordómar og afneitun Þrátt fyrir að ADHD sé viðurkennd röskun eru enn fordómar sem eru annað hvort vegna afneitunar eða þekkingarleysis þar má nefna fullyrðingar eins og: „ADHD er tískufyrirbrigði. Við komumst vel af áður og það hafa alltaf verið til óþægir krakkar sem urðu að duglegu fólki, sem stóð sig vel.“ Komust við vel af áður eða fréttum við bara af þeim sem komust af? Við fréttum líklega ekki af þeim sem enduðu á geðdeildum, fóru í neyslu eða voru inn og út úr fangelsum. Margir þeirra hafa mjög líklega verðið með ADHD. Einnig heyrist: „Foreldrar, sem nenna ekki að ala upp börnin sín og vilja lyf til að róa þau.“ Mjög algengt er að foreldar barna með ADHD segi, að þeir vilji síður að barnið fari á lyf. Yfirleitt er þetta mál, sem foreldar hugsa mikið um og afla sér sem bestra upplýsinga um kosti og ekki síst galla lyfjanna. Sumir, bæði foreldar fyrir hönd barna sinni og fullorðnir sem fá greiningar, hafna lyfjum eftir greiningu, vilja bara prófa aðrar aðferðir. Sumir sjá sig um hönd síðar, en aðrir fara aldrei á lyf. Fólk með ADHD er eins mismunandi og allir aðrir. Rannsóknir sýna að best gengur, þegar lyfjameðferð er notuð ástamt öðrum leiðum. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun