Saka skautaþjálfara um kynferðislega misnotkun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2019 11:30 Shim Sik-hee á ÓL í fyrra. vísir/getty Suður-Kórea hefur verið í fararbroddi í heiminum í sprettskautahlaupi en nú er búið að varpa dimmum skugga yfir starf skautasambandsins eftir að nokkrar stúlkur stigu fram og sökuðu þjálfarana í Kóreu um kynferðislega misnotkun. Suður-Kórea vann 24 gull á síðustu Vetrarólympíuleikum og skautafólk þjóðarinnar eru þjóðhetjur. Þetta mál er því mikill skellur fyrir þjóðina og ekki síst skautasambandið sem er ásakað að hafa breitt yfir allt saman. Fimm skautakonur, sem kjósa að koma fram undir nafnleynd af ótta við hefndaraðgerðir, opnuðu sig um málið í upphafi vikunnar. „Þær eru raunverulega hræddar við hefndaraðgerðir og útskúfun úr samfélaginu,“ sagði lögmaður stúlknanna en hann hefur einnig farið fram á rannsókn á formanni skautasambandsins sem hann segir hafa hylmt yfir ásakanir í áraraðir. Hann hafi komist upp með það þar sem hann sé vinur þekktra stjórnmálamanna og annarra með áhrif í samfélaginu. Ásakanirnar eru ekki bara um kynferðislega misnotkun. Í janúar steig Shim Sik-hee fram og sagði að þjálfarinn hennar hefði lamið hana síðan hún var sjö ára. Hann hefði meira að segja brotið fingur hennar með íshokkíkylfu. „Hann lamdi mig svo oft, og svo fast, að ég óttaðist að deyja á æfingum hjá honum,“ sagði Shim en þjálfarinn hennar var dæmdur í tíu mánaða fangelsi enda kom í ljós að hann hefði lamið fleiri en hana. Sami þjálfari var svo í kjölfarið ásakaður um kynferðislega misnotkun og það opnaði flóðgáttir sem ekki sér fyrir endann á. Þetta mál hefur þegar leitt það af sér að önnur íþróttasambönd í landinu eru að rannsaka hvort slík hegðun hafi viðgengist innan þeirra raða. Konur í kóreskum íþróttaheimi hafa verið að fá meira hugrekki til þess að stíga fram síðustu misseri og fyrrum tennisstjarnan Kim Ein-hee greindi frá kynferðislegri misnotkun frá sínum þjálfara. Sú misnotkun hófst er hún var aðeins tíu ára gömul. Sá þjálfari fékk tíu ára fangelsisdóm þannig að yfirvöld taka ásakanirnar alvarlega og refsa grimmilega. Aðrar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Fleiri fréttir Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Suður-Kórea hefur verið í fararbroddi í heiminum í sprettskautahlaupi en nú er búið að varpa dimmum skugga yfir starf skautasambandsins eftir að nokkrar stúlkur stigu fram og sökuðu þjálfarana í Kóreu um kynferðislega misnotkun. Suður-Kórea vann 24 gull á síðustu Vetrarólympíuleikum og skautafólk þjóðarinnar eru þjóðhetjur. Þetta mál er því mikill skellur fyrir þjóðina og ekki síst skautasambandið sem er ásakað að hafa breitt yfir allt saman. Fimm skautakonur, sem kjósa að koma fram undir nafnleynd af ótta við hefndaraðgerðir, opnuðu sig um málið í upphafi vikunnar. „Þær eru raunverulega hræddar við hefndaraðgerðir og útskúfun úr samfélaginu,“ sagði lögmaður stúlknanna en hann hefur einnig farið fram á rannsókn á formanni skautasambandsins sem hann segir hafa hylmt yfir ásakanir í áraraðir. Hann hafi komist upp með það þar sem hann sé vinur þekktra stjórnmálamanna og annarra með áhrif í samfélaginu. Ásakanirnar eru ekki bara um kynferðislega misnotkun. Í janúar steig Shim Sik-hee fram og sagði að þjálfarinn hennar hefði lamið hana síðan hún var sjö ára. Hann hefði meira að segja brotið fingur hennar með íshokkíkylfu. „Hann lamdi mig svo oft, og svo fast, að ég óttaðist að deyja á æfingum hjá honum,“ sagði Shim en þjálfarinn hennar var dæmdur í tíu mánaða fangelsi enda kom í ljós að hann hefði lamið fleiri en hana. Sami þjálfari var svo í kjölfarið ásakaður um kynferðislega misnotkun og það opnaði flóðgáttir sem ekki sér fyrir endann á. Þetta mál hefur þegar leitt það af sér að önnur íþróttasambönd í landinu eru að rannsaka hvort slík hegðun hafi viðgengist innan þeirra raða. Konur í kóreskum íþróttaheimi hafa verið að fá meira hugrekki til þess að stíga fram síðustu misseri og fyrrum tennisstjarnan Kim Ein-hee greindi frá kynferðislegri misnotkun frá sínum þjálfara. Sú misnotkun hófst er hún var aðeins tíu ára gömul. Sá þjálfari fékk tíu ára fangelsisdóm þannig að yfirvöld taka ásakanirnar alvarlega og refsa grimmilega.
Aðrar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Fleiri fréttir Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira