Óttast fjölda umsagna trúfélaga um frumvarp um þungunarrof Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. janúar 2019 20:30 Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. Síðasta haust lagði velferðarráðuneytið fram drög að frumvarpi um ný lög þar sem þungunarrof verður heimilt fram að lokum 22. viku meðgöngu* en í dag er það heimilt fram í 16. viku. Verði frumvarpið að lögum verður konum veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort þær ali börn fram að þeim tíma. Velferðarnefnd er nú með frumvarpið í umsagnarferli og fékk sextíu og einn aðili frumvarpið sent til umsagnar, þar af eru 35 trúfélög.Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands„Og Kvenréttindafélagið var eina feminíska félagið sem fékk þetta. Hvers vegna lítur Alþingi þannig á að trúfélög séu hagsmunaaðilar í þessu máli? Það eru fyrst og fremst þær manneskjur sem ætla ekki að klára þessa þungun,“ segir Fríða Rós. Hún bendir á að núgildandi lög hafi verið samin af nefnd sem var skipuð þremur körlum en þar sé sjálfsákvörðunarréttur kvenna virtur að vettugi. Sama gæti átt við um trúfélög. „Þau líta frekar á þungunarrof sem eitthvað sem ætti ekki að vera leyfilegt nema í algjörri neyð. Þær umsagnir sem þegar er búið að skila þær eru margar á móti lögunum,“ segir Fríða Rós en hún óttast að umsagnir trúfélaganna gætu orðið til þess að frumvarpið verði ekki að lögum. Þess ber þó að geta að öllum er frjálst að senda inn umsögn um lagafrumvörp. „Og ef við sjáum allt í einu að við ætlum að hampa mjög þeim aðilum sem tala á móti sjálfsákvörðunarrétti, þá já ég er með áhyggjur af því og við þurfum að stíga fast niður því þessi lög þurfa að ganga í gegn,“ segir Fríða Rós en Kvenréttindafélagið setti af stað undirskriftasöfnun vegna málsins á dögunum til að styrkja umsögn félagsins. Núna hafa yfir fimm hundruð manns skrifað undir og segjast styðja frumvarpið. „Þetta eru mjög sterk skilaboð þegar svo margir segjast styðja frumvarpið,“ segir Fríða Rós.*Í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar var ranghermt að í frumvarpinu væri þungunarrof heimilt fram að lokum 18. viku meðgöngu. Það hefur verið leiðrétt í vefútgáfunni. Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Þungunarrof Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. Síðasta haust lagði velferðarráðuneytið fram drög að frumvarpi um ný lög þar sem þungunarrof verður heimilt fram að lokum 22. viku meðgöngu* en í dag er það heimilt fram í 16. viku. Verði frumvarpið að lögum verður konum veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort þær ali börn fram að þeim tíma. Velferðarnefnd er nú með frumvarpið í umsagnarferli og fékk sextíu og einn aðili frumvarpið sent til umsagnar, þar af eru 35 trúfélög.Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands„Og Kvenréttindafélagið var eina feminíska félagið sem fékk þetta. Hvers vegna lítur Alþingi þannig á að trúfélög séu hagsmunaaðilar í þessu máli? Það eru fyrst og fremst þær manneskjur sem ætla ekki að klára þessa þungun,“ segir Fríða Rós. Hún bendir á að núgildandi lög hafi verið samin af nefnd sem var skipuð þremur körlum en þar sé sjálfsákvörðunarréttur kvenna virtur að vettugi. Sama gæti átt við um trúfélög. „Þau líta frekar á þungunarrof sem eitthvað sem ætti ekki að vera leyfilegt nema í algjörri neyð. Þær umsagnir sem þegar er búið að skila þær eru margar á móti lögunum,“ segir Fríða Rós en hún óttast að umsagnir trúfélaganna gætu orðið til þess að frumvarpið verði ekki að lögum. Þess ber þó að geta að öllum er frjálst að senda inn umsögn um lagafrumvörp. „Og ef við sjáum allt í einu að við ætlum að hampa mjög þeim aðilum sem tala á móti sjálfsákvörðunarrétti, þá já ég er með áhyggjur af því og við þurfum að stíga fast niður því þessi lög þurfa að ganga í gegn,“ segir Fríða Rós en Kvenréttindafélagið setti af stað undirskriftasöfnun vegna málsins á dögunum til að styrkja umsögn félagsins. Núna hafa yfir fimm hundruð manns skrifað undir og segjast styðja frumvarpið. „Þetta eru mjög sterk skilaboð þegar svo margir segjast styðja frumvarpið,“ segir Fríða Rós.*Í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar var ranghermt að í frumvarpinu væri þungunarrof heimilt fram að lokum 18. viku meðgöngu. Það hefur verið leiðrétt í vefútgáfunni.
Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Þungunarrof Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira